Fréttablaðið - 07.08.2005, Page 26
8
ATVINNA
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið
af jafnréttisáætlun skólans.
Háskóli Íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, s. 525 4000
REIKNISTOFNUN
NETSÉRFRÆÐINGUR
Reiknistofnun óskar að ráða netsérfræðing.
Reiknistofnun er vel staðsett þjónustustofnun
í mjög fjölbreyttu rekstrarumhverfi. Áhersla
er lögð á hátækni og símenntun í starfi.
Reiknistofnun er í miklu samstarfi við hlið-
stæðar stofnanir á Norðurlöndum.
Starfið
Um er að ræða sérhæft starf á sviði staðar-
og víðnetlausna. Helstu verkefni eru netstjórn-
un, neteftirlit, rekstur og uppbygging netkerfis
Háskóla Íslands (HInet). Í boði er áhugavert
og krefjandi starf þar sem sjálfstæði og
skipulagshæfileikar fá að njóta sín. Netbúnað-
ur er frá Cisco. Hugbúnaðarumhverfi er Unix,
Linux, Windows og MacOSX. Á HIneti eru nú
tengd um 8000 tæki og notendur eru um
12.000 manns.
Hæfniskröfur
Leitað er að áhugasömum einstaklingi með
menntun og reynslu á sviði netrekstrar. Æski-
legur bakgrunnur er menntun í rafiðnaðar-
greinum og skilyrði er reynsla af Cisco IOS
stýrikerfum. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnu-
brögð, hæfileika í mannlegum samskiptum
og hópstarfi. Starfið hentar konum ekki síður
en körlum og eru konur hvattar til að sækja
um starfið.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k.
Nánari upplýsingar veitir Birgir Guðbjörnsson,
deildarstjóri netdeildar, sími 525 4106, netfang:
birgirkr@hi.is.
Sjá nánar á www.hi.is/page/storf og
www.starfatorg.is
Sif Gunnarsdóttir er verkefn-
isstjóri viðburða hjá Höfuð-
borgarstofu. Starf hennar felst
meðal annars í því að skipu-
leggja viðburði eins og menn-
ingarnótt og vetrarhátíð.
„Það er í rauninni ótrúlega margt
sem felst í þessu starfi. Ég sé um
skipulagningu og framkvæmd á
þessum stóru viðburðum sem
Reykjavíkurborg stendur fyrir
svo sem menningarnótt og vetrar-
hátíð,“ segir Sif sem er verkefnis-
stjóri viðburða hjá Höfuðborgar-
stofu. „Starfið snýst að mjög
miklu leyti um að vera í samskipt-
um við fólk og þá í rauninni alla
sem koma að þessum viðburðum.
Það er alveg frábært. Ég hef sam-
band við listamenn, fyrirtæki,
stofnanir og hópa. Allt frá því að
leigja salerni og upp í að redda
styrktaraðilum. Kynningarmálin
eru líka fyrirferðamikil og ég
þarf að vera í góðu sambandi við
fjölmiðla og auglýsingastofur. Ég
kem eiginlega að öllu sem snýr að
skipulagningunni og stundum
finnst mér eins og mér sé ekkert
óviðkomandi,“ segir Sif og hlær.
Hún er þó ekki ein um að skipu-
leggja þessa viðburði því í hvert
sinn hefur hún með sér diggan
hóp samstarfsmanna. „Það eru
óteljandi atriði sem þarf að taka
með í reikninginn og í rauninni er
stór atburður eins og menning-
arnótt búinn til af öllum þeim sem
vilja taka þátt, ekki bara þeim
sem sjá um skipulagið,“ segir Sif.
Sif hefur starfað hjá Höfuð-
borgarstofu frá því í nóvember
árið 2002 en áður starfaði hún
meðal annars í menningarmið-
stöðinni Gerðubergi. Hún er
með mastersgráðu í menningar-
fræðum og segir að námið nýtist
vel í starfinu. „Auðvitað nýtist
námið vel og reynslan frá
Gerðubergi er líka góð. Öll
reynsla kemur sér vel og það
nýtist mér líka að hafa unnið við
að þrífa á hóteli og afgreitt á
bar. Maður á ekki að gera lítið
úr neinni vinnu,“ segir Sif sem
ætlar að setjast á skólabekk í
haust og læra rekstar- og við-
skiptafræði hjá Endurmenntun
Háskóla Íslands.
Það er nóg að gera í vinnunni
hjá Sif og lítið um dauða tíma.
„Þetta eru stór verkefni og það
þarf að fylgja þeim vel eftir. Allt
frá því hugmyndirnar kvikna og
þangað til maður skilar skýrslu að
viðburðinum loknum. Um leið og
einu verkefni lýkur tekur annað
við en þetta er allt saman mjög
skemmtilegt. Það er dásamlegt að
fylgjast með því þegar hugmynd
fæðist og maður nær í samstarfi
við frábæra listamenn að hlúa að
henni þannig að hún verður að
einhverju stóru. Ég hef gríðarlega
gaman að þessu. Menning í víð-
asta skilningi þess orðs, er mitt
helsta áhugamál og frábært að fá
að sameina starf og áhugamál,“
segir Sif.
Gaman þegar hugmyndirnar verða að veruleika
Sif er með mastersgráðu í menningarfræðum en ætlar að setjast aftur á skólabekk í haust
og læra rekstar- og viðskiptafræði.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI