Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 8
1Hvað heitir lystiskipið stóra sem sóttiReykjavíkurhöfn heim í fyrradag? 2Hvað líður langt á milli strætóferða ástofnleiðum á háannatíma í nýju leiðakerfi? 3Hve löng þögn var í London á fimmtu-daginn vegna árásanna viku fyrr? Svör bls. 46 VEISTU SVARIÐ? 8 16. júlí 2005 LAUGARDAGUR Heilbrigðisstofnun Suðurlands: S‡knu› af bótakröfu læknis DÓMSMÁL Héraðsdómur Suður- lands hefur sýknað Heilbrigðis- stofnun Suðurlands af rúmlega 28 milljón króna bótakröfu læknis vegna uppsagnar á grundvelli samskiptaörðugleika og endurtekinna kvartana sjúk- linga. Hélt læknirinn því fram að uppsögn sín hefði verið ólögmæt og fór fram á ríflegar bætur auk vaxta frá uppsagnardegi en hann starfaði við heilsugæslu- stöðina í Hveragerði um tæplega tveggja ára skeið frá október 2001 til febrúar 2003. Féllst dómurinn ekki á rök mannsins sem sjúklingar og aðr- ir kvörtuðu yfir meðan hann var við störf. Hann var áminntur með formlegum hætti vegna þeirra kvartana sem og fyrir óstundvísi í janúar 2003 en hegð- an mannsins þótti ekki batna eft- ir áminninguna. Í kjölfarið var viðkomandi frá vinnu vegna veikinda í tvær vikur auk þess að taka sér launalaust leyfi og var tilkynnt um uppsögn þegar hann snéri til baka til vinnu eftir það. -aöe Abbas lætur til skarar skrí›a Tveir táningar og sex vígamenn féllu í átökum palestínskra öryggissveita og skæruli›a Hamas í Gazaborg í gær. Mörg ár eru sí›an til jafn har›ra bardaga hefur komi› á milli Palestínumanna. GAZA, AP Í odda skarst á milli palestínskra öryggissveita og skæruliða Hamas-samtakanna í Gaza-borg í gær og féllu tveir unglingar í bardögunum. Þetta eru verstu átök á milli Palestínu- manna í áraraðir. Upptök ólgunnar má rekja til flugskeytaárásar herskárra Pal- estínumanna á samyrkjubú rétt við landamærin á Gaza á fimmtu- daginn sem kostaði ísraelska konu lífið. Bæði Hamas og Al Aqsa samtökin lýstu yfir ábyrgð á því tilræði, að því er virðist til að hefna fyrir aftöku ísraelskra her- manna á Palestínumanni, tengd- um Al Aqsa-samtökunum. Í gærmorgun réðust palest- ínskar öryggissveitir inn í Zeit- oun-hverfið í Gaza-borg til að kló- festa skæruliða sem taldir voru standa fyrir árásunum í fyrrdag. Þær mættu hins vegar mikilli mótspyrnu uppreisnarmanna sem kveiktu í lögreglustöð og nokkrum herjeppum. Tveir táningspiltar, 13 og 17 ára, biðu bana í átökunum og 25 særðust, þar af sex lögreglumenn. Ísraelski flugherinn gerði loft- árás á yfirgefið hús sem skærulið- ar lögðu undir sig og fórst einn þeirra í árásinni, skömmu síðar skutu ísraelskir hermenn annan skæruliða þar. Fjórir skæruliðar létust svo í annarri loftárás. Aðgerðir palestínskra yfir- valda benda til stefnubreytingar en þau hafa legið undir ámæli fyrir að taka ekki uppreisnar- menn nógu föstum tökum. Loft- árásir Ísraela þykja á hinn bóginn vísbending um að þeir séu að missa trúna á Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórn- arinnar og kjósi að grípa til eigin ráða. Í það minnsta virðist vopna- hléið frá því í febrúar standa á brauðfótum. sveinng@frettabladid.is 1300 öryrkjar fengu bréf: Lengst leita› til ársins 1973 FÉLAGSMÁL Alls voru um 1300 ör- yrkjar krafðir um skattframtöl síðustu þriggja ára fyrir örorku- mat. „Skattstofur hafa brugðist vel við fólki sem leitar til þeirra,“ segir Matthildur Hermannsdóttir, framkvæmdastjóri greiðslustofu lífeyrissjóðanna. „Það á að vera vandalaust að fá þessi gögn þó það taki mislangan tíma. Það er í und- antekningartilfellum sem óskað var eftir gögnum langt aftur í tím- ann.“ Elstu framtölin sem um ræð- ir eru frá 1973 en skattstofur eiga ekki eldri skýrslur en frá 1979, en eldri framtöl eru varðveitt á Þjóð- skjalasafni Íslands. - grs Nýr skólastjóri: Fimm sækja um Landakot LANDAKOTSSKÓLI Fjórir umsækjend- ur eru um stöðu skólastjóra í Landakotsskóla. Þeir eru Guðlaug Teitsdóttir, Laufey Jónsdóttir, Regína Höskuldsdóttir og einn sem óskar nafnleyndar. Laufey er einn ósáttu kennaranna við skólann og hinir tveir hafa starfað sem skóla- stjórar. Rætt verður við þá eftir helgi og vonast er til að skólastjóri, sem hefur starf 1. ágúst, verði ráðinn í næstu viku Upphaflega voru umsækjendur fimm en einn þeirra dró umsóknina til baka. - grs Nýtt fyrir reykingamenn: Bjór me› níkótíni NEYTENDUR Þýski bjórframleiðand- inn Nautilus hefur hafið fram- leiðslu á bjór með níkótíni sem á að geta komið í stað níkótínsplásturs eða -tyggjós. Bjórinn er 6,3 prósent að styrkleika og ein 25 cl flaska inniheldur einn þriðja af níkótín- magni heils sígarettupakka. Bjórinn er meðal annars hugsaður fyrir svæði þar sem bannað er að reykja á veitingahús- um. Forfallnir reykingamenn geta fengið sér hann frekar en að fara út af staðnum til að reykja. ■ UMFERÐ Þeir sem hyggja á ferðalög um helgina geta átt von á miklu eftirliti á þjóð- vegum landsins. Hert umferðareftirlit: Hægari akstur LÖGGÆSLA Hert umferðareftirlit á þjóðvegum landsins skilar sér í hægari akstri að sögn lögreglu. Lögreglan í Borgarnesi segir greinilegan mun á því að færri séu teknir fyrir of hraðan akstur nú en í upphafi átaksins, sem hófst 28. júní. Lögreglan á Hvolsvelli tekur í sama streng og segir heldur að draga úr hraða á þjóðvegunum. Aðra viku umferðareftirlitsins voru 202 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, samanborið við tæp- lega 250 í fyrstu vikunni. Hertu eftirliti verður haldið áfram til 1. október. - ht – handsmíðaðar gæðavélar Vélar og þjónusta hefja innflutning á frábærum vinnuvélum frá Venieri. Venieri er einn virtasti framleiðandi vinnuvéla í Evrópu, ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir um 900 vélar á ári. Vélarnar eru ekki settar saman í fjöldaframleiðslulínu heldur er hver og ein handsmíðuð af sérþjálfuðum starfsmönnum. Venieri-vélarnar hafa reynst framúrskarandi við íslenskar aðstæður og eru á mjög góðu verði. Eigum Venieri-vélar á lager - komdu og kynntu þér þær! Perkins 1104-44T 77 kw/105 hp Dekk: 404/70R24 Vinnuþyngd 7.500 kg „Bosc Rexroth Hydrostatic Transmission“ stiglaus skipting „Speed reduction“ stillanlegur ökuhraði óháður snúningshraða mótors. „Inch pedal” skipting slær út við hemlun vélar. Tregðulæsing fyrir fram- og afturdrif. „Ride control“ jafnvægisbúnaður á mokstursgálga. Öryggisventlar fyrir lyftutjakka. Perkins 1104C-44. 86KW/117 hp. Dekk: 17.5 L24 Vinnuþyngd 8800 kg. Hjólaskóflur Vökvahraðtengi fyrir mokstursskóflu. Opnanleg mokstursskófla (4 in 1) með áboltuðum þverskera. Lyftaragafflar á lyftaraplani. Yfirstærð af rafgeymi. Loftsæti fyrir ökumann. Í báðum vélum: Liðstýrð hjólaskófla VF 963 Liðstýrð hjólaskófla VF 763B FRÁ HVERAGERÐI Kröfu læknis sem starf- aði á heilsugæslustöð bæjarins um bætur vegna ólögmætrar uppsagnar var vísað frá í Héraðsdómi Suðurlands. BRYNDREKI BRENNUR Til átaka kom á milli palestínskra hersveita og uppreisnar- manna á Gaza í gær. Síðustu tvo daga hefur ólga vaxið mjög á svæðinu.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P SPÁNN SPRENGING Í BARCELONA Heimatilbúin sprengja var sprengd í anddyri ítalsks bílaum- boðs í Barcelona í gærmorgun. Enginn særðist í sprengingunni. Þetta er í annað skipti á einni viku þar sem fyrirtæki með ítölsk tengsl verður fyrir slíkri árás. Talið er að anarkistar beri ábyrgð á tilræðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.