Fréttablaðið - 07.08.2005, Side 48
20 7. ágúst 2005 SUNNUDAGUR
Fimmtíu sta›reyndir
um fimm aldna Íslandsvini
Fimm tónlistarmenn í eldri kantinum hei›ra Ís-
lendinga me› nærveru sinni á næstunni. Freyr
Bjarnason gróf upp tíu sta›reyndir um hvern
listamann fyrir sig, sem allir eiga áratuga reynslu
a› baki í tónlistarbransanum.
MICHAEL BOLTON 51 árs
Rétt nafn: Michael Bolotin.
Fæðingardagur: 26. febrúar 1954.
Fæðingarstaður: New Haven í Connecticut.
Uppruni: Bolton skrifaði undir sinn fyrsta plötusamning
aðeins 15 ára. Átrúnaðargoð hans voru Ray Charles,
Marvin Gaye og Otis Redding.
Fyrsta hljómsveit: Þungarokksveitin Blackjack.
Fyrsta plata: Michael Bolton (1983).
Vissir þú að..: Bolton átti misheppnaðan sólóferil undir
sínu rétta nafni, Michael Bolotin, áður en hann sló í
gegn sem ballöðukóngurinn Michael Bolton.
Fræg lög: How Am I Supposed To Live Without You og
When a Man Loves a Woman.
Orðspor: Hjartaknúsari, rómantíker og maðurinn með
stóru röddina.
Á Íslandi: 21. september í Laugardalshöll.
BOBBY MCFERRIN 55 ára
Rétt nafn: Bobby McFerrin.
Fæðingardagur: 11. mars 1950.
Fæðingarstaður: New York-borg.
Uppruni: Fluttist snemma með fjölskyldu sinni til Los Angeles og lærði á
píanó í menntaskóla. Bæði mamma hans og pabbi voru klassískir söngv-
arar.
Fyrsta hljómsveit: Píanóleikari með Ice Follies,
Fyrsta plata: Bobby McFerrin (1982).
Vissir þú að..: McFerrin fékk ekki áhuga á söng fyrr en 1977. Hann kom
fyrst fram undir eigin nafni 1980 þegar grínistinn Bill Cosby útvegaði
honum pláss á Playboy Jazz-hátíðinni í Hollywood Bowl.
Fræg lög: Don’t Worry, Be Happy og titillag sjón-
varpsþáttanna vinsælu The Cosby Show.
Orðspor: Einn sérstæðasti og fjölhæf-
asti söngvari heimsins. Getur
hljómað eins og þrír söngvarar
á sama tíma.
Á Íslandi: 9. ágúst í Háskóla-
bíói.
ALICE COOPER
Rétt nafn: Vincent Damon Furnier.
Fæðingardagur: 4. febrúar 1948.
Fæðingarstaður: Detroit, Michigan.
Uppruni: Fjölskylda Coopers fluttist frá bíla-
borginni Detroit til Phoenix í Arizona þegar
hann var ungur að aldri.
Fyrsta hljómsveit: Earwigs.
Fyrsta plata: Pretties For You (1969).
Vissir þú að...: Cooper skrifaði greinar í
skólablað Cortez-menntaskólans í Phoenix
og var í hlaupaliði skólans.
Fræg lög: School’s Out árið 1972 og
Poison 1989.
Orðspor: Brautryðjandi í svoköll-
uðu sjokkrokki þar sem leikhúsi og
tónleikum er blandað saman í eina
stóra sýningu.
Á Íslandi: 13. ágúst í Kaplakrika.
57 ára
JOE COCKER 61 árs
Rétt nafn: Joe Cocker en gekk undir
sviðsnafninu Vance Arnold um tíma.
Fæðingardagur: 20. maí 1944.
Fæðingarstaður: Sheffield á
Englandi.
Uppruni: Cocker starfaði sem bens-
ínafgreiðslumaður áður hann sló í
gegn undir eigin nafni.
Fyrsta hljómsveit: Vance Arnold
and the Avengers.
Fyrsta plata: With a Little Help
From My Friends (1969).
Vissir þú að...: Cocker hitaði upp
fyrir Rolling Stones á tónleikum í
heimaborg sinni Sheffield árið 1963
með hljómsveitinni Vance Arnold and the Avengers.
Fræg lög: Hans útgáfa af Bítlalaginu With a Little Help From My Friends
árið 1968, You Are So Beautiful árið 1975 og dúettinn Up Where We
Belong með Jennifer Warnes úr kvikmyndinni An Officer and a Gentle-
man árið 1982.
Orðspor: Syngur ekki bara með röddinni heldur öllum líkamanum. Besti
hvíti sálarsöngvarinn sem Bretland hefur alið.
Á Íslandi: 1. september í Laugardalshöll.
PATTI SMITH 59 ára
Rétt nafn: Patti Smith.
Fæðingardagur: 30. desember 1946.
Fæðingarstaður: Chicago.
Uppruni: Ólst upp í Fíladelfíu og síðar í Woodbury í
New Jersey. Mamma hennar var djasssöngkona og
þjónustustúlka. Pabbi hennar vann í orkuveri.
Fyrsta hljómsveit: Textasmiður hjá þungarokksveitinni
Blue Öyster Cult.
Fyrsta plata: Horses (1975).
Vissir þú að...: Hinn sálugi og mikilsmetni tónlistarmað-
ur Jeff Buckley kom fram sem gestur á plötu Smith,
Gone Again, árið 1996.
Fræg lög: Dúettinn Because the Night með Bruce
Springsteen 1978 og Dancing Barefoot sem kom út ári
síðar. Hljómsveitin U2 gerði sína útgáfu af laginu um
miðjan tíunda áratuginn við miklar vinsældir.
Orðspor: Einn áhrifamesti kvenkyns rokkari og texta-
smiður allra tíma.
Á Íslandi: 6. september á Nasa.