Fréttablaðið - 07.08.2005, Side 55
SUNNUDAGUR 7. ágúst 2005 27
Úkraínumaðurinn AndriyShevchenko, sem hefur verið
orðaður við 60 milljón punda sölu
til Chelsea í allt sumar, lýsti því yfir í
gær að hann væri mjög ánægður í
herbúðum AC Milan og hefði eng-
an áhuga á að fara
þaðan. Hinn 28 ára
gamli markaskorari
kveðst vilja vera
trúr Milan, rétt eins
og félagið hefur
verið við hann.
„Milan keypti mig
og hafa aldrei viljað
sleppa mér, jafnvel þótt félaginu
hafi verið boðnir miklir peningar.
Forsetinn (Silvio Berlusconi) hefur
gert mikið fyrir mig og fjölskyldu
mína og ég vill þakka honum fyrir
með því að vera áfram. Ég hef verið
hér í sjö ár og Ítalía er orðið mitt
annað heimili,“ sagði Shevchenko.
Franski sóknarmaðurinn og hinnnýji fyrirliði Arsenal, Thierry
Henry, kveðst ætla að vera hjá fé-
laginu eins lengi og það vill halda
honum. Henry, sem á tvö ár eftir af
núverandi samningi
sínum við félagið,
segir ekkert hæft í
þeim orðrómi að
hann sé óánægður.
„Ég hef sagt það oft
áður og geri það
einu sinni enn - ég
er einstaklega ham-
ingjusamur hjá Arsenal. Ég hef ný-
lega verið gerður að fyrirliða og eins
lengi og félagið vill halda mér mun
ég vera áfram,“ segir Henry, sem
einmitt á í viðræðum um að fram-
lengja samninginn sinn og er talið
að hann verði einn hæst launaðasti
leikmaður deildarinnar ef hann
skrifar undir.
Úrvalsdeildarlið Wigan gekk í gærloksins frá kaupum á sóknar-
manninum Henri Camara frá Wolv-
es fyrir þrjár milljónir punda. Við-
ræður við leikmanninn höfðu farið
út um þúfur í síð-
ustu viku og benti
allt til þess að
Camara myndi
leika með Úlfunum
í 1. deildinni í vet-
ur, en á síðustu
stundu snérist hon-
um hugur og sætt-
ist á við þau kjör sem Wigan bauð.
„Þetta eru frábærar fréttir fyrir félag-
ið. Camara er náttúrulegur marka-
skorari og býr yfir miklum hraða og
getu. Hann er mjög góð viðbót við
hópinn sem við höfu þegar,“ sagði
Paul Jewell stjóri Wigan eftir að
kynnt hafði verið um kaupin í gær.
Tvær af fremstu tenniskonumBandaríkjanna, Lindsay Daven-
port og Serena Williams, eru nú í
kapphlaupi við tímann til að ná sér
af meiðslum sem hrjá þær áður en
að opna bandaríska
meistaramótið hefst
í lok þessa mánað-
ar. Williams hefur
enn ekki náð sér af
fullu af ökklameiðsl-
um sem hún hlaut í
apríl sl. og hefur
enn ekki spilað leik
eftir að hafa verið slegin út í þriðju
umferð opna breska meistaramóts-
ins. Davenport er hins vegar meidd
í baki og sagði sjálf í gær að hún
væri engan veginn klár í slaginn ef
mótið hæfist í dag. „Ég vona að ég
lagist á næstu þremur vikum,“ sagði
Davenport.
ÚR SPORTINU
Þrír leikmenn spila ennþá í efstu deild
Hajrudin Cardaklija: Lék m.a. með Breiðabliki
og Leiftri. Frábær markmaður sem var sérstak-
lega góður maður gegn manni.
Tommy Nielsen: Mjög góður leikmaður sem
er að spila núna með stórgóðu liði FH.
Milan Stefán Jankovic: Var frábær leikmaður.
Yfirvegaður varnarmaður og með góðan vinstri
fót.
Zoran Miljkovic: Einn sigursælasti útlending-
urinn í íslenskum fótbolta fyrr og síðar með
ÍBV og ÍA. Þekki sjálfur ágætlega til hans.
Izudin Daði Dervic: Einn af fyrstu leikmönnun-
um sem hingað komu frá Júgóslavíu. Er mjög
fjölhæfur leikmaður.
James Bett: Spilaði nú ekki lengi hér á landi
en þeir taktar sem hann sýndi voru alveg
magnaðir.
Lúkas Kostic: Leikmaður sem allir þekkja, var í
sigursælu Skagaliði. Stjórnaði þar vörninni eins
og hershöfðingi. Tel hann einnig góðan kost á
miðjuna.
Salih Heimir Porca: Hugmyndafræðingurinn í
þessu liði. Frábær miðjumaður.
Dean Martin: Einn skemmtilegasti vængmað-
ur sem maður hefur séð í íslensku deildinni.
Sinisa Kekic: Magnaður leikmaður sem stend-
ur alltaf fyrir sínu.
Mihajlo Bibercic: Einn markahæsti útlending-
ur sem hér hefur leikið og er margfaldur Ís-
landsmeistari.
„Borgvardt verður að skora 16 mörk
í deildinni til að komast í þetta lið.“
Jankovic
4-4-2
LIÐIÐ MITT > BJARNI JÓHANNSSON SETUR SAMAN ÚRVALSLIÐ ERLENDRA LEIKMANNA Í EFSTU DEILD
Porca Bett Kostic Martin
MiljkovicNielsen Dervic
Cardaklija
Keppni allra landsmanna
Frítt á leiki og happdrættispottur
Sextán ára og yngri fá frítt á leiki í Landsbankadeildinni í sumar og lenda
í happdrættispotti þar sem dregnir verða út 100 glæsilegir vinningar.
Miðar eru afhentir í útibúum bankans.
1. vinningur: 4 flugmiðar og 4 miðar á leik í Meistaradeild Evrópu.
Aðrir vinningar: Áritaðar landsliðstreyjur og vandaðir fótboltar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
91
49
08
/0
5
410 4000 | www.landsbanki.is
VIÐ STYÐJUM ÍSLENSKA
KNATTSPYRNU MEÐ STOLTI
sun. 7. ágúst 18:00 ÍBV - Grindavík
sun. 7. ágúst 18:00 FH - KR
sun. 7. ágúst 18:00 Keflavík - Þróttur R.
sun. 7. ágúst 18:00 Fylkir - ÍA
mán. 8. ágúst 20:00 Fram - Valur
NÆSTU LEIKIR LANDSBANKADEILDAR KARLA
Kekic Bibercic
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
4 5 6 7 8 9 10
Sunnudagur
ÁGÚST
■ ■ LEIKIR
18.00 ÍBV tekur á móti Grindavík á
Hásteinsvelli í Landsbankadeild
karla.
18.00 Fylkir fær ÍA í heimsókn í
Árbæinn í Landsbankadeild karla.
18.00 Keflavík og Þróttur mætast
á Keflavíkurvelli í Landsbankadeild
karla.
18.00 FH og KR mætast á
Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í
Landsbankadeild karla.
■ ■ SJÓNVARP
08.00 US PGA The International á
Sýn.
10.30 HM í frjálsum íþróttum á
RÚV. Bein útsending frá öðrum
keppnisdegi mótsins.
11.00 Enski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Leeds og Millwall
í ensku 1. deildinni.
13.10 Enski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Arsenal og
Chelsea um samfélagsskjöldinn.
15.30 HM í frjálsum íþróttum á
RÚV. Bein útsending frá öðrum
keppnisdegi mótsins.
16.30 Landsbankadeildin á Sýn.
Þáttur þar sem farið er yfir umferðir
7-12 í deildinni og koma góðir gestir
í heimsókn.
17.20 NBA á Sýn. Sýnt verður frá
leik Chicago og Phoenix í úrslita-
einvígi deildarinnar frá því árið 1993.
19.00 US PGA The International á
Sýn. Þáttur um PGA-mótaröðina í
golfi.
20.00 HM íslenska hestsins á
RÚV.
21.15 Helgarsportið á RÚV.
21.30 Fótboltakvöld á RÚV. Sýnt
verður frá öllum leikjum kvöldsins
en fjórir leikir eru á dagskrá.
23.00 Landsbankamörkin á Sýn.
Farið verður yfir leiki kvöldsins, öll
mörkin sýnd og umdeild atvik krufin
til mergjar.
23.30 Enski boltinn á Sýn.
Útsending frá leik Arsenal og
Chelsea.
Landslið frá Suður-Ameríku hættir aftur við að koma hingað til lands:
FÓTBOLTI Landsleik Íslands og Kól-
umbíu, sem fara átti fram þann
sautjánda ágúst á Laugardals-
velli, hefur verið aflýst þar sem
knattspyrnusambandi Kólumbíu
fannst ferðalagið til Íslands of
langt, en það tekur um tvo sólar-
hringa. Líklegast þykir að landslið
Suður-Afríku komi í staðinn.
Þetta er í annað skiptið á stutt-
um tíma sem landslið frá Suður-
Ameríku hættir við að koma til Ís-
lands, en Venesúela hætti einnig
við á síðustu stundu.
Suður-afrískir fjölmiðlar grein-
du frá því í gær að Raymond
Hack, forseti knattspyrnusam-
bandsins þar í landi, væri búinn að
tilkynna að landslið Suður-Afríku
muni mæta því íslenska á Laugar-
dalsvelli þann sautjánda ágúst.
Þar kemur einnig fram að þjálfari
liðsins, Stuart Baxter, líti á leikinn
við Ísland sem góðan undirbúning
fyrir leik gegn Burkina Faso fyrir
undankeppni HM á næsta ári. „Ég
er mjög feginn að við skulum hafa
fengið þennan leik. Nú get ég séð
hvernig það hentar okkur best að
spila gegn Búrkína Fasó,“ segir
Baxter.
Eggert Magnússon, formaður
Knattspyrnusambands Íslands,
vonast eftir því að frá þessum
málum verði gengið sem fyrst.
„Forráðamenn knattspyrnu-
sambands Kólumbíu gerðu sér
bara ekki grein fyrir því hversu
mikið mál það er að koma hingað
til lands með landslið og föruneyti
þess. Við hófum því strax viðræð-
ur við menn í Suður-Afríku og það
lítur vel út með að landsliðið það-
an komið hingað og spili. Við höf-
um unnið að þessu hörðum hönd-
um og vonandi verður skemmti-
legur leikur hér þann sautjánda
ágúst.“ - mh
EGGERT MAGNÚSSON Formaður Knatt-
spyrnusambands Íslands hefur staðið í
ströngu að undanförnu en tvö landslið frá
Suður-Ameríku hafa hætt við að koma
hingað með skömmu millibili.
Su›ur-Afríka kemur í sta› Kolumbíu