Fréttablaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 12
FRELSI TIL AÐ MENGA Þessi frelsisstytta var reist George W. Bush Bandaríkjaforseta til heiðurs vegna heimsóknar hans til landsins í gær. Á skjalinu í fangi hennar stendur „frelsi til að menga“. 12 7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Auglýsingastofan kærir tímaritið: Hér og nú ehf. kærir Hér og nú FJÖLMIÐLAR Auglýsingastofan Hér og nú ehf. kærði í gær sam- nefnt tímarit fyrir notkun nafnsins Hér og nú og fer fram á að notkun nafnsins verði hætt. Einnig vill stof- an að málið fái forgang hjá Sam- keppnisstofnun vegna þeirrar nei- kvæðu umræðu sem verið hefur um tímaritið í fjölmiðlum undanfarið. „Við skoðuðum okkar réttar- stöðu um leið og blaðið hóf göngu sína,“ segir Ingvi Jökull Logason, eigandi stofunnar. „En umræðan hvatti okkur til þess að flýta kæru- ferlinu.“ Hann segir bæði auglýs- ingastofuna og 365 starfa á sviði fjölmiðlunar og að nokkuð sé um þann misskilning að fólk telji Aug- lýsingastofuna vera útgefanda tímaritsins. Henni hafi borist fjöldamörg símtöl sem ætluð eru blaðinu. „Fólk hefur hringt í okkur bæði til að hella úr skálum reiði sinnar og til að koma fréttum áleið- is.“ Jafnvel hefur verið hringt heim til stjórnenda fyrirtækisins að kvöldi til. „Það sem skiptir samt mestu máli er óánægja viðskipta- vina okkar sem vilja alls ekki tengj- ast nafninu Hér og nú. Sama gildir um tilvonandi viðskiptavini.“ - grs Siglingar farflegaferju hefjist frá Reykjavík næsta vor SAMGÖNGUR Hópur manna vinnur nú að undirbúningi þess að ferju- siglingar hefjist milli Reykjavík- ur, Newcastle á Englandi og Bremerhaven í Þýskalandi næsta vor. Einnig kemur til greina að hafnarstæði ferjunnar verði í Þor- lákshöfn eða á Grundartanga. Að- standendurnir leggja mikið upp úr þægindum og tala jafnvel um lúxusferju í eigu Íslendinga. Þeir hafa undanfarið skoðað nokkur skip og sjá fyrir sér að ferjan geti orðið um eða yfir 140 metra löng, tekið allt að 1200 farþega og 200 bíla, og geti siglt frá Reykjavík inn í hjarta Evr- ópu á þremur dögum. Málið hefur verið á hugmynda- og umræðustigi í meira en tvö ár í fámennum hópi sem hefur fundað með fjölda aðila og kynnt hugmyndina. Guðmund- ur Hallvarðsson, formaður sam- göngunefndar Alþingis, hefur átt fundi með hópnum og mun vera velviljaður hugmyndinni. Aðrir alþingismenn og sveitarstjórnar- menn hafa einnig sýnt málinu áhuga og vilja greiða götu þess, þó ekki standi til að rík- ið fjármagni ferjusiglingarnar. Þá hefur hugmyndin einnig verið kynnt fyrir Samskipum og Eim- skipum og einnig hafa einstak- lingar innan ferðaþjónustunnar sýnt hugmyndinni áhuga. Um þessar mundir er verið að leggja drög að stofnun félags sem vinnur að frekari undirbún- ingi og öflun fjárfesta. Stefnt er að því að halda opinn kynningar- og blaðamanna- fund um ferjusiglingarnar um miðjan ágúst til að stækka hópinn og verður félagið stofnað í kjölfar þess. „Við sjáum enga agnúa á því að hefja siglingar næsta vor,“ segir Guðjón Jónsson, bílstjóri í ferðaþjónustu og fyrrverandi skipstjóri, en hann er einn frumkvöðlanna. „Í sjálfu sér er ekki margt sem þarf að ganga upp til að það takist.“ grs@frettabladid.is ÞÓRARINN OG JÓN BIRGIR Fráfarandi úti- bússtjóri segist afar ánægður með eftir- mann sinn. Sjóvá Akureyri: N‡r útibússtjóri MANNASKIPTI Þórarinn B. Jónsson hefur látið af störfum sem útibús- stjóri Sjóvár á Akureyri eftir að hafa starfað hjá félaginu í 41 ár. Jón Birgir Guðmundsson tók við starfi útibússtjóra af Þórarni en síðastliðin tvö og hálft ár hefur hann starfað sem verkefnisstjóri hjá bæjarráði Akureyrar og að- stoðarmaður bæjarstjóra. Þar á undan veitti Jón Birgir útibúi IMG Gallup á Akureyri forstöðu. - kk Reykjagarður hf. · Fossháls 1 · 110 Reykjavík · Sími 575 6440 · 110 Reykjavík · Bréfasímar: 575 6490 · www.holta.is Reykjagarður hf www.holta.is Upplýsingar um vöruúrval Reykjagarðs og uppskriftir er að finna á heimasíðu fyrirtækisins www.holta.is SÁÁ byggir við Efstaleiti: Húsi› tilbúi› hausti› 2006 Skóflustunga að nýrri byggingu SÁÁ við Efstaleiti var tekin í fyrradag en stefnt er að því að byggingu hússins verði lokið haustið 2006. Það mun stórbæta meðferðar- og félagsstarf SÁÁ og á að hýsa göngudeildarþjón- ustu, skrifstofu og félagsstarf samtakanna. Árið 2002 var gerð úttekt á ástandi húsa SÁÁ og reyndist það bágborið. Í fram- haldinu var ákveðið að ráðast í byggingu hússins við Efstaleiti og hefur núverandi húsnæði samtakanna við Síðumúla verið sett á sölu. -rsg INGVI JÖKULL LOGASON Eigandi auglýsingastofunnar Hér og nú ehf. er ekki sáttur við þau áhrif sem tímaritið umtal- aða er farið að hafa á rekstur stofunnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N Gunnar Smári svarar: Segir fordæmi vera fjöldamörg SKÓFLUSTUNGAN Björgólfur Guðmunds- son tók fyrstu skóflustunguna að nýbygg- ingunni sem er hönnuð af ASK arkítektum. HÉRAÐSDÓMUR STELPUR DÆMDAR FYRIR INN- BROT Fyrsta mars brutust tvær stelpur á átjánda ári inn í kjall- araíbúð í Kópavogi og stálu far- tölvu. Þær voru í gær dæmdar í mánaðarfangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, en önnur varð átján ára í apríl. Dómurinn var skil- orðsbundinn í þrjú ár, en báðar játuðu stúlkurnar greiðlega. Þá þurfa þær að greiða bætur upp á 110.000 fyrir tölvuna. Stefnt er a› flví a› lúxusfarflegaferja í eigu Íslendinga hefji siglingar milli Reykjavíkur, Englands og fi‡skalands næsta vor. Mi›a› er vi› ferju sem tekur 1200 farflega og 200 bíla. FRUMKVÖÐLAR AÐ FERJUSIGLINGUM Frá vinstri: Guðbjartur Halldórsson, Guðjón Jónsson og Þorsteinn Kröyer. Hugmyndin að ferjusiglingum varð fyrst til í þeirra hópi. Þeir hafa nú ýtt málinu úr vör og fengið fleiri til liðs við sig. FJÖLMIÐLAR Gunnar Smári Egils- son, framkvæmdastjóri 365, seg- ist ekki geta séð að tímaritið og auglýsingastofan séu að starfa á sama vettvangi og því sé ekkert athugavert við notkun nafnsins Hér og nú. „Það er alþekkt að heiti á vöru eða þjónustu sé það sama og nafn á fyrirtækjum í óskyldum rekstri. Þannig er til dæmis Kast- ljós fyrirtæki í Skipholti í Reykja- vík, Víðsjá fyrirtæki í Birkihlíð og Spegillinn félag í Hafnarfirði. Þá eru til ein fimm fyrirtæki sem heita Vísir. Fjöldamörg álíka dæmi eru til um þetta.“ - grs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.