Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.08.2005, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 07.08.2005, Qupperneq 59
Hljómsveitin Írafár heldur til Dan- merkur á mánudag þar sem hún dvelur í tvær vikur við upptökur á væntanlegri plötu sem kemur út í haust. Þetta verður þriðja plata sveit- arinnar en þær tvær fyrstu hafa selst í um þrjátíu þúsund eintökum hér á landi. „Við gerðum mjög svipað fyrir tveimur árum. Þá fór- um við til Bandaríkjanna og leigð- um okkur hús þar,“ segir Sigurður Samúelsson, bassaleikari Írafárs. „Við duttum niður á þetta óðals- setur á Norður-Sjálandi uppi í sveit og leigðum það í tvær vikur. Þetta er stórt hús sem rúmar tíu manns. Þarna er ekkert stúdíó og við tökum því allar græjurnar með okkur út. Þetta er aðallega gert til þess að fá góðan vinnufrið og ein- beita sér að upptökunum. Það gafst svo vel síðast og þess vegna ákváðum við að gera þetta einnig núna,“ segir hann. Að sögn Sigurðar er hljómsveit- in búin að taka upp fullt af demó- um og velja lögin sem eiga að vera á plötunni og því á eingöngu eftir að taka þau upp. „Þetta hljómar mjög vel. Þetta verður allt mjög Írafárs-legt. Þetta verður blanda af þessum tveimur plötum sem við höfum gefið út en samt með nýjum tón.“ Á meðal laga á plötunni verða Alla tíð, sem kom út á Pottþétt 38 á dögunum, Leyndarmál, sem var gefið út fyrr í sumar og Lífið sem kom út í fyrrasumar. Þriðja plata Írafárs er síðan væntanleg um mánaðamótin október-nóvember. ■ ÍRAFÁR Hljómsveitin Írafár er að hefja upptökur á sinni þriðju plötu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ .Ö .K . Írafár til Danmerkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.