Fréttablaðið - 07.07.2005, Page 59

Fréttablaðið - 07.07.2005, Page 59
Ég á eiginlega bágt með að koma orðum að því hversu frábær bíó- mynd Sin City er en get fullyrt að það er ekki á neinn hallað þó ég segi það og skrifi að hér sé komin svalasta mynd ársins og besta mynd þessa sumars. Sin City er þó að vísu síður en svo allra og mörgum mun sjálfsagt þykja nóg um groddalegt ofbeldið, staðlaðar kynjamyndir, kvenfyrirlitningu og yfirkeyrða karlrembu en það er bara ekki hægt að endursegja myndasögur Franks Miller úr lastabælinu Sin City án þess að halda þessu öllu vandlega til haga. Það er ekkert pláss fyrir póli- tíska rétthugsun í Sin City og það er jafn fánýtt að kvarta yfir berum stelpum í Sin City og of mörgum geimskipum í Stjörnustríði. Mörg sorgleg dæmi (Daredevil, Elektra, The League of Extraordin- ary Gentlemen, From Hell) hafa sannað það að eðalmyndasögur geta steindrepist á hvíta tjaldinu og Rodriguez hefði hæglega getað klúðrað Sin City en með höfundinn, Miller, sér við hlið slær hann ekki eina einustu feilnótu. Myndin bygg- ir á þremur Sin City bókum Millers, The Hard Goodbye, That Yellow Bastard og The Big Fat Kill. Efni- viðurinn er auðvitað skotheldur og Rodriguez breytir engu sem máli skiptir og kaldhömruðum samtölum Millers er veitt beint á tjaldið þannig að unun er á að hlýða. Þá nýtti Rodriguz sér tölvutækn- ina í botn og tekst á undraverðan hátt að blanda saman leikurum af holdi og blóði og tölvugrafík, þannig að teiknaðir myndarammar Millers lifna við í bókstaflegri merkingu. Það má eiginlega segja að bækur Millers séu einnig „storyboard“ myndarinnar. Allir leikarar, bæði í aðal- og aukahlutverkum, standa sig frá- bærlega en fremstir fara þeir á kostum gamla brýnið Mickey Rour- ke og Bruce Willis. Rourke leikur tuddann Marv með stórkostlegum tilþrifum og það er óhætt að segja að með þessu hlutverki hafi þessum heillum horfna leikara verð gefið ómetanlegt tækifæri til upprisu. Mickey Rourke er Marv. Það er ekki hægt að segja neitt meira um það. Stórkostlegt og velkominn aftur heillakallinn! Undir allri þessari snilld kraum- ar svo eðaltónlist, menguð seiðandi saxófónleik, sem bindur alla þessa svart/hvítu dýrð saman í film noir í sinni tærustu mynd. Sin City er há- tæknilistaverk og um leið óður til svart/hvítu reyfarana sem áttu sitt blómaskeið upp úr 1940. Allt er þetta svo vel gert að maður á alveg eins von á að Humphrey Bogart birtist í einhverju regnvotu og skuggalegu strætinu. Sin City hefur því fullan rétt á að vera gamaldags karlremba og þó tvær meginsögurnar, The Hard Goodbye og That Yellow Bastard, séu glettilega keimlíkar og myndin í raun og veru tveggja klukkustunda blautur draumur unglingspilts er hún æði. Þetta verður ekki betra! Þórarinn Þórarinsson Skotheld snilld SIN CITY LEIKSTJÓRAR: ROBERT RODRIGUEZ OG FRANK MILLER AÐALHLUTVERK: MICKEY ROURKE, BRUCE WILLIS, JESSICA ALBA, CLIVE OWEN NIÐURSTAÐA: Sin City er hátæknilistaverk og um leið óður til svart/hvítu reyfarana sem áttu sitt blómaskeið upp úr 1940. Allt er þetta svo vel gert að maður á alveg eins von á að Hump- hrey Bogart birtist í einhverju regnvotu og skuggalegu strætinu. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN 18.–29. júlí Heyrnar- og talmeinastöð Íslands verður lokuð vegna sumarleyfis dagana 18.–29. júlí nk. Opnum aftur þriðjudaginn 2. ágúst. Fram að sumarleyfi og að því loknu er tekið við tímapöntunum alla virka daga kl. 9–16 í síma 581 3855. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum www.hti.is. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars. Starfsfólk Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Írska hljómsveitin U2 vann mál sitt gegn fyrrvarandi stílista sínum, Lola Cashman. Cashman hafði eign- að sér nokkra hluti sem höfðu mikið gildi fyrir sögu sveitarinnar og sagði hljómsveitarmeðlimi hafa gefið sér þá. Meðal þess sem Cash- man hafði í fórum sínum voru bux- ur og Stetson-hattur sem Bono var í á Joshua Tree-hljómleikaferðalag- inu. Hlutirnir voru metnir á rúm- lega fjögur hundruð þúsund krónur. Dómarinn Matthew Deery kvað upp úrskurð sinn í réttarsalnum í Dublin og sagði augljóst að Cash- man hefði tekið hlutina án leyfis. Þá þótti honum frásögn hennar mjög ótrúverðug. Honum fannst ólíklegt að Bono hefði striplast um á nær- buxum eftir tónleika en Cashman hélt því fram að Bono hefði gefið henni buxurnar og hattinn eftir tón- leika sveitarinnar í Arizona 1987. Þá var það Cashman varla til fram- dráttar að hún gaf út ósamþykkta ævisögu hljómsveitarinnar „Inside The Zoo“ sem kom sveitarmeðlim- um í mikið uppnám. Bono sagði sjálfur fyrir rétti að hljómsveitin gæfi yfirleitt ekki hluti frá sér og sér í lagi ekki hann, þar sem þeir væru honum mikilvægir. ■ BONO Söngvarinn knái úr U2 fær hattinn sinn og buxurnar aftur eftir að dómari í Dublin úrskurðaði hljómsveitinni í hag. U2 fær hlutina sína aftur Leikkonan Shannon Elizabeth hef- ur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til þriggja ára, Joseph D. Reitman. Þau hafa ekki búið saman síðan í mars. Elizabeth, sem er 31 árs, sló í gegn í fyrstu American Pie-mynd- inni sem hinn kynþokkafulli skiptinemi frá Tékklandi Nadia. Hún lék einnig í American Pie 2 auk þess sem hún hefur farið með hlutverk í Jay and Silent Bob Stri- ke Back og Scary Movie. Á meðal mynda sem Reitman hefur leikið í eru Drop Dead Sext og Choices. ■ Elizabeth sækir um skilna› SHANNON ELIZABETH Leikkonan sem sló í gegn í American Pie hefur sótt um skilnað.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.