Fréttablaðið - 07.07.2005, Síða 2

Fréttablaðið - 07.07.2005, Síða 2
2 7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Slæmur endir á Íslandsdvöl ferðmanna: Kvikna›i í bíl á fer› vi› Sandskei› LÖGREGLUFRÉTTIR Fimm erlendum ferðamönnum og íslenskum öku- manni þeirra brá heldur betur í brún þegar kviknaði í bíl þeirra við Sandskeið eldsnemma í gærmorg- un. Ferðamennirnir voru á leið á Keflavíkurflugvöll austan úr Sól- heimum í Grímsnesi þar sem þeir höfðu verið gestir á afmælishátíð Sólheima í fyrradag. Kviknaði þá skyndilega í bílnum meðan hann var á ferð en lögreglan í Kópavogi telur að öllum líkindum hafi bens- ínleiðsla farið í sundur. Slökkviliðið kom á vettvang þegar klukkan var að verða hálf sex en þá var fólkið á bak og burt. Það hafði hringt á leigubíl og hald- ið áfram leið sinni á flugvöllinn. „Eina sem hægt var að gera var að drífa fólkið áfram út á flugvöll,“ segir Sigurður ökumaður bílsins sem einnig hélt starfi sínu áfram eins og ekkert hefði í skorist og keyrði tvær ferðir til viðbótar á flugvöllinn í gær með gesti afmæl- ishátíðarinnar. Sigurður segir að snör handtök hafi þurft til að bjarga fólki og far- angri en það hafi tekist mjög vel. „Það voru bara sólgleraugu og smotterí sem urðu eftir í bílnum.“ Slökkviliðinu tókst að ráða nið- urlögum eldsins á um hálfri klukkustund en bíllinn er gjörónýt- ur. - AT Réðst á lækni vegna rannsóknarniðurstöðu í einkamáli: Mótmælir ni›ur- stö›u ge›rannsóknar DÓMSTÓLAR Tekið var fyrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær mál 34 ára gamals manns sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í rúmar 10 vikur, eftir að hafa ráðist á lækni sem meðal annars sinnir rannsókn í sakamálum fyrir lög- reglu og í barnsfaðernismálum. Þá er maðurinn kærður fyrir hótanir gegn lækninum og fjöl- skyldu hans, auk brota á fíkni- efnalöggjöf. Maðurinn mótmælti fram- kvæmd og niðurstöðu geðrann- sóknar þar sem Tómas Zoëga geðlæknir taldi manninn vera veikan á geði og enn hættulegan öðrum. Farið var fram á dóm- kvaðningu matsmanna til að fara yfir geðrannsóknina, en maðurinn kvaðst um leið áskilja sér rétt til að neita að tala við læknana sem kvaddir yrðu til verksins. Maðurinn viðurkennir að hafa ráðist á og hótað lækninum en Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður mannsins, segir þó því mótmælt að með árásinni hafi verið brotið gegn valdstjórn- inni, líkt og kveðið er á um í ákæru. Læknirinn hafi komið að einkamáli tengdu manninum, en ekki opinberu. „Ef lögreglumað- ur í fríi væri kýldur úti í sjoppu þá væri það ekki brot gegn vald- stjórninni,“ sagði Sveinn Andri. -óká Harkaleg lending vi› lok stóri›juframkvæmda Alfl‡›usamband Íslands segir a› búast megi vi› harkalegri lendingu vi› lok stóri›juframkvæmda. fiingma›ur Sjálfstæ›isflokksins segir a› mikilvægasta verkefni› sé a›hald í launamálum hins opinbera. EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin axlar ekki þá ábyrgð sem hún á að gera á hagstjórn landsins og lítur því út fyrir að þjóðarbúið muni lenda harkalega við lok stóriðjufram- kvæmda. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem hagdeild Alþýðusambands Íslands hefur gefið út um ástand efna- hagsmála hér á landi og stöðuna í þjóðarbúskapnum. Þá segir ASÍ að það dugi skammt að framlengja góðærið hér á landi með frekari stóriðju- framkvæmdum. Beita þurfi að- haldi í opinberum fjármálum og skera niður framkvæmdir. Einar Oddur K r i s t j á n s s o n , þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og fulltrúi í fjár- laganefnd, telur að hið opinbera hafi farið óvar- lega í kjara- samningum und- anfarin ár og mikilvægt sé í öllu tali um að- hald í ríkisfjár- málum að farið sé varlega í launamálum. „Það eru allir að gagnrýna út- gjöld ríkisins og hins opinbera og segja að það þurfi að skera þau niður. Þá verða menn að átta sig á því hver þessi útgjöld eru. Þetta eru fyrst og síðast laun og það er enginn þáttur í ríkisútgjöldunum sem hefur afgerandi áhrif á efna- hagsþróunina önnur en launaþró- un opinberra starfsmanna. Seðla- bankinn með blessun forsætisráð- herrans hefur sett sér 2,5 pró- senta verðbólgumarkmið. Til að standa við það hefur hann verið að hækka stýrivexti og þar með stað- ið fyrir gengishækkun krónunnar. Það má sannarlega velta fyrir sér hvort þessi markmið séu raunhæf þegar hið opinbera hækkar laun um 6-8 prósent ár eftir ár,“ segir Einar Oddur Kristjánsson. Hann bendir einnig á að viðskiptahall- inn sé ekki einungis vegna stór- iðjuframkvæmda heldur sé um að ræða gríðarlega einkaneyslu. Í greinargerð ASÍ kemur fram að á síðustu fimm árum hafi út- gjöld hins opinbera vaxið um 9 prósent á ári og á síðasta ári hafi þau aukist um 7 prósent. hjalmar@frettabladid.is Fjársöfnun HjartaHeilla: Erfi›ur dagur FJÁRSÖFNUN Eggert Skúlason hjól- reiðakappi segist hafa átt erfiðan dag í gær en hann er að hjóla hringinn í kringum landið til styrktar Landssamtökum hjarta- sjúklinga. „Ég hjólaði allan Jökuldalinn, framhjá Háreksstöðum og að af- leggjaranum til Vopnafjarðar og var með stífan vind í fangið allan tímann,“ segir Eggert. Brekkan upp á Jökuldalsheiði reyndist kappanum erfiðust enda brött og ekki bundin varanlegu slitlagi. Þrátt fyrir það lagði hann að baki 70 kílómetra í gær en lengst hefur hann hjólað 110 kíló- metra á einum degi. -kk Dómur í fíkniefnamáli: Dópi› bland- a› me› sykri DÓMSTÓLAR 31 árs gamall maður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykja- ness í gær, en undir lok febrúar fann lögreglan í Kópavogi tæp 77 grömm af amfetamíni á heimili hans. Maðurinn játaði brot sitt. Hann kvaðst hafa keypt 30 grömm af efninu, en ríflega tvöfaldað magn- ið með því að blanda í það mjólk- ursykri. Dómurinn var skilorðsbundinn í tvö ár og fellur refsing niður að þeim tíma liðnum, haldi maðurinn sig innan ramma laganna. Maður- inn þarf einnig að greiða fyrir rannsókn á amfetamíninu sem og að greiða lögmanni sínum, alls rúmlega 131.000 krónur. -óká Þjófnaður á sambýli: Afmarka› mál stutt gögnum LÖGREGLA Góður gangur er sagður í rannsókn fjárdráttarmáls konu sem stýrði sambýli á Svæðisskrif- stofu málefna fatlaðra í Reykja- vík. Málið þykir sýnu alvarlegra en svipað mál sem kom nýverið upp á sambýli geðfatlaðra, því um stjórnanda er að ræða en ekki matráðskonu eins og í því máli. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir kæru hafa borist í apríllok en kveðst lítið hafa að segja um mál- ið meðan það sé í rannsókn. „Mál- ið er stutt gögnum og sæmilega afmarkað, þannig að ekki ætti að taka mjög langan tíma að rann- saka það,“ sagði hann spurður um hvenær niðurstöðu væri að vænta. - óká SPURNING DAGSINS Konrá›, brug›u hrefnurnar sér í mannasko›unarfer›? Hvalirnir voru bara fá sér að éta, ekki að skoða mannfólk. Það er alveg klárt mál. Nokkrir hvalir lögðu leið sína í Keflavíkurhöfn í gær. Konráð Eggertsson veiðir hrefnur af miklum móð þessa dagana. LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLLINN ER GJÖRÓNÝTUR Í bílnum var íslenskur bílstjóri ásamt fimm erlendum gestum á afmælishátíð Sólheima. Ferðamennirnir létu ekki á sig fá þótt eldur hafi komið upp í bíln- um og héldu áfram ferð sinni á flugvöllinn í leigubíl. Skilorð og sekt í héraði: Lögregla fann 194 grömm DÓMSTÓLAR Maður á þrítugsaldri hlaut í gær skilorðsbundið mán- aðarfangelsi auk 180.000 króna sektar fyrir brot á fíkniefnalög- gjöf og umferðarlögum. Hann var að auki sviptur ökuleyfi í þrjú ár og þarf að greiða kostn- að upp á 203.501 krónu. Í byrjun desember fann lög- regla 194 grömm af hassi á heimili mannsins. Þá var hann í janúar gripinn með lítilræði af ýmsum fíkniefnum, amfetamíni, e-töflum, tóbaksblönduðu hassi og kókaíni. 18. apríl sl. ók hann svo ölvaður yfir hámarkshraða á Kringlumýrarbraut í Foss- vogi. Dómurinn var upp kveðinn í Héraðsdómi Reykjaness. -óká EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Seg- ir hið opinbera hafa farið óvarlega í kjarasamningum. FRAMKVÆMDIR VIÐ KÁRAHNJÚKA Skellur verður í efnahagslífinu að loknum virkjanafram- kvæmdum að mati ASÍ. BÍLVELTA Í SELVOGI Tveir Hol- lendingar veltu bíl sínum þar sem þeir voru á ferð í Selvogi á sunnanverðu Reykjanesi í gær- dag. Bíllinn skemmdist nokkuð en Hollendingarnir sluppu ómeiddir enda í beltum. HRAÐAKSTUR Á SUÐURLANDI Lögreglan í Vík stöðvaði erlend- an ökumann á Mýrdalssandi í gærkvöld en hann ók á ríflega 150 kílómetra hraða á klukku- stund. Þá hafði lögreglan á Hvolsvelli hendur í ári ökumanns sem ók á 139 kílómetra hraða skammt austan við bæinn. VÉLARVANA BÁTUR Vaktsstöð siglinga barst í gærkvöld tilkynn- ing frá litlum báti sem var vélar- vana 12 sjómílur út af Arnar- stapa. Annar bátur dró hann fljót- lega að landi og gekk það vel en veður var gott á þessum slóðum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.