Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er laugardagur 16. júlí, 197. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.44 13.34 23.22 AKUREYRI 3.00 13.18 23.34 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Hilmar Mánason var lengi búinn að leita að draumabílnum sem er Land Rover Wrangler. Leitin bar árangur fyrir tveimur mánuðum. „Ég varð himinlifandi þegar ég fann einn sem var þar að auki sérlega vel með far- inn. Ég er alsæll,“ segir Hilmar. „Bíllinn er fimmtán ára og var í eigu bifvéla- virkja sem hefur greinilega dekrað við hann. Þeir eltust ekkert sérlega vel þess- ir bílar svo þetta er sá eini af tegundinni sem er í umferð. Þessi er ljúfur og þægi- legur í keyrslu og vel með farinn fyrir utan hvað hann er flottur.“ Hilmar hefur enn sem komið er bara notað bílinn innanbæjar en að sjálfsögðu ætlar hann á bílnum á fjöll. „Þetta eru hinir einu sönnu fjallabílar,“ segir hann, en kveðst ekki vera með sérstaka jeppa- dellu. Hann er hins vegar alveg húkkaður á hjólinu sínu, sem er 15 ára gamalt Harley Davidson. „Ég er í mótorhjólaklúbbi sem heitir Hrafnar. Það er fínn hópur, enn sem kom- ið er erum við sjö fullgildir og einn svona „hang around,“ segir hann hlæjandi. „Við erum duglegir að trylla bæði í lengri og styttri ferðir.“ Hvað þarf að gera til að verða fullgildur? „Bara að kynnast okkur og falla vel inn í hópinn.“ Hilmar vinnur í bílabúðinni H. Jóns- son sem selur varahluti í ameríska bíla. „Það er alltaf að aukast úrvalið enda margir sem vilja eiga ameríska bíla. Það hefur hins vegar ekki verið mín deild enn sem komið er, enda búinn að eignast óskabílinn.“ edda@frettabladid.is Draumabíllinn loksins fundinn bilar@frettabladid.is Tyrknesk stjórnvöld hafa bann- að ferðamönnum að koma ak- andi á bílum sem eru eldri en 20 ára. Skýringin á þessu banni er að gömlu bílarnir eru óöruggir eins og kemur fram á vef FÍB, fib.is. Bannið tók gildi 1. júní á þessu ári. SAV er vinnuheiti væntanlegs fjölnotabíls frá Ford sem byggður er á Ford Mondeo. Yfirbygging SAV verður hábyggð en útlit bílsins er svipað og C-Max. SAV verður stærri og rúmar sjö manneskjur. Sætaskipanin í bílnum er 2+3+2 en öftustu sætin verða minni um sig en hin fimm. Hugmyndabíll SAV var kynntur á bílasýningunni í Genf síðasta vetur og fékk af- skaplega góðar viðtökur. D-Max verður líklega auðkenni bílsins. Fiat hefur hafið þróun á næstu kynslóð Fiat Stilo, sem er bíll í Golf flokknum. Fiat hefur fengið fyrirtækið Steyr í Austurríki til að ganga frá tæknilegri hlið bílsins, hanna hana, þróa og prófa áður en framleiðsla hefst. Nýi bíllinn fer á markað í byrjun árs 2007. Evrópuráðið hefur lagt fram til- lögu að reglugerð um notkunar- skatta á fólksbílum eins og fram kemur á heimasíðu FÍB, fib.is. Til- lagan felur í sér gagn- gerar breytingar frá núverandi tilhögun þessara mála í ríkj- unum á Evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt tillögunni á að útrýma skráningargjöldum í áföngum á fimm til tíu árum. Til að einstök ríki tapi ekki tekjum geta þau á móti hækkað notkun- arskatta á bílum í áföngum og hækkað aðra skatta á bílum ef nauðsynlegt er. Hilmar er stoltur af Wranglernum sínum sem er sá eini sinnar tegundar á götunum. LIGGUR Í LOFTINU í bílum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Ég fékk svo mikið af meðali að mér fannst ég enn veik þegar ég var orðin frísk. Triumph Speed Triple reynsluekið BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.