Fréttablaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 57
29SUNNUDAGUR 7. ágúst 2005
Næstu sýningar eru:
Í dag kl. 14 örfá sæti laus
6. sýn. sun. 7/8 kl. 14 örfá sæti laus
7. sýn. fim. 11/8 kl. 19 sæti laus
frá kl. 9.00 til 17.00 alla virka daga.
Skákfélagið Hrókurinn stendur
að skákhátíð á Grænlandi dagana
9. til 15. ágúst, í samvinnu við
Flugfélag Íslands, Barnaheill á
Íslandi og fleiri aðila. Skákhátíðin
verður í Tasiilaq á austurströnd
Grænlands en þar búa næstu ná-
grannar Íslendinga. Hápunktur-
inn verður Grænlandsmótið 2005
sem er alþjóðlegt atskákmót þar
sem stórmeistarar, áhugamenn
og börn frá Íslandi og Grænlandi
tefla. Það fer fram helgina 13. og
14. ágúst,
Grænlandsmótið 2005 er helg-
að minningu Haraldar Blöndal
hrl. sem lést á síðasta ári. Harald-
ur var einn af stofnendum Hróks-
ins og í fyrstu stjórn félagsins.
Hann var máttarstólpi í starfi fé-
lagsins og meðal yfirdómara á
mörgum helstu alþjóðamótum
Hróksins.
Þetta er þriðja árið í röð sem
Hrókurinn stendur fyrir skákhá-
tíð á Grænlandi í samvinnu við FÍ
og fleiri aðila. Skáklistin var að
kalla óþekkt meðal Grænlendinga þangað til árið 2003 þegar fyrsta
alþjóðlega mótið var haldið í
Qaqortoq á Suður-Grænlandi. Í
lok hátíðarinnar 2003 var stofnað
Skáksamband Grænlands, og hef-
ur það síðan unnið ötullega að út-
breiðslu skákarinnar, einkum
meðal barna og ungmenna. Árið
2004 lá leiðin til Austur-Græn-
lands, þar sem haldin var mjög
vel heppnuð hátíð og alþjóðlegt
skákmót.
Kristian Guttesen, fram-
kvæmdastjóri Hróksins, segir
það sérstakt ánægjuefni að sam-
tökin Barnaheill á Íslandi komi nú
til liðs við skáklandnámið meðal
barna á Grænlandi. Fulltrúar
Barnaheilla verða með í för, og
verið er að kanna möguleika á að
Hrókurinn og Barnaheill standi
saman að útgáfu á fræðsluefni
fyrir grænlensk börn.
Grænlendingar hafa tekið
skákinni tveim höndum. Þannig
tók Jónatan Motzfeldt, forseti
grænlenska þingsins, þátt í fyrsta
Grænlandsmótinu, eins og hinn
íslenski starfsbróðir hans, Hall-
dór Blöndal. Sveitarfélögin á Suð-
ur- og Austur-Grænlandi hafa
stutt skáklandnámið með ráðum
og dáð og formaður menntamála-
nefndar grænlenska þingsins
lýsti þeirri skoðun að skák eigi að
verða námsgrein í grunnskólum.
Með hátíðinni í Tasiilaq 2005 er
landnámi skákarinnar haldið
áfram á Grænlandi. Haldin verða
námskeið fyrir börn, eins og und-
anfarin ár, og verður Henrik
Danielsen, skólastjóri Hróksins,
umsjónarmaður skákskólans á
Grænlandi líkt undanfarin ár. Þá
verður efnt til útiskákmóts á aðal-
torginu í Tasiilaq, haldin fjöltefli
og efnt til margskonar viðburða.
Flugfélag Íslands býður skák-
áhugamönnum ferðir til Tasiilaq í
tilefni hátíðarinnar. ■
Það var sól í Davos á föstudag.
Ég fór upp á fjall og skoðaði
gamalt heilsuhæli sem hafði ver-
ið breytt í hótel fyrir hina ríku
og frægu. Þar var einnig verið að
taka upp raunveruleikaþátt fyrir
svissneska sjónvarpið. Ungir
krakkar sem áttu að lifa eins og
á fimmta áratug síðustu aldar.
Ég gekk óvart inn í eina tökuna
og var húðskammaður á þýsku.
Fyrir framan hótelið drakk ég
Prosecco með sírópi. Leið eins
og hefðarmanni frá byrjun 20.
aldar. Mér var sagt að Kofi Ann-
an og Al Gore kæmu hingað
reglulega. Þeir væru þó ekki hér
núna. Hefði verið gaman að hitta
annan hvorn þeirra.
Þýski rithöfundurinn Thomas
Mann kom hingað til að heim-
sækja konuna sína sem var með
berkla. Þá var bærinn fullur af
ungu ríku fólk sem var veikt en
lifði glæsilegu líf. Hann varð
fyrir svo miklum hughrifum að
hann gerði sér upp lungnasjúk-
dóm og skrifaði sína þekktustu
skáldsögu, Töfrafjallið.
Það lá þoka yfir bænum um
laugardagsmorguninn. Kvöldið
hafði verið meira en lítið skrítið.
Rúmenski blaðamaðurinn hafði
reynt við mig á veitingastaðnum,
ætlaði að sjúga á mér puttann.
Hann sagði mig vera of myndar-
legan til að vera gagnkynhneigð-
ur. Ég tók því sem hrósi. Ég vildi
frekar vera á svölunum mínum
með einn bjór og virða fyrir mér
stjörnurnar...einn.
Á leiðinni frá Davos gerði ég
mér grein fyrir því að ferðin
væri brátt á enda. Ein nótt eftir í
Zurich. Ef til vill, í fjarlægðri
framtíð, myndi ég koma aftur til
Davos. Sitja með Kofi og Al míns
tíma. Við
m y n d u m
drekka te
og ræða
heimsmál-
in uppi í
ölpunum í
glampandi
sól og
blankalogni.
Minn tími var
b a r a
e k k i
kom-
inn.
REISUBÓKARBROT
FREYR GÍGJA BLAÐAMAÐUR ER Á RÁÐSTEFNU UM RÉTTINDABARÁTTU UNGS
SAMKYNHNEIGÐS FÓLKS Í EVRÓPU.
Minn tími er ekki kominn
Haraldar Blöndal minnst á Grænlandi
KÁTIR KRAKKAR Smáfólkið í Tasiilaq tók skáksendisveit Hróksins fagnandi í fyrra. Víða á
Grænlandi er fátt um skipulagða afþreyingu fyrir börn en það er hryggileg staðreynd að fé-
lagslegt ástand á Grænlandi er með því versta sem þekkist á norðurhveli. Skáklandnáminu
er meðal annars ætlað að auðga menningarlíf Grænlendinga og lyfta anda unga fólksins.
HARALDUR BLÖNDAL Var einn af stofn-
félögum Hróksins. Hann lést langt fyrir
aldur fram í fyrra en Hrókurinn tileinkar
Grænlandsmótið í ár minningu hans.
■ ■ TÓNLEIKAR
21.00 Sænski djassgítarleikarinn
Andreas Öberg með tónleika í
Edenborgarhúsinu á Ísafirði.
■ ■ OPNANIR
16.00 Sýningin TÍVOLÍ, sem sækir
innblástur meðal annars í heim af-
þreyingar og dægurmenningar,
leikja, tilrauna og skemmtunar opnar
í Listasafni Árnesinga. Sýningar-
stjórn er í höndum Þuríðar Sigurðar-
dóttur og Markúsar Þ. Andréssonar.
Um er að ræða samsýningu á nýjum
verkum eftir 23. listamenn.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
550 5600
Nýtt símanúmer
hjá dreifingu: