Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 44
28 16. júlí 2005 LAUGARDAGUR Grindavík æskuáranna frá 1932 Þegar ég var að alast upp í Grindavík þá voru engar götur í bænum. Menn voru ekki kenndir við götur heldur húsin sem þeir bjuggu í. Ég kynntist ekki götum fyrr en ég fluttist til Reykjavíkur árið 1950. Í rauninni hef ég aldrei verið hrifinn af götum og ekki lagt nöfn þeirra sérstaklega á minnið. Stórholt 2, árið 1954 Ég bjó þarna með bróður mín- um og við máluðum alls kyns myndir og fígúrur á veggi íbúðar- innar sem var í kjallara hússins. Svo þegar við fluttum úr íbúðinni þurft- um við að mála yfir vegg- ina aftur og það tók ansi langan tíma að þekja vegg- ina þannig að listaverkin sæjust ekki. Ætli þessir veggir væru ekki mjög verðmætir í dag því þarna voru mikil listaverk. Felipe Gil nr. 6 í Barcelona, árið 1956 Þetta var hús sem var staðsett uppi fyrir ofan borgina, sumar- dvalarstaður fyrir listamenn. Maður sá yfir Barcelona og þetta var afskaplega fallegt. Það var mikið hlustað á tónlist í þessu húsi, sérstaklega Brahms. Handan við götuna var hús með flatþaki. Þegar við spiluðum tónlistina okkar kom konan sem bjó í húsinu mjög oft út á þakið og settist niður og hlustaði á tónlistina með okkur í gegnum gluggana á húsinu okkar. Svo þegar líða tók á kvöldið söfn- uðust fullt af flugum á hjálminn á ljósastaur sem var fyrir utan hús konurnar, þær vildu líka hlusta á tónlistina. Suðið í flugunum var oft svo mikið að nágrannakonan beygði sig niður af svölunum og stuggaði flugunum í burtu svo hún gæti hlustað á tónlistina í friði fyrir suðinu. Þetta hús var griða- staður listamanna og skálda og hafa verið skrifaðar margar bækur um þetta hús þar sem ég kem meðal annars fyrir. Calle Mandri nr. 6 í Barcelona Þetta var stjórnartíð Francos og verið að breyta Barcelona. Frá húsinu horfði ég yfir stóran garð sem verið hafði í eigi auðugrar borgaralegrar fjölskyldu. Trén í garðinum voru höggvin burt og garðinum var breytt í lóðir sem á voru byggð fjölbýlishús. Hið borgaralega samfélag var að láta undan hinu nýríka samfélagi. Ég fylgdist með þessum breytingum á spænsku samfélagi ofan af svöl- unum hjá mér. Praça da Alegria í miðbæ Lissabon Ég bjó á pensjónati sem svo vildi til að var einnig aðsetur neðanjarðarhreyf- ingar í borginni. Lög- reglustöðin var svo við hliðina. Þarna voru stjórnleysingj- ar, nasistar sem höfðu lokast inni í landinu eftir seinni heimsstyrjöldina, Vichy-menn sem höfðu flúið Frakkland í stríðinu, leikarar, vændiskonur, dansmeyjar, ég, brjálæðingar og alls konar fólk. Ég hitti svo einu sinni portúgalsk- an rithöfund sem sagði mér að þetta væri frægur staður því þarna höfðu verið höfuðstöðvar neðanjarðarhreyfingarinnar í Lissabon og ég sagðist nú heldur betur vita það því ég hefði þekkt mikið af þessu fólki. Á þessu penjónati, sem var staðsett mjög ofarlega í borginni, var oft vatnslaust yfir daginn. Vatnið kom ekki fyrr en á kvöldin. Allir höfðu kúkað í klósettin yfir daginn og í lok dags voru þau full og lyktin inni í húsunum var oft orðin ansi svakaleg. Það var ekki líft inni á pensjónatinu fyrir pest- inni og því fórum við út meðan lyktin var sem verst. Svo kom vatnið sem skolaði kúknum burt og þá gátum við farið aftur inn eftir að búið var að lofta út. Þá borðuðum við öll saman sem vorum þarna, það var svo gaman við þessi pensjónöt að það var allt gert saman. Sampaio gatan í Lissabon Ég leigði þar herbergi. Sá sem rak hótelið vildi endilega leigja mér því hann sagði að þar hefði búið frægur amerískur prófessor. Það var tekið á móti mér og mér sýnt herbergið, það var á sértilboði. Búið var að mála fyrir alla frönsku gluggana í herberginu nema einn neðst niðri í horninu. Ég fór að sofa um kvöldið. Þegar ég vaknaði þá byrjaði allt að fyll- ast af mjög fallegum stúlkum sem voru að vakna og baða sig á bað- herbeginu. Þá áttaði ég mig á því að þetta var hóruhús. Gluggarnir voru málaðir svartir svo þeir sem voru fyrir utan sæju ekki hvað þar fór fram en litla gluggann not- uðu hórurnar til þess að kíkja út á kaffihúsin og hótelin hvort kúnn- arnir þeirra væru nokkuð komnir á svæðið. Hotel Gerson í París Þegar ég fór um París bjó ég oft- ast á hjá ægilega ruglaðri kerl- ingu sem var pólskur gyðingur. Hún ruglaði mér alltaf saman við franska heimspekinginn Henri Bergson. Hún lét mig alltaf fá morgunverðinn þrisvar. Fyrst gaf hún mér morgunverðinn, svo Henri Bergson og svo einhverjum öðrum manni sem hún var með í höfðinu á sér. Svo var einhver ljóshærð kona sem tók fyrir þetta hjá kerlingunni. Ég var svo í París fyrir nokkrum árum og þá var búið að rífa hótelið og byggja eitt- hvað ægilega flott hótel í staðinn. Skúlagata 40, 2005 Þetta er eina gatan sem ég hef búið við sem er engin gata. Skúlagatan er viðrinisgata, eina viðrinisgatan sem ég hef búið við um ævina. Þetta er engin gata því hún er svo dauðhreinsuð, svo miklu líflausari en aðrar götur sem ég hef búið við. Ég held ég leyni svo bara öðrum götum sem ég hef búið við. ingi@frettabladid.is GÖTURNAR Í LÍFI MÍNU > GUÐBERGUR BERGSSON RITHÖFUNDUR Skítalykt, stjórnleysingjar, hórur og ég Rithöfundurinn skemmtilegi hefur búi› vi› margar götur í heiminum. Hér nefnir hann nokkra sta›i á Íslandi og su›ur vi› Mi›jar›arhafi› sem eru honum eftirminnilegir. Grindavík Stórholt Felipe Gil Calle Mandri Praça da Alegria Sampaio Hotel Gerson Skúlagata 40 GUÐBERGUR BERGSSON Rithöfundurinn hefur farið víða og búið við margar götur um ævina. Hann kveðst hins vegar ekki vera hrifinn af götum og allra síst Skúlagötunni sem hann býr við í dag og kallar viðrinisgötu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.