Fréttablaðið - 02.07.2005, Page 54
38 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR
EKKI MISSA AF…
...Reykhóladeginum sem hefst
á Reykhólum í dag klukkan 14.
Boðið verður upp á fjölbreytta
dagskrá fram eftir degi.
...sumarsýningu Listasafnsins
á Akureyri sem opnar í dag
klukkan 15.
...tónleikum með kvartett
trymbilsins Kára Árnasonar sem
leikur á Jómfrúnni við Lækjar-
götu klukk-
an 16 í dag.
Aðrir með-
limir kvar-
tettsins eru
saxófónleik-
arinn Steinar Sigurðarson, gítar-
leikarinn Andrés Þór Gunnlaugs-
son og bassaleikarinn Þorgrímur
Jónsson. Aðgangur er ókeypis.
Laugardaginn 2. júlí kl. 16.00 hefst
sumarsýningin „Sögur af landi” í
sýningarsal Handverks og hönnun-
ar í Aðalstræti 12, 101 Reykjavík.
Til sýnis er hefðbundinn íslenskur
listiðnaður og nútíma hönnun úr
fjölbreyttu hráefni. Á sýningunni
eru hlutir meðal annars úr leir,
gleri, pappír, hrosshári, roði, ull og
silfri.
Sýningin er haldin í kjölfar sam-
keppi sem fjölmargir tóku þátt í
og valdi dómnefnd muni frá þrjá-
tíu og þremur aðilum til sýningar.
Sýningarskrá er gefin út í tengslum
við sýninguna á íslensku og ensku.
Sýningin er opin alla daga, nema
mánudaga, frá klukkan 13 til 17
og stendur hún yfir til 4. sept-
ember.
Aðgangur á sýninguna er ókeypis.
Sumartónleikar í Skálholtskirkju hefja
31. starfsár sitt í dag, laugardaginn 2.
júlí. Á hátíðinni leika meðal annars
blokkflautukvintettinn Fontanella frá
Englandi og kammerhópurinn Carmina,
sem frumflytur nýtt tónverk eftir Huga
Guðmundsson í Skálholtskirkju á sunnu-
daginn klukkan 17. Dagskrá hátíðarinn-
ar má nálgast á netsíðunni www.sum-
artonleikar.is.
menning@frettabladid.is
Sýning Handverks og Hönnunar
!
SÖGUR AF LANDI Veskið er eftir Röggu Ólafs sem er ein af 33 þátt-
takendum í sumarsýningu Handverks og hönnunar sem hefst í sýning-
arsal Handverks og hönnunar klukkan 16 í dag.
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
14-18 mánudaga - laugardaga 12-18 sunnudaga Lokað 2. og 3. júlí.
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu
Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14
Sænskur organisti í Hallgrímskirkju
Organistinn Mattias Wa-
ger er þekktur fyrir
spuna sinn og spinnur
hann fyrir áheyrendur
sína í Hallgrímskirkju
um helgina auk þess sem
hann leikur verk eftir
þekkt tónskáld.
Á annarri helgi tónleikaraðarinnar
Sumarkvöld við orgelið í Hall-
grímskirkju sest Mattias Wager
við Klaisorgelið í Hallgrímskirkju.
Undanfarin ár hafa íslenskir
áheyrendur og gestir þeirra haft
tækifæri til að heyra Mattias leika
á orgelið, nú síðast þegar hann
ásamt Erni Árnasyni leikara flutti
Pétur og úlfinn eftir Sergei
Prokofiev í febrúar síðatliðnum.
Að þessu sinni er Mattias með
tvenna tónleika, laugardaginn 2.
júlí kl. 12 og sunnudaginn 3. júlí kl.
20.
Efnisskrá laugardagstónleik-
anna byggir á verkum þriggja
stórmerkra tónskálda. Fulltrúi
barrokksins er Bach en eftir hann
leikur Mattias Sinfóníu úr Kantöt-
unni Nú gjaldi Guði þökk og
sálmaforleikstríó við Þig lofar, fað-
ir, líf og önd. Nútímaverkið er Bæn
eftir bergingu úr Bók heilags
sakramentis eftir Olivier Messi-
aen og tónleikunum lýkur með 1.
kafla Orgelsinfóníu nr. 5 eftir
Charles-Marie Widor en hann er
fulltrúi hins rómantíska franska
orgels.
Á efnisskrá kvöldtónleikanna á
sunnudaginn skiptast einnig á
eldri og nýrri verk. Fyrst hljóma
Sex þættir úr Drottningarhólms-
tónlist Johann Heilmich Roman
sem hann samdi fyrir brúðkaup
við sænsku hirðina árið 1744. Eftir
Hollendinginn Ad Wammes flytur
hann Miroir. Wammes er fæddur
1953 og er þekktur sem poppari,
klassískur tónlistarmaður og tón-
skáld. Þá leikur Mattias Sónötu nr.
5 í C-dúr eftir Johann Sebastian
Bach. Þetta er ein af sex tríósónöt-
um sem hann skrifaði sem æfingar
fyrir son sinn Vilhelm Friedem-
ann. Þarna leikur hvor hönd fyrir
sig sjálfstæða rödd og fæturnir
þriðju röddina. Mínimalismi er
einkennisorð fyrir eistneska tón-
skáldið Arvo Pärt og hann á líka
við í Pari Intervallo, efniviðurinn
ekki mikill að vöxtum en skilur eft-
ir sig sérstaka huglæga fegurð. Þá
hljómar 1. kafli Orgelsinfóníu nr. 5
í F-dúr eftir Charles-Marie Widor,
glæsilegur endapunktur á fyrri
hluta tónleikanna.
Síðari hlutinn hefst á Adagio og
fúgu eftir Mozart. Hann skrifaði
ekki mikið fyrir orgel og er þetta
verk umritun á verki fyrir strengi
og sembal. Þá leikur Mattias verk
Messiaens Bæn eftir bergingu úr
Bók heilags sakramentis en tón-
leikunum lýkur á spuna. ■
Bók Brians Pilkingtons, Allt
um tröll, var seld til Eistlands
og bók Aðalsteins Ásbergs Sig-
urðssonar, Brúin yfir Dimmu,
seld til Finnlands.
Eistneska bókaforlagið Ilo
tryggði sér réttinn á bók Brians
en áður hafði útgáfurétturinn
verið seldur til Ítalíu og Dan-
merkur. Finnska bókaforlagið
Idun tryggði sér réttinn á bók
Aðalsteins Ásbergs og er það
fyrsta landið sem rétturinn er
seldur til.
Bækurnar eru gefnar út af
Eddu útgáfu.
Hekla Dögg
Jónsdót t i r
og Megan
Whitmarsh
opna sýning-
una ÍSANG-
ELSES, í dag
kl.17.00 í
Kling og
Bang gall-
erí, Lauga-
vegi 23.
Verk Megan eru strigar með
ísaumuðum smá senum og upp-
stillingum sem sýna snjómenn,
álfa, stúlkur, kristalla, ísjaka,
kletta og fleira en Hekla Dögg
vinnur með tölvuskreytingarljós
sem hún býr til eins konar flug-
elda úr.
Sýningin stendur yfir til 24. júlí
og er opin fimmtudaga til sunnu-
daga frá klukkan 14 til 18. ■
ALLT UM TRÖLL Bók Brians Pilkington,
Allt um Tröll hefur verið seld til Eistlands
og bók Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar,
Brúin yfir Dimmu, hefur verið seld til
Finnlands en báðar eru þær gefnar út af
Eddu útgáfunni hér á landi.
Í víking a› Eystrasalti
ICELANDIC FOREST
ÍSANGELSES í
Kling og Bang
Glæsibæjareintölin frumflutt
Laugardaginn 2. júlí kl. 16 verða
Glæsibæjareintölin eftir Benóný
Ægisson frumflutt á Hótel Eddu,
ÍKÍ, á Laugarvatni. Höfundur mun
sjálfur flytja leiktextana og er
uppákoman liður í listahátíðinni
Gullkistan sem hófst 17. júní og lýk-
ur um helgina.
Verkið er byggt upp á 12 stuttum
eintölum hinna ýmsu persóna og
eru eintölin misheppnaðar tilraunir
höfundarins til að skapa leikpersón-
ur. Eintölin eru vaðall ófullburða
leikpersóna. Þau eru örvæntingar-
full tilraun þeirra til að vera til þó
þeim hafi verið varpað fyrir róða.
Þær eru draugagangur í sköpunar-
verki höfundarins sem hefur klippt
þær út úr leikritum, hætt við að
nota þær eða komið þeim fyrir í
leikritum sem aldrei fóru á svið.
Þær eru munaðarleysingjar sem
krefjast tilveru og raddar sem eng-
inn vill gefa þeim nema höfundur-
inn sem neyðist til þess vegna
ístöðuleysis og samviskubits. Þær
eru svo þjáðar af lélegu sjálfsmati
að eftir að ákveðið var að opinbera
þær hefur höfundurinn mátt búa
við ásakandi muldur þeirra í innra
eyranu og fyrirfram fullvissu
þeirra um að hann klúðri þessu eina
tækifæri sem þær fá til að upplifa
sýndarveruleika sinn. ■
BENÓNÝ ÆGISSON Rithöfundurinn
Benóný Ægisson frumflytur nýja leiktexta
sem hann kallar Glæsibæjareintölin á Hótel
Eddu, ÍKÍ á Laugarvatni í dag klukkan 16.
MATTIAS WAGER Sænski organistinn Mattias Wager heldur tvenna tónleika í Hallgrímskirkju um helgina. Þeir fyrri eru í dag klukkan 12 og
þeir seinni á sunnudaginn klukkan 20.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI