Fréttablaðið - 16.07.2005, Page 8
1Hvað heitir lystiskipið stóra sem sóttiReykjavíkurhöfn heim í fyrradag?
2Hvað líður langt á milli strætóferða ástofnleiðum á háannatíma í nýju
leiðakerfi?
3Hve löng þögn var í London á fimmtu-daginn vegna árásanna viku fyrr?
Svör bls. 46
VEISTU SVARIÐ?
8 16. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Heilbrigðisstofnun Suðurlands:
S‡knu› af bótakröfu læknis
DÓMSMÁL Héraðsdómur Suður-
lands hefur sýknað Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands af rúmlega
28 milljón króna bótakröfu
læknis vegna uppsagnar á
grundvelli samskiptaörðugleika
og endurtekinna kvartana sjúk-
linga.
Hélt læknirinn því fram að
uppsögn sín hefði verið ólögmæt
og fór fram á ríflegar bætur auk
vaxta frá uppsagnardegi en
hann starfaði við heilsugæslu-
stöðina í Hveragerði um tæplega
tveggja ára skeið frá október
2001 til febrúar 2003.
Féllst dómurinn ekki á rök
mannsins sem sjúklingar og aðr-
ir kvörtuðu yfir meðan hann var
við störf. Hann var áminntur
með formlegum hætti vegna
þeirra kvartana sem og fyrir
óstundvísi í janúar 2003 en hegð-
an mannsins þótti ekki batna eft-
ir áminninguna. Í kjölfarið var
viðkomandi frá vinnu vegna
veikinda í tvær vikur auk þess
að taka sér launalaust leyfi og
var tilkynnt um uppsögn þegar
hann snéri til baka til vinnu eftir
það. -aöe
Abbas lætur til skarar skrí›a
Tveir táningar og sex vígamenn féllu í átökum palestínskra öryggissveita og skæruli›a Hamas í Gazaborg
í gær. Mörg ár eru sí›an til jafn har›ra bardaga hefur komi› á milli Palestínumanna.
GAZA, AP Í odda skarst á milli
palestínskra öryggissveita og
skæruliða Hamas-samtakanna í
Gaza-borg í gær og féllu tveir
unglingar í bardögunum. Þetta
eru verstu átök á milli Palestínu-
manna í áraraðir.
Upptök ólgunnar má rekja til
flugskeytaárásar herskárra Pal-
estínumanna á samyrkjubú rétt
við landamærin á Gaza á fimmtu-
daginn sem kostaði ísraelska konu
lífið. Bæði Hamas og Al Aqsa
samtökin lýstu yfir ábyrgð á því
tilræði, að því er virðist til að
hefna fyrir aftöku ísraelskra her-
manna á Palestínumanni, tengd-
um Al Aqsa-samtökunum.
Í gærmorgun réðust palest-
ínskar öryggissveitir inn í Zeit-
oun-hverfið í Gaza-borg til að kló-
festa skæruliða sem taldir voru
standa fyrir árásunum í fyrrdag.
Þær mættu hins vegar mikilli
mótspyrnu uppreisnarmanna sem
kveiktu í lögreglustöð og
nokkrum herjeppum. Tveir
táningspiltar, 13 og 17 ára, biðu
bana í átökunum og 25 særðust,
þar af sex lögreglumenn.
Ísraelski flugherinn gerði loft-
árás á yfirgefið hús sem skærulið-
ar lögðu undir sig og fórst einn
þeirra í árásinni, skömmu síðar
skutu ísraelskir hermenn annan
skæruliða þar. Fjórir skæruliðar
létust svo í annarri loftárás.
Aðgerðir palestínskra yfir-
valda benda til stefnubreytingar
en þau hafa legið undir ámæli
fyrir að taka ekki uppreisnar-
menn nógu föstum tökum. Loft-
árásir Ísraela þykja á hinn bóginn
vísbending um að þeir séu að
missa trúna á Mahmoud Abbas,
forseta palestínsku heimastjórn-
arinnar og kjósi að grípa til eigin
ráða. Í það minnsta virðist vopna-
hléið frá því í febrúar standa á
brauðfótum. sveinng@frettabladid.is
1300 öryrkjar fengu bréf:
Lengst leita›
til ársins 1973
FÉLAGSMÁL Alls voru um 1300 ör-
yrkjar krafðir um skattframtöl
síðustu þriggja ára fyrir örorku-
mat. „Skattstofur hafa brugðist
vel við fólki sem leitar til þeirra,“
segir Matthildur Hermannsdóttir,
framkvæmdastjóri greiðslustofu
lífeyrissjóðanna. „Það á að vera
vandalaust að fá þessi gögn þó það
taki mislangan tíma. Það er í und-
antekningartilfellum sem óskað
var eftir gögnum langt aftur í tím-
ann.“ Elstu framtölin sem um ræð-
ir eru frá 1973 en skattstofur eiga
ekki eldri skýrslur en frá 1979, en
eldri framtöl eru varðveitt á Þjóð-
skjalasafni Íslands. - grs
Nýr skólastjóri:
Fimm sækja
um Landakot
LANDAKOTSSKÓLI Fjórir umsækjend-
ur eru um stöðu skólastjóra í
Landakotsskóla. Þeir eru Guðlaug
Teitsdóttir, Laufey Jónsdóttir,
Regína Höskuldsdóttir og einn sem
óskar nafnleyndar. Laufey er einn
ósáttu kennaranna við skólann og
hinir tveir hafa starfað sem skóla-
stjórar. Rætt verður við þá eftir
helgi og vonast er til að skólastjóri,
sem hefur starf 1. ágúst, verði
ráðinn í næstu viku
Upphaflega voru umsækjendur
fimm en einn þeirra dró umsóknina
til baka. - grs
Nýtt fyrir reykingamenn:
Bjór me›
níkótíni
NEYTENDUR Þýski bjórframleiðand-
inn Nautilus hefur hafið fram-
leiðslu á bjór með níkótíni sem á að
geta komið í stað níkótínsplásturs
eða -tyggjós. Bjórinn er 6,3 prósent
að styrkleika og ein 25 cl flaska
inniheldur einn þriðja af níkótín-
magni heils sígarettupakka.
Bjórinn er meðal annars
hugsaður fyrir svæði þar sem
bannað er að reykja á veitingahús-
um. Forfallnir reykingamenn geta
fengið sér hann frekar en að fara
út af staðnum til að reykja. ■
UMFERÐ Þeir sem hyggja á ferðalög um
helgina geta átt von á miklu eftirliti á þjóð-
vegum landsins.
Hert umferðareftirlit:
Hægari akstur
LÖGGÆSLA Hert umferðareftirlit á
þjóðvegum landsins skilar sér í
hægari akstri að sögn lögreglu.
Lögreglan í Borgarnesi segir
greinilegan mun á því að færri séu
teknir fyrir of hraðan akstur nú en
í upphafi átaksins, sem hófst 28.
júní. Lögreglan á Hvolsvelli tekur í
sama streng og segir heldur að
draga úr hraða á þjóðvegunum.
Aðra viku umferðareftirlitsins
voru 202 ökumenn kærðir fyrir of
hraðan akstur, samanborið við tæp-
lega 250 í fyrstu vikunni. Hertu
eftirliti verður haldið áfram til 1.
október. - ht
– handsmíðaðar gæðavélar
Vélar og þjónusta hefja innflutning á frábærum vinnuvélum frá Venieri. Venieri er einn
virtasti framleiðandi vinnuvéla í Evrópu, ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir um 900 vélar
á ári. Vélarnar eru ekki settar saman í fjöldaframleiðslulínu heldur er hver og ein handsmíðuð
af sérþjálfuðum starfsmönnum. Venieri-vélarnar hafa reynst framúrskarandi við íslenskar
aðstæður og eru á mjög góðu verði.
Eigum Venieri-vélar á lager - komdu og kynntu þér þær!
Perkins 1104-44T 77 kw/105 hp
Dekk: 404/70R24
Vinnuþyngd 7.500 kg
„Bosc Rexroth Hydrostatic Transmission“ stiglaus skipting
„Speed reduction“ stillanlegur ökuhraði óháður snúningshraða mótors.
„Inch pedal” skipting slær út við hemlun vélar.
Tregðulæsing fyrir fram- og afturdrif.
„Ride control“ jafnvægisbúnaður á mokstursgálga.
Öryggisventlar fyrir lyftutjakka.
Perkins 1104C-44. 86KW/117 hp.
Dekk: 17.5 L24
Vinnuþyngd 8800 kg.
Hjólaskóflur
Vökvahraðtengi fyrir mokstursskóflu.
Opnanleg mokstursskófla (4 in 1) með áboltuðum þverskera.
Lyftaragafflar á lyftaraplani.
Yfirstærð af rafgeymi.
Loftsæti fyrir ökumann.
Í báðum vélum:
Liðstýrð hjólaskófla VF 963
Liðstýrð hjólaskófla VF 763B
FRÁ HVERAGERÐI Kröfu læknis sem starf-
aði á heilsugæslustöð bæjarins um bætur
vegna ólögmætrar uppsagnar var vísað frá
í Héraðsdómi Suðurlands.
BRYNDREKI BRENNUR Til átaka kom á
milli palestínskra hersveita og uppreisnar-
manna á Gaza í gær. Síðustu tvo daga
hefur ólga vaxið mjög á svæðinu.FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
SPÁNN
SPRENGING Í BARCELONA
Heimatilbúin sprengja var
sprengd í anddyri ítalsks bílaum-
boðs í Barcelona í gærmorgun.
Enginn særðist í sprengingunni.
Þetta er í annað skipti á einni
viku þar sem fyrirtæki með ítölsk
tengsl verður fyrir slíkri árás.
Talið er að anarkistar beri ábyrgð
á tilræðinu.