Fréttablaðið - 07.08.2005, Page 54
7. ágúst 2005 SUNNUDAGUR26
Keppnistímabili› í handboltanum hefst í næsta mánu›i og standa nú yfir miklar æfingar hjá öllum hand-
boltali›um. Patrekur Jóhannesson er genginn til li›s vi› sitt gamla félag í Stjörnunni ásamt fjölmörgum
ö›rum leikmönnum og kve›st hann hlakka miki› til vetrarins.
Patrekur stefnir á meistaratitil
HANDBOLTI Nýir leikmenn hjá
meistaraflokki Stjörnunnar í
handknattleik karla voru kynntir í
gær í nýrri og glæsilegri aðstöðu í
Garðabæ, en Stjörnumenn ætla
sér stóra hluti á komandi leiktíð í
handboltanum.
Patrekur Jóhannesson, sem
verið hefur atvinnumaður í hand-
knattleik um árabil, er einn nýju
leikmannanna en hann lék með
Stjörnunni í yngri flokkum og hóf
sinn feril í meistaraflokki með fé-
laginu. „Þetta leggst vel í mig. Ég
hef æft á fullu síðan í vor og er að
reyna að ná mér góðum af meiðsl-
unum, þó ég geti það nú ekki al-
veg. Ég hætti í atvinnumennsk-
unni vegna meiðslanna, en hér
heima hef ég meira samráð við
þjálfarana, þá Sigurð Bjarnason
og Magnús Teitsson, um það
hvaða æfingar ég get gert og
hverjar ekki. En það er hugur í
leikmönnum og stjórnarmönnum
hjá Stjörnunni og það er virkilega
gaman að geta komið í mitt gamla
félag á uppgangstímum, en það
var alltaf ætlunin að gera það. Það
eru margir efnilegir leikmenn í
hópnum sem eiga eftir að láta
mikið að sér kveða í vetur.“
Patrekur er að fara í háskóla-
nám í haust og verður í Íþrótta-
akademíu Íslands í Reykjanesbæ,
en þar er félagi hans úr íslenska
landsliðinu, Geir Sveinsson, við
stjórnvölinn. „Ég var ákveðinn í
því að koma heim og fara í nám,
og það lá beinast við að fara í
íþróttirnar. Ég hef mikla reynslu
sem leikmaður og vonandi nýtist
hún mér eitthvað í náminu.“
Tite Kalandze og Roland Valur
Eradze gengu til liðs við Stjörn-
una frá ÍBV í vor og segir Sigurð-
ur Bjarnason þá vera mikinn liðs-
styrk og geri félaginu kleift að
stefna á að vinna titla. „Það er al-
veg ljóst frá minni hálfu að
Stjarnan verður að berjast um
sigur í þeim keppnum sem félagið
tekur þátt í. Það er frábært að fá
Patrek heim aftur. Hann hefur
æft vel að undanförnu og gefur
ungu strákunum ekkert eftir á æf-
ingum. Það er líka gott fyrir yngri
flokka-starfið að fá leikmann til
baka úr atvinnumennsku sem
spilaði á yngri árum með Stjörn-
unni. Stefnan er sett á að byggja
upp gott yngri flokka-starf hér í
Garðabæ og innan fárra ára verð-
ur vonandi hægt að stilla upp liði
hjá meistaraflokki sem er að
mestu skipað uppöldum leik-
mönnum.“
magnush@frettabladid.is
Chelsea einbeitir sér algjörlega að Mickael Essien:
FÓTBOLTI Jose Mourinho lýsti því
yfir í gær að félagið ætlaði ekki
að festa kaup á enska landsliðs-
manninum Michael Owen sem er
nú orðaður við annað hvert lið á
Englandi. Mourinho segist enga
ástæðu hafa til að bæta við sókn-
armanni – hann notist við ákveðið
leikkerfi þar sem aðeins einn
hreinræktaður sóknarmaður
spili.
„Ég spila með vængmenn og
einn framherja. Við keyptum
Dider Drogba og Hernan Crespo
dýrum dómum – tveir leikmenn
sem ég elska. Charlton Cole er
hluti af persónulegu veðmáli,
veðmál sem ég vil vinna. Kannski
ekki á næstu tveimur mánuðum
en veðmál sem ég mun vinna á
endanum,“ segir Mourinho sem
augljóslega sér mikla hæfileika í
Cole.
Og hæfileikarnir eru einnig til
staðar hjá Eiði Smára Guðjohn-
sen, sem Mourinho hrósaði enn
einu sinni þegar hann tók fyrir
það að Owen væri á leiðinni.
„Þetta eru þrír framherjar sem
allir geta staðið sig vel. Svo er ég
með Eið sem getur spilað hvar
sem ég vil, hvort sem er á miðju
eða í sókninni. Það er enginn til-
gangur í því að fá einn sóknar-
mann í viðbót,“ sagði Mourinho
og ekki ber á öðru en að Mickael
Essien sé eini leikmaðurinn sem
Mourinho girnist.
Mourinho vill ekki fá Owen
MEST LESNA TÍMARIT LANDSINS
Birta er komin út
!
Litið inn á æfingu á Kabarett
Tíska - Skemmtilegt skraut í hárið
Hollywood skvísur í gulu
Öflugasta sjónvarpsdagskrá landsins
tíska tíðaran
dinn heilsa
leikhús útli
t pistlar ma
tur
SJ
Ó
NV
AR
PS
DA
GS
KR
ÁI
N
5.
ág
ús
t -
1
1.
ág
ús
t
ferðast um heim
inn
» Linda Mjöll St
efánsdóttir heim
shornaflakkari
ÍSLENSKT FREL
SI
BESTA GJÖFIN
» Litið inn á æfin
gu
KABARETT
» Hollywood-skv
ísur í gulu
GLAMÚRGELLU
R
01 birta-for
síða 2.8.20
05 16:03 P
age 1
Leikmyndahönnuð
urinn og heimshor
naflakkarinn
Linda Mjöll komin
heim.
Kylfingurinn Colin Montgomerieætlar að gera allt sem hann getur
til að geta tekið þátt í opna banda-
ríska PGA mótinu sem hefst í næstu
viku, þrátt fyrir að hafa þurft að
draga sig úr keppni á Johnnie Wal-
ker mótinu sem
fram fer í Gleneag-
les um þessar
mundir.
Montgomerie slas-
aðist á fingri og var
um tíma óttast að
hann hefði brotnað,
en nú hafa
röntgenmyndir sýnt að svo er ekki.
Montgomerie sló í gegn á opna
breska meistaramótinu í síðasta
mánuði þar sem hann endaði í öðru
sæti á eftir Tiger Woods og virtist
óðum vera að finna sitt gamla form
og segir umboðsmaður hans að
þess vegna séu meiðslin mikið áfall
fyrir Skotann knáa.
Nú bendir allt til þess að enskimiðjumaðurinn Kieron Dyer
skrifi undir nýjan samning við lið sitt
Newcastle áður en að flautað verður
til leiks í ensku úrvalsdeildinni um
næstu helgi. Dyer lenti í ýmsu á síð-
ustu leiktíð og var um tíma óttast
um hvort hann hefði áhuga á að
vera áfram hjá félaginu – fyrst lenti
hann í útistöðum við gamla stjórann
Bobby Robson og síðan í handalög-
málum við samherja sinn Lee
Bowyer. En nú er Dyer ánægður
með lífið og tilveruna hjá Newcastle,
öfugt við Jermeine Jenas sem hefur
beðið um sölu frá félaginu, og
kveðst ætla að framlengja samning
sinn á næstu dögum.
ÚR SPORTINU
FJÓRIR FÉLAGAR Hér eru þeir Tite Kalandze, Roland Eradze, Patrekur Jóhannesson og
Sigurður Bjarnason. Stjörnumenn ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í vetur og
hafa fengið til liðs við sig sterka leikmenn fyrir komandi átök. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Fjórir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld:
Sigursteinn flreytir frumraun sína
gegn Íslandsmeisturum FH í kvöld
FÓTBOLTI Stórleikur þrettándu um-
ferðarinnar sem fer fram að
mestu í kvöld er leikur FH og KR
í Kaplakrikanum í Hafnarfirði.
Sigursteinn Gíslason stjórnar KR
í fyrsta skipti í leiknum og verður
forvitnilegt að sjá hvaða breyting-
ar hann gerir á liðinu, sem er í
sjötta sæti deildarinnar með
þrettán stig. Fréttablaðið fékk
Loga Ólafsson, annan landsliðs-
þjálfaranna, til að velta fyrir sér
leikjum kvöldsins.
„KR getur vel komið á óvart í
þessum leik og unnið FH á heima-
velli, en ég held þó að FH vinni
leikinn. Þrátt fyrir að FH hafi fall-
ið út úr bikarkeppninni gegn
Fram á dögunum þá er ég viss um
að leikmenn liðsins muni þjappa
sér saman og halda sínu striki í
deildinni,“ segir Logi um þennan
stórleik kvöldsins.
Í Keflavík mætast síðan Kefla-
vík og Þróttur, en staða liðanna í
deildinni er ólík þar sem Keflavík
er í þriðja sæti með nítján stig en
Þróttur í því níunda og
næstneðsta með níu stig. „Eftir að
Atli Eðvaldsson tók við Þrótti
hefur varnarleikur liðsins batnað
og það er nauðsynlegt í fallbarátt-
unni sem er framundan. Það býr
mikið í báðum þessum liðum og ég
á von á því að það verði skemmti-
leg knattspyrna spiluð í Keflavík.
Ég reikna með því að bæði lið
verði frískleg fram á við og spái
skemmtilegum leik sem endar
með jafntefli.“
Í Vestmannaeyjum mætast
ÍBV og Grindavík, en bæði liðin
eru í neðri hluta deildarinnar. „Ég
á von á miklum baráttuleik og
bæði liðin verða að fá þrjú stig. Þó
að leikmenn ÍBV hafi ekki alltaf
verið góðir í fyrsta leiknum eftir
þjóðhátíð þá er ég viss um að þeir
verði baráttuglaðir núna og vinni
leikinn.“
Fylkir og ÍA mætast í Árbæn-
um, en Fylkismenn duttu út úr
bikarkeppninni þegar Valur vann
þá 2-0 á Laugardalsvelli. „Bæði lið
geta spilað ágætis knattspyrnu,
þó það takist ekki alltaf. Ég á von
á því að það verði jafnræði með
liðunum og leikurinn endar því
með jafntefli, í baráttuleik.“
Síðasti leikur umferðarinnar
fer svo fram á morgun þegar
Fram og Valur mætast á Laugar-
dalsvelli. magnush@frettabladid.is
ÚR FYRRI LEIK KR OG FH Í SUMAR FH hefur haft gott tak á KR undanfarin ár. Í fyrri leikn-
um í sumar vann FH 1-0, með marki frá Jóni Þorgrími Stefánssyni.
Perez vann fyrsta gulli›
FRJÁLSAR Jefferson Perez frá
Ekvador vann fyrstu gullverð-
launin á heimsmeistaramótinu í
Helsinki, þegar hann sigraði í
tuttugu kílómetra kappgöngu.
Perez gekk á einni klukkustund,
átján mínútum og 35 sekúndum.
Franska frjálsíþróttakonan
Eunice Barber er með tveggja
stiga forskot eftir fyrri keppnis-
dag í sjöþraut en hún hefur hlotið
3.973 stig, en heimsmeistarinn
Carolina Kluft frá Svíþjóð er í
öðru sæti.
Bandaríski kúluvarparinn
John Godina, sem er þrefaldur
heimsmeistari, féll úr leik í gær
en hann kastaði kúlunni nítján
metra og 54 sentímetra. Godina á
tvö lengstu köst ársins en náði sér
engan veginn á strik og endaði í
sautjánda sæti í forkeppninni.
Bandaríkjamaðurinn Christian
Cantwell kastaði kúlunni lengst
allra og Daninn Joachim Olsen
varð annar. - mh
Heimsmeistaramótið í frjálsum hófst í Helsinki í gær:
JEFFERSON PEREZ Jefferson Perez var al-
gjörlega uppgefinn þegar hann kom í
mark í Helsinki, en hann hafði töluverða
yfirburði í göngunni.