Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.07.2005, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 02.07.2005, Qupperneq 56
AIRBRUSH BRÚNKUÚÐI gefur sól- brúnanlit með gylltum ljóma og kemur í fallegum bronslituðum brúsa. FALLEGT Það er rosalega mikið úrval af fötum í þessu stíl í Spútnik og þar var aldeilis af nógu að taka eins og sjá má á síð- unni. DÖMUHATTAR Konur mættu vera duglegri að ganga með hatta. ELEGANT Konur þurfa ekki að vera léttklæddar til þess að vera þokkafullar. 40 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR Það er eitthvað svo fallegt og elegantvið þau föt sem ömmur okkar og afarklæddust og klæðast enn. Konurnar eru svo dömulegar í sínum kvenlegu kjól- um og karlarnir eru eins og sannir herra- menn í vel pússuðum skóm. Síðustu ár hefur tískan orðið meira og meira samkynja og greinarmunur karl- manns-og kvenmannstísku mjög óljós. Nú leita hönnuðir hins vegar innblásturs í for- tíðinni og á tískusýningapöllunum er greini- legt afturhvarf til fortíðar þar sem konur eru kvenlegar og karlar karlmannlegir. Konurnar eiga ekki að vera ögrandi og léttklæddar heldur kvenlegar og þokkafull- ar. Hnésíðir og léttir kjólar við háhælaða skó sáust mjög víða. Fallegir hattar og hanskar eru fylgihlutir sem íslenskar konur mættu gjarnan nota oftar. Sokka- böndin bæta svo róman- tískum blæ við. Karlarnir eru glæsilegir í hnepptum eða prjónuðum vestum. Axlabönd eru alltaf skemmtileg og jakkapeysur eru flottar á ungum mönnum sem og þeim eldri. Sixpensarinn setur svo punktinn yfir i-ið en vel straujaðar brotabuxur ættu allir menn að eiga. Fyrir konurnar er flottast að vera með rauðan varalit og lát- lausa skartgripi en karlarnir eru alltaf sætir með vatnsgreidda herraklippingu. Flestir geta fengið tilfinningu fyrir þessari tísku með því að fara í heimsókn til ömmu og afa en þeir sem eru ekki svo lánsam- ir geta skellt sér út á videoleigu og náð í kvikmyndirnar The Avi- ator eða The Notebook. soleyk@frettabladid.is SCF Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. ***** svalasta mynd arsins ÞÞ FBL MÓÐUR VIKUNNAR > SÓLEY KALDAL FER YFIR MÁLIN Staðalímyndir eru áhugaverður hlutur. Við virðumst finna eitthvað öryggi í því að geta ákvarðað persónuleika fólks út frá því hvernig það lítur út, hvar það skemmtir sér eða hvað það starfar við. Staðalímyndir eru hins vegar sérstaklega áhugaverðar þegar þær byggja á jafn tilviljanakenndum eiginleikum og háralit. Mér finnst ótrúlegt hvað fólk hefur skýrt afmarkaða mynd af konum eftir því hvort þær eru ljóshærðar, dökkhærðar eða rauðhærðar. Ég gerði óformlega könnun meðal samstarfsmanna minna og sömu orðin komu upp aftur og aftur þegar þessum konum var lýst. Ljós- hærðar stelpur eru þrýstnar, villtar, opnar og hlæja mikið. Dökk- hærðar stúlkur eiga hins vegar að vera greindarlegar, dularfullar, lokaðar og fúlar. Þær rauðhærður eru svo stimplaðar skrítnar, skap- stórar og sólbrunnar. En hvaðan eru þessar hugmyndir fengnar? Ég held að hér sé þetta svolítið spurning um hvort komi á undan hænan eða eggið, persónuleikinn eða háraliturinn. Norma Jean varð til dæmis ekki að Marilyn Monroe fyrr en hún litaði dökka hárið sitt ljóst og hún er ein frægasta „ljóska“ sögunnar. Mér finnst mjög undarlegt þegar stelpur gangast við þessari staðalímynd og segja kannski „ég er algjör ljóska“ í þeirri merkingu að þær séu treggáfaðar. Ég myndi aldrei segja: „já, þetta er vegna þess að ég er svona dökka,“ þegar ég er í fýlu. Það kannast líka flest- ir við frasann „blondes have more fun“ eða „ljóskur skemmta sér betur“; eins og þær lifi innihaldsríkara lífi eingöngu vegna hára- litarins. Ég var einu sinni ljóshærð og það eina sem ég uppskar eru hræðilegar myndir í albúmið. Það fer ógurlega í taugarnar á mér þegar stúlkur hampa svona staðalmyndum um sjálfar sig því við hljótum að stefna að því að finna okkar eigin persónuleika á okkar eigin forsendum. Ég trúi ekki á svona sleggjudóma hvort sem þeir eru jákvæðir eða nei- kvæðir. Kannski er þetta bara biturleiki í mér dökkhærðri konunni en ég vil segja við þær ljóshærðu stúlkur sem halda því fram að þær hafi meira gaman að lífinu: ef ljóskur skemmta sér betur þá er það eingöngu vegna þess að sælir eru fáfróðir. Skemmta ljóskur sér betur? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L O G G ET TY BROTABUXUR Þær eru alltaf smart, hvort sem þær eru köflóttar, teinóttar eða einlitar. BLÚSSA Æðislega krúttleg blússa. HÆLASKÓR Skórnir eiga að vera kvenlegir. RYKFRAKKAR Fara sennilega aldrei úr tísku. KVENLEGT Eitthvað mjög spennandi við konu með net fyrir andlitinu. SIXPENSARI Nýtur alltaf vinsælda meðal karla á öllum aldri. HERRAHATTUR Strákar eru flottir með hatta. Það getur verið leiðigjarnt að bera brúnkukrem á líkamann því það tekur bæði langan tíma og er vandasamt. Þess vegna hafa brúnkuklefar snyrtistofanna notið sífellt meiri vinsælda en þess konar brúnkumeðferð er nokkuð dýr. Nú er kominn frábær milli- vegur frá Lancome; fljótleg og auðveld brúnkumeðferð á viðráð- anlegu verði. Þeir hafa sett þróað- an brúnkuúða á markaðinn sem auðvelt er að nota heima hjá sér. Úðinn dreifist yfir stórt svæði og þarf aðeins að passa að hafa brúsann ekki of nálægt búknum þegar úðað er. Úðinn er ferskur og kælandi og þornar fljótt. Liturinn byrjar strax að myndast og í úðanum er hreint E-vítamín sem stuðlar að fallegri húð. Sér- fræðingar Lancome mæla með því að strokið sé létt yfir líkaman eftir úðun svo liturinn verði alveg jafn. Áður en hafist er handa er best að fara í sturtu og þvo sér með kornakremi, þá sérstaklega hné og olnboga. Ekki er ætlast til þess að úðinn sé notaður í andlitið en þó er ekkert því til fyrirstöðu að úða smá í lófana og strjúka yfir andlitið. Sólbrún og glóandi Skemmtilegur klæ›na›ur ömmu & afa lifir enn UNGIR SEM ALDNIR Taka sig vel út í fötum frá Burberry Prorsum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.