Fréttablaðið - 07.07.2005, Síða 20

Fréttablaðið - 07.07.2005, Síða 20
Ég hafði komið mér vel fyrir í sæti mínu og sat þar niðursokkinn í blað, þegar hann settist við hlið mér, spennti beltið og byrjaði að spjalla við mig. Ég minntist þess ekki að hafa hitt hann áður, þótt ég þekkti hann af afspurn, enda er hann einn af virðingarmönnum íslenzks at- vinnulífs og vel tengdur. Vélin var varla komin í loftið, þegar hann sagði mér þetta í óspurðum frétt- um: bráðum fellur stærsta bomba, sem fallið hefur á íslenzkt samfélag frá öndverðu. Ég lagði frá mér blað- ið. Það verður gefin út ákæra á hendur sex mönnum, sagði hann og nefndi þá alla. Mér þótti þetta fróð- legt m.a. vegna þess, að þrjú nafn- anna hafði ég aldrei heyrt nefnd. Þetta geturðu varla vitað með vissu nema fyrir leka frá lögreglunni, sagði ég. Hann sagði: það vita þetta kannski tuttugu manns. Og þá er ég hinn tuttugasti og fyrsti, hugsaði ég, án þess að hafa hugmynd um, hvaðan mér kæmi þessi upphefð að vera trúað fyrir yfirvofandi ákæru ríkislögreglustjóra á hendur sex mönnum í máli, sem miklir stjórn- málahagsmunir virðast vera bundn- ir við. Þetta háloftaspjall rifjaðist upp fyrir mér um daginn, þegar rík- islögreglustjóri birti ákæruna á hendur sexmenningunum, hinum sömu og sessunautur minn í flug- vélinni hafði talið upp. Hvað átti ég að halda? Reynum að setja málið í samhengi. Íslendingar eru Rússar. Við bjuggum eins og þeir um áratuga- skeið við hagkerfi, sem ríkið njörv- aði svo niður, að einfaldar athafnir eins og að kaupa sér gjaldeyri til ut- anferðar eða taka sér lán í banka til að byggja bílskúr útheimtu opin- bert leyfi eða a.m.k. samþykki, og þá kom sér vel að vera í réttum samböndum. Þannig lifðu menn líf- inu á Íslandi og í Rússlandi allar götur fram yfir 1990, enda þótt sá grundvallarmunur væri vitaskuld á löndunum tveim, að Rússland var staðnað einræðis- og lögregluríki og Ísland var líflegt lýðræðis- og réttarríki. Eigi að síður bar íslenzkt efnahagslíf ýmis merki hálfsov- ézkrar ofstjórnar og markaðsfirr- ingar. Þessi söguskoðun ætti að vera hafin yfir skynsamlegan ágreining, svo vendileg skil sem þessum þætti hagsögu Íslands hafa verið gerð á prenti, t.d. í ritgerða- safni Péturs Benediktssonar banka- stjóra, Milliliður allra milliliða (1959), og einnig í bókum sagnfræð- inganna Jakobs F. Ásgeirssonar, Þjóð í hafti(1988), og Ólafs Ásgeirs- sonar, Iðnbylting hugarfarsins (1988). Miðstýringin á mörgum sviðum hér heima og miðstjórnin fyrir austan tjald voru angar á ein- um og sama meiði: þetta var valda- tafl. Bæði löndin losnuðu úr viðjun- um um líkt leyti. Rússland losnaði í einum rykk, þegar hagkerfi komm- únismans hrundi til grunna 1991, en Ísland losnaði í áföngum, fyrsta áfanganum var náð í viðreisnar- byltingunni 1960 og hinum nýjasta með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu 1994. Umskiptin frá miðstjórn til markaðsbúskapar hafa einnig að ýmsu leyti verið keimlík í löndunum tveim. Fáeinir menn hafa auðgazt mjög í öldurót- inu, sumpart í gegnum einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja og sumpart í gegnum árangursríka rentusókn (olía fyrir austan, fiskur og græn- meti hér heima, svo að dæmi séu tekin). Upp reis í báðum löndum ný stétt auðkýfinga, nýtt auðvald. Þeir tryggðu Jeltsín, fyrsta forseta Rússlands, endurkjör 1996, og lögðu með því móti grunninn að veldi Pútíns núverandi forseta. Einn fávaldanna var síðan dreginn fyrir dóm og fundinn sekur um refsivert athæfi og dæmdur fyrir skömmu til fangavistar. Hver? Það var sá þeirra, sem hætti sér inn á yfirráðasvæði Pútíns með því að styrkja stjórnarandstöðuflokka, óháða fjölmiðla o.fl. Hinir fengu að vera í friði, ýmist heima fyrir eða í útlegð. Hverjum í hópi íslenzkra auð- kýfinga skyldi nú hafa verið birt opinber ákæra fyrir auðgunarbrot? Það er sá þeirra, sem ekkert hefur þegið af stjórnvöldum svo vitað sé nema frelsið, sem fylgdi EES-samn- ingnum, og jafnframt sá þeirra, sem hætti sér ásamt öðrum inn á helga reiti ríkisstjórnarflokkanna með því að seilast fyrst eftir banka og stofna síðan Fréttablaðið. Áhlaup ríkisvaldsins gegn Jóni Ás- geiri Jóhannessyni í fyrrasumar fór út um þúfur, þegar forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin. Nú virðist standa til að jafna um Jón Ásgeir og fimm menn aðra fyr- ir rétti. Hvað býr að baki? Kannski bara skortur á virðingu fyrir mark- aðsbúskap og meðfylgjandi vald- dreifingu og þá um leið fyrir nauð- synlegri aðgreiningu framkvæmd- arvalds, löggjafarvalds og dóms- valds. Hver veit? ■ L oksins virðist einhver hreyfing vera komin á að sett verðilög um starfsemi stjórnmálaflokka hér á landi. Þetta hefurverið margrætt mál á undanförnum árum og flokkarnir ekki allir verið sammála um hvernig taka skuli á málinu. Sjálfstæðis- menn hafa haft minnstan áhuga á slíku en talsmenn Samfylkingar- innar haft sig mest í frammi varðandi það. Framsóknarmenn komu svo með óvænt útspil þessu tengt, þegar þeir ákváðu skyndilega í vetur að ráðherrar og alþingismenn flokksins skyldu gera opinber- lega grein fyrir fjárhag sínum og tengslum við fjármálalífið. Þetta gerðist ekki löngu eftir að miklar umræður urðu í Danmörku um fjármál ráðherra dönsku ríkistjórnarinnar, samkvæmt ákvörðun Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra. Það hefði fyrir löngu síðan átt að vera búið að leiða í lög reglur um fjármál stjórnmálaflokkanna. Þetta hefur verið gert í ná- grannalöndunum og Evrópuráðið samþykkti fyrir tveimur árum að beina því til aðildarríkjanna að setja reglur gegn spillingu í tengsl- um við fjármögnun stjórnmálaflokka og kosningabaráttu. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður Samfylkingar hefur oft gert fjármál stjórnmálaflokkanna að umræðuefni innan þings og utan. Hún bað um skýrslu frá forsætisráðherra á síðasta þingi, og lagði Halldór Ásgrímsson hana fram undir lok síðasta þings. Þar komst hann svo að orði að stjórnmálaflokkarnir séu hornsteinn lýð- ræðis í landinu og forsenda heilbrigðrar og eðlilegrar stjórnmála- umræðu. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að hafa lagaramma til að starfa eft- ir og þeir þurfa líka að hafa fjármagn til að halda uppi starfsemi sinni. Flokkarnir hafa verið ákaflega misjafnlega settir hvað þetta varðar og engum hefur dulist stuðningur ákveðinna afla við ákveðna stjórnmálaflokka. Þannig hafa kaupsýslumenn gjarnan stutt Sjálfstæðisflokkinn og samvinnuhreyfingin meðan hún var og hét studdi Framsóknarflokkinn ljóst og leynt. Þess vegna var það óheppilegt að dragast skyldi úr hófi að Framsóknarflokkurinn fengi afsal fyrir höfuðstöðvum sínum sem keyptar voru af Olíufé- laginu sem eitt sinn var angi af samvinnuhreyfingunni. Flokkurinn hefur nú greint frá aðdraganda húsakaupanna, en allt slíkt þarf að vera uppi á borðinu þegar um stjórnmálaflokka er að ræða. Í framhaldi af skýrslu forsætisráðherra um fjárframlög til stjórnmálastarfsemi og starfsumhverfi stjórnmálaflokka hefur ráðherra nú skipað nefnd til að fjalla um þessi mál. Nefndin þarf að hafa snör handtök og skila niðurstöðum eigi síðar en í haust, svo hægt verði að koma þessum málum í lagalegan búning í tæka tíð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári . Öll leynd og pukur í þessum málum gerir ekki annað en að sá fræjum tortryggni. ■ 7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Forsætisráðherra skipar nefnd um starfsemi stjórnmálaflokkanna. Allt skal vera uppi á bor›inu FRÁ DEGI TIL DAGS fia› hef›i fyrir löngu sí›an átt a› vera búi› a› lei›a í lög reglur um fjármál stjórnmálaflokkanna. fietta hefur veri› gert í ná- grannalöndunum og Evrópurá›i› samflykkti fyrir tveimur árum a› beina flví til a›ildarríkjanna a› setja reglur gegn spillingu í tengslum vi› fjármögnun stjórnmálaflokka og kosningabaráttu. Í DAG ÓLÍKT HLUTSKIPTI AUÐKÝFINGA ÞORVALDUR GYLFASON Hverjum í hópi íslenzkra au›- k‡finga skyldi nú hafa veri› birt opinber ákæra fyrir au›g- unarbrot? fia› er sá fleirra, sem ekkert hefur flegi› af stjórnvöldum svo vita› sé nema frelsi›, sem fylgdi EES-samn- ingnum, og jafnframt sá fleirra, sem hætti sér ásamt ö›rum inn á helga reiti ríkis- stjórnarflokkanna me› flví a› seilast fyrst eftir banka og stofna sí›an Fréttabla›i›. Útsalan hefst í dag Kannski tuttugu manns Djöflaeyjan Fyrr á þessu ári bættist nýtt íslenskt vefrit í flóruna á netinu. Það heitir Djöflaeyjan og veffangið er djofla- eyjan.com. Að ritinu standa fimm nem- endur í Háskóla Íslands, tveir laganemar, einn verkfræðinemi, einn læknanemi og einn heimspekinemi. Þeir segjast vilja bjóða upp á efni af almennum toga fyrir alla sem lesa vilji og leggja áherslu á að Djöflaeyjan sé ekki flokksrit af neinu tagi. Fjölbreytni segja þeir að eigi að vera lyk- ilorðið í ritstjórnarstefnunni og taka sér- staklega fram að þeir vilji að íslenskt mál fái að njóta sín á vefnum. Leitast verði við að halda tryggð við hefðbundna stafsetningu og málnotkun. Aftaka í fjölmiðlum Gestapenni þessarar viku á Djöflaeynni, Magnús M. Norðdahl hæstaréttarlögmaður, gerir að umtalsefni mikinn og sífellt vaxandi fréttaflutning af afbrotamálum. Ekki er hann hrifinn af vinnubrögðunum, og seg- ir: „Skoðun mín er sú, að hinn góði ásetningur eða jafnvel óvilji sem áður rak fréttamenn til þess að fjalla um afbrot og örlög afbrotamanna hefur snúist í al- mennings karnival opinberrar fram- kvæmdar á refsingum, líkt og gerðist fyrrum. Nú fer aftakan jafnvel fram áður en dómur er uppkveðinn og hefur ef eitthvað er sigið á ógæfuhlið- ina í þessum efnum“. Ile du Diable Nafnið Djöflaeyjan minnir líklega marga á samnefnt verk Einars Kárasonar rithöfundar sem leikrit og kvikmynd hafa verið gerð eftir. En heitið á sér langa sögu. Fyrir utan strönd Guayana, sem áður var frönsk nýlenda, er klettaeyja sem heitir Ile du Diable eða Djöflaeyja. Þarna geymdu Frakkar saka- menn, aðallega pólitíska fanga, fyrr á öld- um. Frægastur þeirra mun Alfred Dreyfus (sem Emil Zola kom til varnar í hinni frægu grein „Ég ákæri!“). Frá eynni var ómögulegt að strjúka, og einmitt þess vegna urðu tilraunir í þá veru vinsælt söguefni í reyfurum og kvikmyndum um áratugaskeið, og eru kannski enn. „Djöflaeyja“ varð smám saman vinsælt hugtak í skáldskap og þjóðfélagsádeilu, enda margrætt og hentar vel til síns brúks. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.