Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 4
HELGARUMFERÐIN Þung umferð var í báðar áttir frá Reykjavík í gær. Tvær skipu- lagðar hátíðir verða haldnar á Norðurlandi um helgina auk þess sem Þorláksmessu á sumri verður fagnað í Skálholti. Mikil ferðahelgi framundan: Ve›raskipti á morgun HELGIN Besta veðursins er að vænta á austurhluta landsins í dag að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar veðurfræðings. „Þar verður sæmilega sólríkt og hlýtt með hægum vindi,“ segir Sigurður. „Hins vegar verður líklega væta vestast á landinu, rigning eða skúrir.“ Úrkomusvæðið færist síðan með norðurströndinni og má vænta vætu í öllum landshlutum á morgun að sögn Sigurðar. Þá mega landsmenn eiga von á veðraskiptum. „Þá kemur norðan- átt með björtu veðri syðra,“ segir Sigurður. „Þá gæti orðið sólríkt í höfuðborginni en samfara því má búast við kólnandi veðri, einkum norðanlands.“ - ht KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,66 64,96 113,7 114,26 78,14 78,58 10,473 10,535 9,797 9,855 8,314 8,362 0,5771 0,5805 93,87 94,43 GENGI GJALDMIÐLA 15.07.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 109,5038 4 16. júlí 2005 LAUGARDAGUR Minnisvarði afhjúpaður á Ísafirði: Sigldu á breskt tundurduflabelti MINNISVARÐI Minnisvarði var af- hjúpaður á Ísafirði í gær um fólkið sem lét lífið þegar sex skip sukku út af Vestfjörðum í síðari heimsstyrjöld. Minnisvarðinn er gjöf frá rússneskum stjórnvöld- um í tilefni af því að 60 ár eru um þessar mundir liðin frá lokum styrjaldarinnar. Hinn 6. júlí 1942 fórust fjögur bandarísk flutningaskip, rúss- neska skipið Rodina og breski tundurspillirinn Niger út af Vest- fjörðum þegar skipalestin sigldi inn á breskt tundurduflabelti. 200 Rússar létust þennan dag, þar á meðal konur og börn rússneskra stjórnarerindreka í London. Daginn áður höfðu þýskir kaf- bátar, herskip og flugvélar sökkt 12 skipum bandamanna á Íslands- miðum í einni mannskæðustu sjóorrustu styrjaldarinnar. Fyrir vikið ákvað skipalest PQ-13, skipalestin sem Rodina var hluti af, að taka á sig krók og sigla norður fyrir Ísland. Siglingafræð- ingarnir sem vísuðu veginn gerðu hins vegar afdrifarík mistök; þeir villtust af leið og sigldu beint inn í breskt tundurduflabelti út af Horni á Vestfjörðum og öll skipin sukku með manni og mús. Rússneski sendiherrann á Ís- landi, Alexander Rannikh, hafði frumkvæði að því að reisa minnis- varðann sem í gær var afhjúpaður á Ísafirði í minningu þeirra sem létust þennan dag. - oá Eftirl‡stur efnafræ›- ingur handtekinn Egypskur efnafræ›inemi hefur veri› handtekinn vegna gruns um a› hafa a›- sto›a› vi› undirbúning sprengjutilræ›anna í Lundúnum. Fjöldi látinna í til- ræ›unum er kominn upp í 55. HRYÐJUVERK Lögreglan í Kaíró handtók í gær egypskan efna- fræðinema sem grunaður er um að hafa átt aðild að hryðjuverkun- um í Lundúnum í síðustu viku. Leiðtogar múslima í Bretlandi heimsóttu Leeds í gær og hétu því að taka öfgamenn í sínum röðum fastari tökum. Að beiðni bresku lögreglunnar handtók lögreglan í Kaíró, höfuð- borg Egyptalands, Magdi Ma- hmoud al-Nashar, 33 ára gamlan doktorsnema í efnafræði við há- skólann í Leeds, fyrir nokkrum dögum. Hann er grunaður um að hafa aðstoðað við að búa til sprengjurnar sem notaðar voru við árásirnar í Lundúnum 7. júlí. Enn fremur er talið að al-Nashar hafi lánað hryðjuverkamönnun- um íbúð sína til undirbúningsins en hann fór frá Bretlandi í júlí- byrjun. Egypskur embættismaður greindi frá því að al-Nashar hefði staðfastlega neitað öllum sakar- giftum heldur sagst vera í fríi í föðurlandi sínu og áformaði að snúa aftur. Máli sínu til stuðnings benti hann á að allar hans eigur væru enn í Leeds. Breska lögreglan hefur gert húsleit á heimili al-Nashar en ekki er vitað hverju hún hefur skilað. Fyrr í vikunni fundust sprengjur í húsi í Leeds sem búnar höfðu verið til úr efnum sem hægt er að kaupa í venju- legum lyfjabúðum. Þá greindi BBC frá því í gær að meintur meðlimur í al-Kaída hefði komið til Bretlands tveimur vikum fyrir árásirnar og yfir- gefið síðan landið nokkrum klukkustundum eftir þær. Hann var ekki undir eftirliti lögreglu en yfirmaður Lundúnalögregl- unnar sagði að engar vísbending- ar væru enn um að maðurinn tengdist árásunum. Í gær héldu helstu múslima- leiðtogar Bretlands til Leeds þar sem þeir hittu fjölskyldu eins sjálfsmorðssprengjumannsins. Iqbal Sacranie, forseti Breska múslimaráðsins lýsti því yfir við það tækifæri að aðgerða væri að vænta frá ráðinu. „Að vissu leyti berum við öll ábyrgð á ódæð- unum því við höfum gert of lítið til að sporna við hatursáróðri í samfélagi okkar.“ Enn einn farþeganna í strætis- vagninum sem sprakk við Tavistock Square dó í gær. Þar með eru 55 látnir eftir árásirnar. sveinng@frettabladid.is Sóknarpresturinn í Garðabæ: Funda›i me› rá›herra DEILUMÁL Séra Hans Markús Haf- steinsson, sóknarprestur í Garða- bæ, fundaði í gær með Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumála- ráðherra, vegna þeirra stöður sem uppi hefur verið í sókn hans. Að sögn Sveins Andra Sveins- sonar, lögmanns Hans, var um óformlegan fund að ræða enda vildi Björn heyra frá fyrstu hendi hvernig staðan væri, sem kunnugt er vill meirihluti sóknarnefndar Hans Markús á braut enda hafi kvartanir borist vegna starfa hans. Þar að auki hafa bæði úrskurðunar- og áfrýjunarnefnd Þjóðkirkjunnar staðfest að Hans skuli færa til í starfi en hann situr sem fastast. ■ ÓSÁTT VIÐ LEONCIE Ummæli söngkonunn- ar Leoncie fóru fyrir brjóstið á nokkrum ungmennum í Sandgerði sem efndu til mótmæla síðdegis í gær. Ungmenni í Sandgerði: Mótmæltu Leoncie MÓTMÆLI Hópur ungmenna stóð fyrir mótmælum fyrir utan hús söngkon- unnar Leoncie og eiginmanns henn- ar í Sandgerði í gærkvöldi og hróp- uðu til söngkonunnar. Var ástæðan viðtal sem tekið var við hana fyrr um daginn á út- varpsstöðinni XFM en þar fór hún hörðum orðum um slæma gestrisni gagnvart sér í bæjarfélaginu. Fannst ungmennunum nóg um enda ekki í fyrsta sinn sem söng- konan setur út á nágranna sína í bænum sem hún vill meina að sýni sér fordóma og niðurlægingu við hvert tækifæri. -aöe MINNISVARÐINN AFHJÚPAÐUR Alexander Rannikh átti frumkvæði að því að minnis- varðinn var reistur. M YN D 1/ B Æ JA R IN S B ES TA FLUGMÁL HLEKKTIST Á Í FLUGTAKI Fjög- urra sæta Cessna einkaflugvél hlekktist á í flugtaki frá Fljótavík á Hornströndum síðdegis í gær með þeim afleiðingum að lend- ingarbúnaður og vængur vélar- innar skemmdust. Engin meiðsl urðu á fólki en rannsókn stóð yfir í gærkvöldi. ÓMYRKUR Í MÁLI Iqbail Sacraine, forseti Breska múslimaráðsins, hét því í gær að gripið yrði til róttækra aðgerða þannig að voðaverkin í Lundúnum í síðustu viku endurtækju sig aldrei. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Bilun í bremsukerfi bíls: Rann ni›ur Kambana LÖGREGLUMÁL Bílstjóri var fluttur slasaður með sjúkrabifreið til Reykjavíkur eftir að fullfermdur malarflutningabíll sem hann ók rann stjórnlaus niður Kambana skömmu eftir hádegi í gær. Meiðsl hans voru ekki talin mjög alvarleg en bifreiðin er mikið skemmd, ef ekki ónýt. Talið er að bilun í bremsum hafi orðið til þess að bifreiðin hafnaði utan vegar í beygju efst í Kömbunum. Bifreiðin rann tals- verða vegalengd utan vegar áður en hún breytti um stefnu og fór aftur yfir Suðurlandsveg. Þar fór hún niður af háum vegarkanti og rann stjórnlaus rúmlega hundrað metra niður brekkuna. ■ VEÐRIÐ M YN D /V ÍK U R B LA Ð IÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.