Fréttablaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 48
7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR28 Stjórinn hefur ákveðinn rétt FÓTBOLTI Á þriðjudag í síðustu viku fékk Pulis símtal frá Gunnari Þór Gíslasyni, stjórnarformanni Stoke. „Hann hringdi í mig um morguninn og tjáði mér að þeir ætluðu að láta mig fara,“ sagði Pulis, þegar Fréttablaðið ræddi við hann skömmu eftir að honum hafði verið sagt upp. Um hádegi sama dag hafði brottreksturinn verið gerður opinber um gjörvall- ar Bretlandseyjar. Svo virðist sem að ákvörðunin um að reka Pulis hafa einvörð- ungu legið í höndum íslensku stjórnarmannana, þeirra Gunnars Þórs, Stefáns Geirs Þórissonar og Ásgeirs Sigurvinssonar. Hinir ensku stjórnarmenn fé- lagsins, Peter Coates, Phil Rawl- ins og Keith Humphreys, komu af fjöllum og lýstu því yfir í fjölmiðl- um daginn eftir að tilkynnt hafði verið um brottvikningu Pulis að þeir hefðu ekki einu sinni verið látnir vita af ætlunum Íslending- anna. „Við vorum látnir vita á föstu- degi að þeir hygðust reka Pulis strax eftir helgi. Yfir þessa sömu helgi vorum við látnir vita hver myndi taka við,“ sagði Rawlins en komið hefur fram að viðræður við Hollendinginn Johan Boskamp, sem var ráðinn stjóri Stoke dag- inn eftir að Pulis fékk að taka pok- ann sinn, höfðu hafist um miðjan júní – tveimur vikum áður en Pul- is var rekinn. Allan þennan tíma hafði Pulis, ekki frekar en ensku stjórnar- mennirnir, ekki hugmynd um hvað var að gerast bak við tjöldin hjá íslensku stjórnarmönnunum. „Það var enginn stjórnarfund- ur haldinn. Þetta var einfaldlega ákvörðun sem var tekin á Íslandi. Að mínu mati á stjórnin að koma saman áður en knattspyrnustjóri félagsins er rekinn. Að rekja þjálfarann er ein stærsta ákvörð- un sem fótboltafélag tekur,“ bætti Rawlins ósáttur við. Skilur sjónarmið stjórnarinnar Pulis hafði verið við stjórnvöl- inn í 32 mánuði og 131 leik þegar hann var rekinn. Af þessum leikj- um hafði Pulis leitt liðið til sigurs í 47 leikjum, gert 32 jafntefli en tapað 52 – árangur sem verður að teljast mjög góður þegar tekið er tillit til þess takmarkaða fjár- magns sem Pulis hafði yfir að ráða. Gefnar ástæður brottrekst- urins voru þær að Pulis væri ekki nægilega áfjáður í að fá erlenda leikmenn til liðsins, eitthvað sem hann hafði lofað bót á betrun á þegar hann skrifaði undir nýjan árs langan samning við Stoke 15. apríl síðastliðinn. „Ég naut þess að vera hjá Stoke og ég tel mig hafa unnið gott starf,“ segir Pulis. „Við höfum endað í 11. og 12. sæti á síðustu tveimur leiktíðum þrátt fyrir að ég hafi ekki haft neina peninga til að nota í leikmannakaup. Ég fékk til mín leikmenn sem voru án samnings og seldi þá fyrir góðan pening. Knattspyrnustjóri stend- ur og fellur með úrslitunum sem hann nær með liðinu og ég taldi mig ná góðum úrslitum. Svo auð- vitað kom þessi uppsögn mér á óvart. Þetta er mjög svekkjandi.“ Er rétt að þú vildir helst ekki fá til þín leikmenn frá leikmanna- mörkuðum utan Bretlandseyja? „Ég vísa því á bug að ég hafi ekki staðið við loforð um að leita á erlenda markaði. En það er á mína ábyrgð sem knattspyrnustjóri að velja leikmenn sem ég gæti hugs- að mér að fá til liðsins. Það skipt- ir máli ekki hvort þeir eru erlend- ir, frá mars eða tunglinu, þetta er spurning hvort að knattspyrnu- stjórinn telji þá nógu góða fyrir liðið. En ég get skilið sjónarmið stjórnarinnar, hún er að stórum hluta skipuð Íslendingum og þeir vilja hafa liðið alþjóðlegra.“ Stjórinn velur liðið Pulis hefur legið undir nokk- urri gagnrýni, og þá helst frá Magnúsi Kristinssyni, stjórnar- formanni Stoke Holding – félag- inu sem skráð er fyrir knatt- spyrnufélaginu Stoke, fyrir að nota ekki íslenska leikmenn. Löngu þekkt er orðið þegar Tryggvi Guðmundsson og Þórður Guðjónsson gengu til liðs við Stoke um síðustu jól, eingöngu fyrir tilstuðlan íslensku stjórnar- innar. Báðir voru þeir algjörlega sveltir tækifærum; Tryggvi komst aldrei í hóp aðalliðsins á þeim tveimur mánuðum sem hann dvaldi hjá Stoke og Þórður spilaði í nokkrar mínútur frá áramótum og út tímabilið. „Stjórnin samdi við þá og ég kom ekkert þar að máli. Og einmitt í því fólst vandinn, ég hafði aldrei séð þá spila og þekkti ekkert til þeirra. Það var ekkert leyndarmál að stjórnin vildi hafa íslenska leikmenn í liðinu og ég skildi það alveg. Aðalmálið er að framkvæmdastjórinn á að ráða því hverja hann velur í liðið sitt.“ Fannst þér íslenska stjórnin troða þér um tær þegar þeir sömdu við þessa leikmenn, án þess að spyrja þig einu sinni álits? „Þeim er frjálst að segja sitt álit á hverjir spila hverju sinni en ég hef alltaf valið besta mögulega liðið. Ég hef aldrei skilið leikmann utan liðsins sem ég tel að eigi heima í því, bara út af því að hann er íslenskur.“ Og sú staðreynd að stjórnin fékk þá til liðsins en ekki þú, hafði það ekkert að segja um að þú spil- aðir þeim ekki? „Nei, það hefði ekkert með það að gera. Málið var að ég vissi ekk- ert um leikmennina. En nú sástu til þeirra á æfing- um og í leikjum með varaliðinu. Þórður hefur mikla reynslu frá ýmsum löndum og spilaði meðal annars nokkra leiki með Derby í úrvalsdeildinni á sínum tíma. Hef- ur hann virkilega ekki það sem þarf til að komast í hóp hjá 1. deildarliði um miðja deild? „Eins og ég sagði, þá er þetta spurning álit og þekkingu á við- komandi leikmanni. Þórður stóð Tony Pulis, fyrrum knattspyrnustjóri Stoke, segir uppsögnina sem hann fékk frá félaginu í síðustu viku hafa komið sér mjög á óvart. Í samtali við Fréttablaðið vísar hann ástæðum brottrekstursins á bug og greinir frá þeim vandamálum sem fylgja því að stjórna ensku knattspyrnufélagi frá Íslandi. Magnús Kristinsson formaður Stoke Holding: FÓTBOLTI Magnús Kristinsson, stjórnarformaður Stoke Holding og helsti fjárhagslegi bakhjarl félagsins, segir ráðningu Johans Boskamp marka nýtt upphaf fyrir Stoke. Nú þegar Pulis er horfinn á braut kveðst Magnús glaður setja pening í félagið á ný, en hann lýsti því yfir nú á vormánuðunum að hann skyldi ekki eyða krónu til viðbótar á meðan Pulis væri við stjórn. Aukinheldur sagði hann frá því að Stoke væri versta fjárfesting sem hann hefði nokkurn tíma lagt í á lífsleiðinni. Nú horfir öðruvísi við. „Það lá í orðunum á sínum tíma að ég skyldi breyta afstöðu minni um leið og Pulis væri farinn. „Nú er nýtt tímabil að hefjast hjá Stoke og er félagið í miklum blóma,“ sagði Magnús í samtali við Fréttablaðið. „Þeir hlýddu mér og sáu að það var rétt hjá mér allan tím- ann að láta Pulis fara. Maðurinn var bara ekki hæfur til sinna verka. Hann vann á móti okkur og nú hafa þeir loksins séð það. Það segir sína sögu hvernig Pul- is hagaði sér gagnvart Tryggva Guðmundssyni. Hann er búinn að slá í gegn á Íslandi en Pulis vildi varla svo mikið sem horfa á hann á æfingum.“ Hversu stóran þátt áttir þú í því að Pulis var rekinn? „Ég hef ekkert verið að beita mér í þessu. Ég hef aðeins fylgst með þessu bak við tjöldin og má kannski orða það þannig að þeir hafi ekki treyst sér til að reka félagið án mín,“ segir Magnús og bætir við að viðbrögðin við nýja stjóranum í Stoke séu mjög góð. „Ég held að félagið komi sterkt út úr þessum breytingum,“ segir Magnús. Þegar Stoke-ævintýrið hófst fyrir tæpum sex árum áttu Ís- lendingarnir sér þann draum að komast í ensku úrvalsdeildina. Magnús segir að sá draumur lifi enn þá góðu lífi í dag. „Og við förum langleiðina með að láta drauminn rætast á næstu leik- tíð. Ef ekki nú, þá innan tveggja ára.“ Þetta eru ansi stór orð? „Já, og ég stend við þau.“ vignir@frettabladid.is Draumurinn um úrvals- deildarsæti lifir gó›u lífi MAGNÚS KRISTINSSON TONY PULIS Kveður Stoke með söknuð í hjarta og er svekktastur með að hafa ekki fengið að klára það sem hann ætlaði sér alltaf með liðið – að koma því upp í ensku úrvalsdeildina. GUNNAR ÞÓR GÍSLASON Hefur verið stjórnarformaður Stoke allan þann tíma sem Íslendingar hafa átt meirihlutann í félaginu. Ég hef aldrei skilið leikmann utan liðs- ins sem ég tel að eigi heima í því, bara út af því að hann er íslenskur.“ ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.