Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 28
4 16. júlí 2005 LAUGARDAGUR Sportbíll í hvunndagsfötum Í fljótu bragði lítur Megane RS út eins og venjulegur Megane, þó má greina að sportbíll sé á ferð á grillinu og tvöföldu pústi. Renault Megane Sport sker sig í útliti lítið frá venjulegum Renault Megane þrátt fyrir að vera öflugur og skemmtilegur sportbíll. Það er eitthvað heillandi við bíl sem lítur út fyrir að vera venjulegur en er það hreint ekki. Þannig bíll er Renault Megane Sport. Að utan lítur hann út eins og venjulegur Megane fyrir utan tvöfalt púst og sportlegt grill. Þegar inn er komið taka á móti manni leðurklædd sportsæti og appelsínugul öryggisbelti, svona til að auka á stemmninguna, og hurða- opnarar úr burstuðu stáli. Þetta er þó bara byrjunin, því þegar bíllinn hefur verið ræstur kemur í ljós afl- mikill og sprækur sportbíll. Sportsætin í bílnum halda vel utan um ökumanninn og gera hann að afar þægilegum ferðabíl og allt innanstokks er þægilegt og að- gengilegt. Bíllinn er einnig vel bú- inn geymsluhólfum, eins og vænta má í bíl frá Renault. Lyklalaust að- gengi er líka sniðugt, nóg er að hafa spjaldið í vasanum bæði til að opna bílinn og ræsa hann. Akstur Megane RS er hreinasta skemmtun. Ekki þarf nema rétt að koma við bensíngjöfina til að bíllinn taki við sér eins og viljugur hestur og löghlýðinn ökumaður verður að hafa sig allan við að halda sig á há- markshraða. Sex gírar og sport- fjöðrun eykur á sportlega akst- urseiginleika bílsins og ESP stöðug- leikastýring sömuleiðis. Stýrið er lipurt og gefur góða tilfinningu fyr- ir akstrinum. Meðal sportbúnaðar sem prýðir bílinn er, auk tvöfalds pústs, sportgrills og sportsæta má nefna þrýstiskynjara í dekkjum, skriðstilli, sjálfvirkar þurrkur og loftkælingu. Megane RS er búinn sama ör- yggisbúnaði og Meganinn sem hef- ur skilað honum fimm stjörnum í Euro NCAP prófunum. Meðal ör- yggisbúnaðar má nefna EBD neyð- arhemlun, sex öryggispúða, styrkt- arbita í hurðum og sérstaklega styrktan toppur og botn. Megane RS er skemmtilegur val- kostur fyrir þá sem vilja bíl með góða sportlega eiginleika án þess að það standi skrifað stórum stöfum á honum að hann sé sportbíll. Hann er líka fimm dyra og getur því sem best þjónað þörfum fjölskyldu. Megane RS þarf að sérpanta hjá B&L. steinunn@frettabladid.is REYNSLUAKSTUR MEGANE RS Vél 2 l túrbó 225 hestöfl Gírar 6 beinskiptur Hröðun 6,5 úr 0 í 100 km/klst. Verð kr. 3.350.000 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! FRIENDS VIRKA DAGA KL. 20:30 SIRKUS ER KOMINN Í LOFTIÐ! GÍTARINN ehf. *** NÝ SENDING *** Opið: Mán-Fös kl. 10-18 • Lau kl 11-16 ÞJÓÐLAGAGÍTAR Poki, ól, DVD kennsludiskur, neglur, stilliflauta, auka strengir kr 12.900.- Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • sími 552 2125 • gitarinn@gitarinn.is • www.gitarinn.is Jepplingar frá Renault og PSA Jepplingaæðið hefur loksins teygt anga sína til bílaframleiðandanna. Eins og flestir hafa tekið eftir hefur geisað mikið jepplinga- og jeppaæði í Evr- ópu undanfarin misseri en bílaframleiðendurnir PSA, Peugeot og Citroën og Renault hafa ekki tekið þátt í því. Nú er breyting á og er búið að ganga frá samningum við Mitsubishi um að framleiða nýja kynslóð af Outlander jepplingnum með ýmist Peugeot eða Citroën útliti. Nýi jepplingurinn verður frumsýndur á Genfar sýningunni árið 2007. Jepplingarnir munu líklegast fá heitin Peugeot 7007 og Citroën C7. Á svipuðum tíma mun Renault jepplingurinn líta dagsins ljós en hann verður byggður á Nissan X-trail og settur saman hjá Samsung í Kóreu. Gerðarheiti hans verður líklegast Koleos. Renault jepplingurinn verður byggður á Nissan X-trail. Þýskubíllinn lagður af stað Porche Cayenne-sportjeppi fer um landið og hitar upp fyir HM á næsta ári. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefst í Munchen í Þýskalandi í júní 2006. Keppnin er tilefni þess að flautað hefur verið til leiks með Þýskubíln- um sem er samstarfsverkefni þýska sendiráðsins á Íslandi, Félags þýzkukenn- ara, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskóla Íslands. Bíllinn er sportjeppi af gerðinni Porsche Cayenne en honum verður ekið um landið með upplýsingar um heimsmeistaramótið sem haldið verður í tólf borgum í Þýskalandi. Janframt verður boðið upp á örnámskeið í „fótbolta- þýsku“ og fleira tengt fótbolta og HM. Íþróttafélög, æskulýðsfélög og skólar um allt land geta fengið Þýskubílinn í heimsókn, en áætlaðar eru þrjár hringferðir krignum landið. Þýskubíllinn verður með stórt fótboltaspjald (Torwand) í farteskinu fyrir þá sem vilja láta reyna á skotfimina. Þýskubíllinn er glæsilegur sportjeppi af gerðinni Porsche Cayenne.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.