Fréttablaðið - 07.07.2005, Qupperneq 50
7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Ég heyrði einhvern
tímann frásögn af
konu sem taldi sig
ekki geta verslað á
Laugaveginum. Hún
var orðin svo vön
því að glerdyr
verslana í Kringlunni
og Smáralindinni opn-
uðust sjálfkrafa fyrir hana, að það
var bara gengið á hurðir í miðbæn-
um. Vandamálið var ekki að hún
kynni ekki að opna dyr sjálf, eða
þættist yfir það hafin. Hún átti
bara ekki von á því að þurfa að
standa í slíku þegar hún verslaði.
Oftast tel ég mig vera frjáls-
lynda konu, í þeim skilningi að ég
er opin fyrir því að aðrir séu ekki
með sömu lífsskoðanir og ég. Um
ákveðna hluti reikna ég með að
fólk sé ekki sammála mér í einu og
öllu, eins og um umfang velferðar-
kerfisins eða ágæti femínisma. Það
má segja að þetta séu dyrnar sem
ég veit fyrir fram að ég þarf að
opna sjálf. En stundum geng ég á
hurðir.
Um daginn var ég til dæmis á
öldurhúsi hér í borginni og átti
kurteisislegt spjall við mann sem
stóð við hliðina á mér á barnum.
Það er að segja mér þótti spjallið
kurteisislegt, þar til maðurinn tók
eftir því að bolurinn minn hafði
eitthvað aðeins tosast upp fyrir
buxnastrenginn þannig að sást í
sirka sentimetra af maganum mín-
um. Hljómar kannski ekki vítavert,
en ég er ekki frá því að hann hafi
móðgast við þessa sýn. Ég hafi með
spjalli mínu nefnilega þóst vera
eitthvað sem ég var augljóslega
ekki; tiltölulega siðprúð ung kona.
Svo fékk ég langa skýringu á því að
þetta mætti ég bara ekki. Með því
að sýna þennan hluta líkama míns
væri ég að sýna heiminum eitthvað
sem einungis maðurinn minn ætti
að sjá (og væntanlega ég), annars
væri ég að gefa í skyn að ég væri
einhvers konar gála.
Ég ákvað að takast á við vanda-
málið með því að gleyma alveg
hversu frjálslynd ég er gagnvart
öðrum skoðunum. Hífði bolinn upp
fyrir nafla, sagðist gera það sem
mér sýndist og hann mætti bara....
Já, það er alltaf gott að sýna þroska
og yfirvegun. ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
SVANBORG SIGMARSDÓTTIR GEKK Á HURÐ ENN EINU SINNI
Að sjá ekki glerhurðir
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Ferðataskan í sumar
Léttur öllari
Besti
ferðafélaginn
SÁLIN
ÞAR SEM ÍSLENDINGUM
FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA
HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00
HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00
FORSALA FÖSTUD.
FRÁ KL. 13 TIL 17
MIÐAVERÐ V. INNGANG 1900 KR.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
FÖSTUD. 08. JÚLÍ ‘05
LAUGARD. 09. JÚLÍ ‘05
Í SVÖRTUM
FÖTUM
K
A
LL
IO
G
R
A
P
H
IC
/A
3
STÓRDANSLEIKUR
DEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK •JEPPADEKK • FÓLKS
LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI
GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI!
...einfaldlega betri!
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
Hundrað bólur! Ég
fæ alltaf þessa
sömu martröð
þegar skólaball
nálgast!
Slappaðu af! Þú
ert bara með
eina! Það sjá
það allir!
Sá sem sagði að maður
ætti aldrei að líta til for-
tíðar var kannski að
hugsa um róluvelli.
Var þetta dót
alltaf svona
lítið?
Þarna er
beinahrúgan mín.
Þjónninn þinn gefur þér
bein hvenær sem þú vilt!!
Til hvers ertu að geyma
þessi?!
Til minninga.
Hæ,
Vala!
Ó, hæ Bíbí, hvað
segirðu gott?
Ég fann þennan frábæra geisladisk
sem er uppfullur af uppskriftum og
hjálplegum ráðleggingum og mér
datt í hug að þú hefðir
not fyrir hann. Vá, takk
fyrir!
Ég bara veit að þetta á eftir
að koma sér vel í
eldhúsinu.
Skra
p!
Skra
p!
Skra
p!