Fréttablaðið - 07.07.2005, Síða 21

Fréttablaðið - 07.07.2005, Síða 21
Því hefur verið haldið fram af ýms- um aðilum hér á landi á undanförn- um árum að Ísland væri að verða að einhvers konar fasistaríki þegar kæmi að málefnum innflytjenda og að íslenzk stjórnvöld reyndu hvað þau gætu til að hindra útlendinga í að koma til landsins. Þessu hefur ekki sízt verið haldið á lofti í um- ræðum um komur fólks til landsins sem óskað hefur eftir pólitísku hæli. Hafa fjölmiðlar tekið virkan þátt í því að skapa umrædda mynd af stefnu stjórnvalda í þessum efn- um. Var þetta sérstaklega áberandi fyrir rúmu ári síðan í umræðum um frumvarp dómsmálaráðuneytisins til breytinga á útlendingalögum, sem þá lá fyrir Alþingi. Nýverið var greint frá því að nokkrir erlendir einstaklingar, sem sótt hafa um pólitískt hæli hér á landi, hafi farið í kröfugöngu um Reykjanesbæ og kvartað yfir því að langan tíma tæki að afgreiða mál þeirra hjá hinu op- inbera. Fóru þeir fram á að fá hér búsetu- og atvinnuleyfi og höfðu uppi stór orð um íslenzk stjórnvöld sem þeir sögðu meðal annars vera sama um sig og líta ekki á sig sem mannverur. Fyrst í stað höfðu flest- ir fjölmiðlar lítið fyrir því að kanna afstöðu stjórnvalda til málsins og létu sér nægja einhliða fréttaflutn- ing af kröfum mótmælendanna. Það kom hins vegar fljótlega í ljós að umræddir einstaklingar höfðu ekki komið sjónarmiðum sínum á fram- færi við fulltrúa yfirvalda sem fyr- ir vikið komu algerlega af fjöllum. Í sjónvarpsviðtali við Jóhann R. Benediktsson, sýslumann á Kefla- víkurflugvelli, á dögunum kom fram að ljóst væri að langflestir hælisleitendur, sem kæmu hingað til lands, væru að misnota flótta- mannasamning Sameinuðu þjóð- anna og væru í reynd ekki pólitískir flóttamenn. Sagði hann rannsókn þessara mála flókna og taka sinn tíma og ekki bætti úr skák ef við- komandi einstaklingar gæfu upp rangar upplýsingar um sig, en fjöl- mörg slík mál kæmu upp á hverju ári. Sagði Jóhann aðbúnað hælisleit- enda hér á landi vera mun betri en í öðrum löndum þar sem þeir væru yfirleitt geymdir í sérstökum búð- um og fengju ekki að fara frjálsir ferða sinna. Í sömu frétt var greint frá því að einn þeirra sem mót- mæltu í Reykjanesbæ hafi stundað það beinlínis að flakka á milli landa og óska eftir hæli og meðal annars sótt tvisvar um hæli hér undir sitt hvoru nafninu. Fjölmiðlar ræddu einnig við Þóri Guðmundsson hjá Rauða krossi Íslands af þessu tilefni og sagði hann samtökin ekki gera miklar athugasemdir við það hvern- ig flóttamannasamningi SÞ væri framfylgt hér á landi og enn fremur að hann teldi Ísland vera eitt opn- asta land Evrópu í þessum efnum. Ummæli Þóris eru auðvitað merki- leg í ljósi þeirra staðhæfinga sem getið er í upphafi greinarinnar. Það gleymist líka í hamagangin- um við að láta stjórnvöld líta illa út í þessum málum, að einstaklingar sem óska eftir hæli hér á landi á fölskum forsendum, og leggja þar með mikla vinnu á yfirvöld við að kanna mál þeirra, eru þar með að tefja fyrir málum þeirra sem raun- verulega kunna að eiga rétt á hæli hér á landi. Um þá hlið málsins hef- ur þó lítið sem ekkert verið fjallað í fjölmiðlum. Höfundur er sagnfræðinemi 21FIMMTUDAGUR 7. júlí 2005 AF NETINU Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Ka na rí 27.530 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára. Innifalið: Flug, gisting á Paraiso í 7 nætur 4. eða 11. janúar og flugvallarskattar. 39.530 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Flugáætlun í vetur: 31. október 16. og 30 nóvember 7. 17. 19. 20. og 27 desember Alla miðvikudaga í janúar, febrúar, mars og apríl 2006. Netver› frá Jólaferðir 17. 19. 20. 21. og 29. desember Netverð frá: Bókaðu strax besta verðið! Frá bæ r t ilb oð í a lla n v etu r! 46.199 kr. á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. Innifalið er flug, gisting á Paraiso í 8 nætur 21. des. og flugvallarskattar. 53.130 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Ísland eitt opnasta land í Evrópu Matargerð og stjórnmál Það er hátt risið á evrópskri pólitík þegar svo er komið að helsta deilumál einstakra þjóðarleiðtoga í álfunni snýst um í hvaða landi sé að finna versta matinn. Ef marka má fréttir í dag hefur Frakklandsforseti móðgað Breta allhressilega með því að fjalla af frönsku hlutleysi um gæði breskrar matargerðar. Virðist hann í framhjáhlaupi hafa móðgað frændur vora Finna um leið og fetar þar í fótspor ítalska forsætisráð- herrans sem lýsti því yfir á dögunum að hann léti ekki hreindýrakjöt aftur inn fyrir sínar varir. Og þar með er eins og einhver stífla sé brostin. Nú vill Bush ekki Haggis, þann skoska sómamat, og hvað kemur eig- inlega næst? Þarf ekki að bjóða þessum mönnum upp á hákarl og súrt kjet? Og jafnvel súrsaða hrútspunga og svolítið af úldnum fiski með? Kannski þeir yrðu þá fljótir að taka hreindýrakjötið í sátt? Björn Ingi Hrafnsson á bjorningi.is Tengsl Framsóknar og S-hópsins Eitt helsta dæmið um erfiðleika Framsókn- arflokksins og það sem veldur þeirri miklu tortryggni sem kjósendur hafa gagnvart honum eru margvísleg tengsl flokksins við S-hópinn út af sölunni á Búnaðarbankan- um. Sérstaklega hvað varðar Finn Ingólfs- son, Olíufélagið og Heysteyri. Búnaðar- bankamálið er einhvern veginn kornið sem fyllti mælinn eftir margt annað á síðustu árum sem hefur rústað trausti kjósenda á Framsóknarflokknum sem í gegnum tíðina naut stuðnings um fjórðungs kjósenda. Nú berst flokkurinn fyrir því að hanga fyrir ofan tíu prósentin í könnunum og varnarlína hans í næstu kosningum verða 12-15% ef fer sem horfir. Björgvin G. Sigurðsson á bjorgvin.is Sanngjarnar og hagstæðar tillögur [Á þriðjudaginn] var loksins höggvið á hnútinn í löngum og leiðinlegum viðræð- um um framtíð R-listans. Fulltrúar Fram- sóknarflokksins í viðræðuhópi um framtíð listans lögðu fram tvær tillögur um hugs- anlega skiptingu borgarfulltrúa milli flokka fyrir næstu borgarstjórnarkosning- ar. Annars var lögð fram tillaga um að Samfylking fái þrjá fulltrúa í efstu átta sæti listans, vinstrigræn þrjú og framsóknar- menn tvo. Hin tillagan gerir ráð fyrir að kratar fái fjóra fulltrúa, vinstrigræn tvo og Framsóknarflokkurinn tvo. Í fyrri tillögunni er gert ráð fyrir að Samfylkingin fái fyrsta val um eitt þriggja helstu embætta hjá borginni, þ.e. borgarstjóra, forseta borgar- stjórar og formann borgarráðs. Í seinni til- lögunni hafi verið gert ráð fyrir að vinstri- græn hafi fyrsta val. Í vikunni verður beð- ið eftir viðbrögðum krata við þessum til- lögum, en augljóst er að þær eru bæði sanngjarnar og hagstæðar Samfylking- unni. Því er ljóst að ef kratar segja nei við þeim þá hefur flokkurinn engan áhuga á sameiginlegu framboði. Þá er það mál úr sögunni. Sverrir Jakobsson á murinn.is Afflytur fréttir af Bush Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur í gegnum tíðina lagt töluvert á sig til að afflytja frétt- ir af Bush og því kemur ekki á óvart að hún kjósi að draga upp skakka mynd af sjónarmiðum hans nú. Það kemur þess vegna ekki heldur á óvart að þessi frétta- stofa – og aðrar einnig ef út í það er farið – skuli ekki hafa fyrir því að reyna að kynna sér hvað Bandaríkin gera og hafa gert á síðustu árum í tengslum við lofts- lagsmál eða hvort að orðum Evrópuríkja hafa fylgt einhverjar aðgerðir. Það er nefnilega ekki nóg að staðfesta bókanir, það þarf einnig að fara eftir þeim. Nú þeg- ar blasir við að stór hluti þeirra ríkja sem staðfest hafa Kyoto-bókunina mun ekki standa við yfirlýsingu sína. Vefþjóðviljinn á andriki.is HJÖRTUR J. GUÐMUNDSSON SKRIFAR UM MÁLEFNI INNFLYTJENDA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.