Fréttablaðið - 07.07.2005, Síða 32
G
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
Eldhúshellur eru til af
nokkrum gerðum og furðumis-
jafnt er hversu lengi þær eru
að hita upp einn lítra af vatni
Hér áður fyrr notaðist fólk nánast
eingöngu við rafmagnshellur til að
elda mat. Í dag er úrvalið meira og
hægt að velja um nokkrar tegund-
ir af hellum. Miklu máli skiptir
hversu mikla orku er verið að nota
við að hita upp hellurnar og
hversu auðvelt er að elda á þeim.
Sumir geta ekki hugsað sér að
nota annað en gas, en aðrir eru
hrifnir af keramikhellum. Gömlu
góðu rafmagnshellurnar er
kannski ekki eins góðar og margir
halda og spanhellur virðast vera
framtíðin.
Steyptar hellur
Steyptar hellur eru eyðslufrekar
og hætta er á því að maður noti
annað hvort of litla eða of stóra
potta. Of lítill pottur getur valdið
því að hellan rifnar og ofhitnar.
Hætta er á því að of stór pottur
verpist þar sem hann er bara með
stuðning að hluta til undir. Hell-
urnar eru lengi að hitna og lengi
að hita pottinn.
Lítri að vatni að suðu: 14 mínútur.
Keramikhellur
Keramikhellur eru með tveimur
mismunandi orkugjöfum, rapid og
highlight. Rapid-hellur eru þó að
mestu leyti að hverfa og highlight
hellurnar að taka við.
Helmingi fleiri vafningar eru í
highlight perunni sem gefur
meira afl af minni orku. Hitinn er
stöðugri, og hægt að djúpsteikja
kleinur og laufabrauð á hellunum
sem var ekki hægt áður.
Lítri að vatni að suðu: 8-12 mínútur.
Gashellur
Gasið er það sem er vinsælast í
dag en þar sem gaslagnir eru ekki
í húsum þarf að notast við gaskút
og skipta honum út regulega. Hell-
urnar eru frá 0,8 kw upp í 3,6 kw
og nota orku þar sem kw stundin
kostar um 19 kr., á móti rafmagni
sem kw stundin kostar um 9 kr.
Hitunin er hins vegar hraðari og
maður er fljótari að nú upp suðu
sem veldur því að ódýrara er að
nota gas en rafmagn.
Lítri að vatni að suðu: 3-3,5 mín.
Spanhellur
Span hellan hitnar aldrei, bara
potturinn, því er engin hætta á að
fólk sé að brenna sig á hellum.
Auk þess er engin íkveikjuhætta,
þegar botninn ofhitnar slekkur
helluborðið á sér. Ef sýður upp úr
þá slekkur hellan á sér, þannig að
öryggið er mikið. Ekkert brennur
heldur á hellunum því þær eru
kaldar. Viðbrögðin eru nánast þau
sömu og með gasið nema notast er
við innlendan orkugjafa og kw
stundin á 9 kr.
Lítri að vatni að suðu: 1-1,5 mín.
Ekki eru neinar reglur um hvaða pottar henta
hvaða hellum, heldur er það maturinn sem á
að elda sem segir til um það. Gullna reglan er
að nota pott með þykkum botni því annars
brennur allt við. Þegar vatn er soðið í potti er
það botninn sem hitnar og hitar vatnið en ekki
hellann.
Algengur misskilningur er að potta með
þunnum botni eigi að nota á gaseldavélar.
Raunin er hins vegar sú að það á helst aldrei
að nota potta með þunnum botni þar sem mat-
urinn brennur frekar við auk þess sem það
sóar orku. Lengri tíma tekur að hita pott með
þunnum botni þar sem hann heldur orkunni
illa, á meðan pottur með þykkum botni hitnar
hraðar.
Hvaða pottur sem er gengur á hvaða hellu
sem er. Undantekningin er span-hellur þar
sem verður að vera járn í pottinum til þess að
hann hitni. Ryðfrítt ál eða stál tekur ekki við
segli, en span-tæknin gengur út á segulmagn.
Pottarnir fást í Búsáhöldum í Kringlunni.
10 7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Stál er best til að sjóða kartöflur.
Pottjárn hentar vel til að láta mat eins og gúllas malla.
Stál og pottjárn hentar vel til að steikja og brúna mat.
Húðaðar pönnur brúna matinn ekki almennilega.
Húðaðir pottar fyrir omellettur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Hrært í pottum
Pottur er ekki bara pottur því hann ræður miklu
um hvernig eldamennskan fer.
Pottar frá
Le Creu-
set. Steypt-
ir úr pottjárni
og emaleraðir
utan um járnið. Þeir eru hitaðir upp
á háum straumi meðan suðan kem-
ur upp, svo sýður í þeim á minnsta
straumi.
Stálpottar frá Fissler. Ýmist
með þreföldum eða fimm-
földum botni.
Fissler álpottar húðaðir
með títaníum sem er
slitsterkara en teflon.
Ekki er hægt að nota þá
á span-hellur.
Beðið eftir suðu