Fréttablaðið - 07.07.2005, Qupperneq 16
Frá Arcadia til Somerfield
Húsleit í höfu›stö›vum Baugs fyrir nærri flremur árum kollvarpa›i áformum félagsins um kaup á Arcadia, næststærstu fataverslun-
arke›ju Breta. N‡birtar ákærur í Baugsmálinu geta hæglega or›i› til fless a› samsteypan ver›i a› draga sig í hlé í vi›ræ›um um
kaup á bresku verslunarke›junni Somerfield. Fréttabla›i› stiklar á stóru í sögu Baugsmálsins.
28. ágúst 2002 – Reykjavík
Efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra gerir húsleit í höfuð-
stöðvum Baugs Group í Reykja-
vík. Leitin á rætur í ásökunum
Jóns Geralds Sullenberger, for-
svarsmanns bandaríska heild-
sölufyrirtækisins Nordica, um
auðgunarbrot Tryggva Jónssonar
forstjóra og Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar stjórnarformanns
Baugs. Rannsóknin nær einnig til
Jóhannesar Jónssonar.
Rannsóknin beinist að því að
Jón Ásgeir og Tryggvi, stjórnend-
ur Baugs Group, hafi látið Baug
greiða tilbúna og ranga reikninga
vegna kaupa á skemmtibáti í
Bandaríkjunum, sem þeir töldust
eiga með Jóni Gerald.
Sakargiftir lúta einnig að því
að gefinn hafi verið út tilhæfu-
laus reikningur í nafni Nordica
að undirlagi stjórnenda Baugs og
hann síðan gjaldfærður hjá
Baugi. Samanlagt er um að ræða
um 90 milljónir króna á þáver-
andi gengi.
28. ágúst 2002 – London
Sama dag vinnur Philip Green og
félag hans Taveta Investments
Ltd að yfirtökutilboði í fataversl-
unarkeðjuna Arcadia ásamt Jóni
Ásgeiri og Baugi. Þriggja miss-
era tilraunir Jóns Ásgeirs til
kaupa á Arcadia virðast ætla að
bera árangur í samstarfi við
Green, sem Jón Ásgeir hafði
sjálfur talið á að vera með í kaup-
unum. Jón Ásgeir og fleiri eiga
þegar í þessum tímapunkti um
fimmtung í félaginu. Tilboðið
nemur 90 til 100 milljörðum ís-
lenskra króna. Jón Ásgeir bregð-
ur sér frá samningagerðinni og
fær fregnir af húsleit í höfuð-
stöðvum Baugs í Reykjavík. Jón
Ásgeir segir Green, Stuart Rose,
forstjóra Arcadia og öðrum við-
stöddum að um smávægilegan
vanda sé að ræða heima fyrir.
29. ágúst 2002 – London –
Reykjavík
Philip Green og Taveta leggja
fyrir stjórn Arcadia lokatilboð
um yfirtöku á félaginu og til-
kynning þar um er send Kaup-
höllinni í London.
Fjölmiðlar í Bretlandi birta þá
um morgunin frétt um húsleit lög-
reglunnar í höfuðstöðvum Baugs á
Íslandi. Philip Green, Stuart Rose
og öðrum viðskiptafélögum Jóns
Ásgeirs er brugðið og gremst að
Jón Ásgeir skyldi ekki upplýsa þá
um málið. Green aftekur að Jón
Ásgeir og Baugur geti leitt við-
skiptin og kaupin til enda í þessu
nýja ljósi. Áreiðanleiki hafi verið
dreginn í efa og skaðinn sé skeður.
Lögreglurannsókn sé afar alvar-
legt mál í heimi viðskiptanna, að
minnsta kosti í Englandi. Green
óttast að vandræði Jóns Ásgeirs
og Baugs skaði hans eigin veldi og
orðstír og litlu máli skipti að
Baugur hafi stöðu brotaþola. Mál-
ið vekur umtalsverða athygli í
breskum fjölmiðlum.
Jón Ásgeir, Tryggvi, forstjóri
Baugs Group og fleiri eru yfir-
heyrðir hjá efnahagsbrotadeild
ríkislögreglustjóra.
4. september 2002 – London
Philip Green vill kaupa hlut Jóns
Ásgeirs og tengdra aðila í
Arcadia. Enda samþykki breski
fjármálamarkaðurinn ekki þátt-
töku Jóns Ásgeirs í viðskiptunum
í ljósi lögregluaðgerðanna hjá
Baugi. Jón Ásgeir vill ekki ganga
að afarkostum og reynir enn
samningaleið.
6. september 2002 – London –
Reykjavík
Stjórn Arcadia ákveður að mæla
með tilboði Philips Green, sem
hann gerði opinberlega degi áður.
Tilboðið nemur alls um 105 millj-
örðum króna. Í tilkynningu til
Kauphallar Íslands kemur fram
að Green kaupi liðlega 20 pró-
senta hlut Baugs Group á 408
pens hlutinn eða fyrir um 21
milljarð króna. Jón keypti sína
fyrstu hluti í félaginu á innan við
40 pens hlutinn. Green og Taveta
Investments gengur vel að fjár-
magna kaupin. „Ég gerði Jón Ás-
geir að ríkum manni. Getur hann
beðið um meira?“ er haft eftir
Philip Green.
Þótt upphafleg áform Jóns Ás-
geirs og félaga hafi ekki gengið
eftir er hagnaðurinn af viðskipt-
unum mikill eða nærri átta millj-
arðar króna.
1. mars 2003 – Reykjavík
Fréttablaðið birtir gögn sem sögð
eru benda til þess að Davíð Odds-
son forsætisráðherra hafi vitað
um Jón Gerald Sullenberger átta
mánuðum fyrir húsleitina í höf-
uðstöðvum Baugs. Davíð hefði að
vísu talað um Jón „Gerhard“ Sul-
lenberger í samtali við Hrein
Loftsson á fundi í London í árs-
byrjun 2002. Hreinn varaði
stjórn Baugs við einhvers konar
yfirvofandi aðgerðum sam-
keppnisyfirvalda gegn félaginu
eftir fundinn með Davíð í
London. Fram kom meðal annars
í minnisblaði af stjórnarfundi, að
Þorgeir Baldursson, þáverandi
stjórnarmaður í Baugi og for-
maður fjáröflunarnefndar Sjálf-
stæðisflokksins, hefði talað um
að „valdamiklir aðilar í viðskipta-
lífinu hefðu miklar áhyggur“
vegna forsætisráðherra.
3. mars 2003 – Reykjavík
Davíð Oddsson forsætisráðherra
er gestur í fyrsta þætti Morgun-
vaktar Ríkisútvarpsins. Þar segir
Davíð meðal annars: Ég get sagt
frá því, að á þessum fundi okkar
Hreins Loftssonar, fyrst þú nefn-
ir hann, þá sagði hann mér frá
því, að Jón Ásgeir í Baugi hefði
sagt sér, að það þyrfti að bjóða
mér 300 milljónir króna gegn því
að ég léti af ímyndaðri andstöðu
gegn fyrirtækinu. Ég lét nú
Hrein segja mér þetta tvisvar og
hann sagði mér það tvisvar, að
Jón forstjóri hefði nefnt við sig,
að það þyrfti að bjóða mér 300
milljónir króna. Ég var nú svo
þrumulostinn og Hreinn sjálfsagt
sá það nú og sagðist hafa sagt við
forstjórann: Þú þekkir ekki for-
sætisráðherrann. Það þýðir ekk-
ert að bera á hann fé. Þá hafði
Jón þessi að sögn Hreins Lofts-
sonar sagt: Það er enginn maður,
sem stenst það að fá 300 milljón-
ir, sem hvergi koma fram, hvergi
er greiddur skattur af og greidd-
ar eru inn á reikning hvar sem er
í heiminum.“
4. mars 2003 – Reykjavík
Hreinn Loftsson, stjórnarformað-
ur Baugs, segir meðal annars í
samtali við Morgunblaðið: „Þá gat
ég þess, að Jón Ásgeir hefði sagt í
hálfkæringi, að það væri kannski
rétt að borga honum (Davíð) 300
milljónir inn á reikning í útlönd-
um... Þetta ítrekaði ég við hann í
morgun, þegar Davíð hringdi í
mig áður en hann fór í útvarpið.
Þá ítrekaði ég að þetta hefði verið
sagt undir þessum kringumstæð-
um í hálfkæringi og engin alvara
hefði verið á bak við.“
Jón Ásgeir segir sama dag í
viðtali við Morgunblaðið: „Það má
hugleiða hvers vegna forsætis-
ráðherra kemur fram með slíkar
ásakanir núna, snemma á mánu-
dagsmorgni. Mér sýnist að for-
sætisráðherra hafi kannski lent í
enhverjum vandræðum með það
hvernig hann ætti að svara því
sem fram kom í Fréttablaðinu á
laugardaginn, um að hann hafi á
þessum fundi með Hreini í fyrra
rætt um Jón Gerald Sullenberger
og Nordica. Því tel ég að forsætis-
ráðherra hafi samið þessa sögu
um helgina og mætt með hana í
morgunútvarpið.“
30. september 2003 – London
Meint innherjasvik hjá bresku
verslanakeðjunni Iceland, hlut-
deildarfélagi Baugs Group, rann-
sökuð hjá opinberri stofnun í
Englandi sem fæst við efnahags-
brot.
17. nóvember 2003 – Reykjavík
Fulltrúar embættis skattrann-
sóknarstjóra ríkisins og lögregl-
unnar, 15 til 20 manns, gera hús-
leit hjá Baugi Group og Gaumi.
Krafist er að afhent verði bók-
hald og fylgiskjöl þess og önnur
gögn er varða reksturinn 1998-
2002. Bréf, tilboð, samningar og
fleira einnig tekið af lögreglunni.
29. apríl 2004 – Lúxemborg
Lögreglan í Lúxemborg leggur
hald á gögn um Baug og Gaum í
Kaupthing Bank í Lúxemborg.
Liður í rannsókn efnahagsbrota-
deildar ríkislögreglustjóra.
7. janúar 2005 – Reykjavík
Baugi Group er gert að greiða um
465 milljónir króna við endur-
álagningu ríkisskattstjóra fyrir
árin 1998 til 2002. Forsvarsmenn
Baugs segja að megnið af þeirri
fjárhæð sem félaginu sé gert að
greiða sé vegna vantalins sölu-
hagnaðar við samruna Hagkaupa,
Bónuss og fleiri félaga þegar
Baugur var stofnaður 1998.
1. júlí. 2005 – Reykjavík
Sex manns eru ákærðir í Baugs-
málinu, þeirra á meðal Jóhannes
Jónsson og börn hans Jón Ásgeir
og Kristín. Að auki Tryggvi Jóns-
son fyrrverandi forstjóri Baugs
og endurskoðendurnir Stefán
Hilmarsson og Anna Þórðardótt-
ir. Tæplega þriggja ára rannsókn
efnahagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóra er þar með lokið.
Ákæran er í 40 liðum en ekki birt.
6. júlí 2005 – Reykjavík – London
Bresk blöð segja samstarf við
Baug Group um kaup á Somer-
field-keðjunni í uppnámi vegna
kæru á hendur forstjóra Baugs.
Mikið er fjallað um ákærurnar og
einstök efnisatriði í breskum
fjölmiðlum. Viðmælendur Frétta-
blaðsins í London segja umræð-
una sérstaklega slæma fyrir
Baug en einnig fyrir aðra Íslend-
inga í viðskiptum þar. Danskir
fjölmiðlar eru einnig farnir að
fjalla um málið. ■
16 7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Baugsmálið svokallaða verður þingfest í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur sautjánda ágúst. Pétri
Guðgeirssyni héraðsdómara hefur verið falið
að dæma í málinu en búið er að gefa út að
dómurinn verði fjölskipaður.
Hvað er fjölskipaður dómur?
Í fimmtu grein laga númer 19/199 um með-
ferð opinberra mála er heimild til
þess að fleiri en einn megi dæma í
hverju máli í héraðsdómi. Í fjöl-
skipuðum dómi dæma þá þrír
dómarar í staðinn fyrir einn. Hinir
tveir dómararnir eru annað
hvort héraðsdómarar eða
meðdómsmenn með sér-
fræðiþekkingu á ein-
hverju sviði sem nýt-
ast má dómnum.
Dómsstjóri ákveður ef þrír héraðsdómarar
eiga að skipa dóm en dómari sem fær máli
úthlutað getur kvatt til meðdómendurna.
Í hvers konar málum dæmir fjölskipaður
dómur?
Fjölskipaður dómur kemur til ef ákærði neitar
sök og dómari telur sýnt að niðurstaða geti
að verulegu leyti ráðist af mati á sönnunar-
gildi munnlegs framburðar fyrir dómi. Þetta er
gert vegna þess að oft er erfitt að meta hvort
framburður vitna og sakborninga á að teljast
trúverðugur og talið stuðla að réttaröryggi að
ábyrgð á sönnunarmati sé dreift á fleiri herð-
ar. Meðdómsmennirnir eru kallaðir til ef dóm-
ari telur þurfa sérkunnáttu í dómi. Einnig má
dómstjóri skipa þrjá í dóm ef mál er um-
fangsmikið eða sakarefni mjög mikilvægt frá
almennu sjónarmiði.
Af hverju er fjölskipaður dómur í Baugs-
málinu?
Einhver af ofangreindum ástæðum liggur að
baki því að Baugsmálið verður dæmt í fjöl-
skipuðum dómi. Ekki hefur heldur komið
fram hvort dómur-
inn verður ein-
göngu skipaður hér-
aðdsdómurum eða
hvort sérfróður
meðdómandi verð-
ur kvaddur með.
Ekki er ólíklegt að
sérfræðiþekkingu í
viðskiptum þurfi til
að ná réttri niður-
stöðu í Baugsmál-
inu.
Tali› stu›la a› réttaröryggi
FBL GREINING: FJÖLSKIPAÐUR HÉRAÐSDÓMUR
fréttir og fró›leikur
2
0
01
16
,1
°
2
0
0
0
18
,6
°
SVONA ERUM VIÐ
2
0
01
2
0
,0
°
2
0
0
0
2
4
,5
°
2
0
0
3
2
0
,5
°
JÓHANN HAUKSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
SAGA BAUGSMÁLSINS
Reykjavík Akureyri
2
0
0
2
17
,5
°
2
0
0
3
2
0
,5
°
2
0
0
2
2
2
,0
°
HÁMARKSHITI Í JÚLÍ
Heimild: Hagstofan