Fréttablaðið - 07.08.2005, Síða 62
HIN HLIÐIN
HIN HLIÐIN Á BORGARI GARÐARSSYNI SEM SLÆR NÚ Í GEGN Í SÖNGLEIKNUM KABARETT
Pólitíkusar fyndnastir
Hvernig ertu núna? Syfjaður
Starf: Það fer eftir því hvar ég er. Í Finnlandi þar sem ég er
búsettur er ég eftirlaunamaður. Á Íslandi er ég leikari.
Stjörnumerki: Sporðdreki og ber þess öll merki.
Hvaðan ertu? Fæddur og uppalinn í Reykjavík.
Helsta afrek: Ég get ekki áttað mig á þeim svona um miðja
nótt.
Helsti veikleiki: Minn veikleiki er minn helsti kostur.
Helsti kostir: Minn kostur er minn helsti veikleiki.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Ég á ekki einu sinni sjónvarp á
Íslandi.
Uppáhaldsmatur: Já, matur er mitt uppáhald.
Uppáhaldsveitingastaður: Það fer eftir hráefninu. Fer sjaldan
á veitingastaði en vel helst að matreiða sjálfur úr góðu hrá-
efni. Sjálfur er besti drengur.
Uppáhaldsborg: Barcelona. Þar er hægt að njóta þess að
ganga um göturnar. Fólkið skemmtilegt og húsin ótrúleg. Það
skilur enginn nema að hafa komið þangað.
Viltu vinna milljón? Það tekur því ekki.
Hver er fyndnastur/fyndnust? Yfirleitt eru það pólitíkusar.
Trúir þú á drauga? Já. Sérstaklega þessa sem eru á milli
eyrnanna á mér. Þar gerist allt mögulegt.
Áttu gæludýr? Nei, en að vísu á ég konu.
Besta kvikmynd í heimi? Casablanca. Myndin verður betri og
betri því oftar sem maður horfir á hana.
Besta bók í heimi? Það er ekki hægt að gera upp á milli
bóka Laxness.
Næst á dagskrá? Halda áfram að sofa.
25.10. 1938
34 7. ágúst 2005 SUNNUDAGUR
Reykjavik
International School
The Reykjavik International
School is accepting appli-
cations for the 2005-06
school year. Housed within
an Icelandic public school,
the school offers an educa-
tional program in English
to children in grades K – 6.
Children interact and learn
with Víkurskóli students regularly, bringing a true
international and cross-cultural spirit to the program.
Ideal for expatriates and Icelanders on the move, the
school is a new and exciting development for
Reykjavik’s business, diplomatic and international
community.
Skólinn er einkarekinn grunnskóli innan Víkurskóla,
sem býður upp á alþjóðlega menntun fyrir börn á
aldrinum 5-12 ára.
Tökum núna við umsóknum
fyrir næsta skólaár.
www.vikurskoli.is/RIS/ • Tel. 694-3341 • ris@vikurskoli.is
ÞRÁINN BERTELSSON: ER ÓSÁTTUR VIÐ ENDURÚTGÁFUR GAMANMYNDA SINNA
Lífsmyndir á klósettpappír
FRÉTTIR AF FÓLKI
... fá listamennirnir tuttugu sem
ætla að rifja upp gleðina sem
fylgdi tívolíinu sem var í Hvera-
gerði um árabil.
HRÓSIÐ
Þráinn Bertelsson leikstjóri, fram-
leiðandi og handritshöfundur er
mjög ósáttur við endurútgáfu hinna
vinsælu gamanmynda sinna, Nýtt
líf, Dalalíf og Löggulíf, á DVD-disk-
um. Myndirnar komu út fyrir
skemmstu og eru væntanlega
mörgum aðdáenda þessara mynda
mikið fagnaðarefni enda hafa þær
verið ófáanlegar um árabil.
Þráinn stóð þó ekki að endurút-
gáfunni enda á hann ekki ráðstöf-
unarréttinn yfir þessum myndum
sínum lengur. „Ég á hins vegar
sæmdarréttinn sem höfundur verk-
anna og hann verður ekki af mér
tekinn. En sæmdarréttur lista-
manna er til að vernda verk
þeirra,“ segir Þráinn.
„Þetta er svipað því að sjá bók
eftir mann prentaða og útgefna á
klósettpappír,“ segir Þráinn og full-
yrðir að ekki hafi verið notuð orig-
inal-eintök myndana fyrir fjölföld-
unina, heldur gatslitin sýningarein-
tök. „Mér þykir þetta ákaflega leið-
inlegt enda eiga myndirnar þetta
ekki skilið og fólk á líka skilið að fá
þær í betri gæðum.“
Óvíst með aðgerðir
Þráinn bætir því svo við að auglýs-
ingaveggspjöldin, sem eru endur-
prentuð á hulstrum DVD diskana,
eigi hann skuldlaus og þau hafi
verið notuð í fullkomnu leyfisleysi.
„Það er full ástæða til að endur-
útgefa þessar myndir en það hefði
verið óskandi að menn hefðu haft
metnað til að gera það almennilega
í stað þess að reyna að kreista út
nokkrar krónur með þessum
hætti,“ segir Þráinn sem ætlar að
leita til Bandalags íslenskra lista-
manna út af málinu, en hefur ekki
ákveðið hvort hann muni grípa til
frekari aðgerða.
Náðist ekki í Þráinn
„Það eru allmörg ár síðan við
keyptum þessar myndir og þær eru
algjörar perlur. Við viljum fá okkar
tekjur af því sem við erum að
kaupa,“ segir Konstantín Mikaels-
son, útgáfustjóri DVD-mynda hjá
Senu. „Við erum búnir að reyna að
finna „masterana“ af myndunum.
Ég reyndi að hringja tvisvar í Þrá-
inn og sendi honum póst en hann
svaraði því ekki og á endanum gáf-
umst við upp á að hafa uppi á hon-
um. Við fengum bestu afritin hjá
Bergvík sem voru „masterar“ sem
voru notaðir við VHS-framleiðsl-
una á myndunum. Við töluðum við
Kvikmyndasafn Íslands um að fá að
nota filmur en þær voru verr farn-
ar en „masterarnir“. Við vitum að
upprunalegu filmurnar voru send-
ar til Danmerkur en síðan er ekkert
vitað meir,“ segir Konstantín.
„Við reyndum allt sem við gát-
um og bestu gæðin voru hjá Berg-
vík. Auðvitað viljum við hafa þær í
eins góðum gæðum og hægt er. Það
kostar nokkur hundruð þúsund að
laga myndirnar ramma fyrir
ramma. Það er svo gríðarlegur
kostnaður að það hreinlega borgar
sig ekki. En það er klárt mál að við
viljum láta laga myndirnar þegar
kostnaðurinn er orðinn minni.“
Konstantín segir að það hafi því
verið ákveðið að koma myndunum
út á nýjan leik.
Engar kvartanir
„Okkur finnst sjarmi yfir þessu og
það er ekki eins og myndirnar séu
ónýtar. Það eru truflanir í þeim en
við höfum ekki fengið eina einustu
kvörtun og það hafa farið frá okkur
um 1500 eintök.“
Ekkert aukaefni fylgir endur-
útgáfunum en slíkt tíðkast oftar en
ekki þegar eldri verk eru endur-
útgefin. „Við fengum þá hugmynd
að reyna að fá aðalleikarana til þess
að ræða um gerð myndanna. Við
náðum sambandi við Karl Ágúst
Úlfsson og hann var klár en Eggert
Þorleifsson var erlendis í námi. Ég
reyndi ekki að ná í Þráinn því hann
svaraði mér ekki. En varðandi allt
aukaefnið þá var hugmyndin að
hafa þetta eins ódýrt og við gátum
til að við gætum haft myndirnar
ódýrar í verslunum.“ Þess má jafn-
framt geta að Sena hyggur á útgáfu
á fleiri mynda Þráins. „Myndin
Magnús er á leiðinni í mjög góðum
gæðum og Jón Oddur og Jón Bjarni
eru einnig á leiðinni en þar eru
gæðin eitthvað minni.“ ■
ÞRÁINN BERTELSSON Hefði viljað sjá Lífsmyndir sínar fá betri meðferð á nýjum DVD-útgáfum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
Leikhópurinn sem kennir sig við
Vesturport hefur átt mikilli vel-
gengni að fagna enda enginn skort-
ur á hæfileikafólki þar innanborðs.
Það er nú hins vegar komið á dag-
inn að sennilega má rekja drif-
kraft hópsins að einhveru leyti til
rauðs eðal ginseng sem allir leik-
arar hópsins neyta á álagstímum.
Starfsfólk Vesturportsins þarf
á allri sinni orku að halda til að
skila af sér þeim krefjandi verk-
efnum sem fram undan eru.
Strangar æfingar hafa verið á
verkinu Woyzeck eftir George
Buchner í Borgarleikhúsinu þar
sem líklegt er að útkoman verði
einhvers konar fimleikasirkus í
anda Rómeó og Júlíu. Hópurinn
frumsýnir verkið í september og
heldur svo með sýninguna til
London. Þar kemur Vesturportið
til með að flytja verkið á stóra
sviði Barbican-leikhússins þannig
að nú hefur verið séð til þess að
ginsengið skorti ekki.
Rautt eðalginseng, er eins og
flestum er kunnugt, sagt auka út-
hald og bæta minni, og náttúrulyf-
ið virðist einmitt vera það undra-
lyf sem leikurunum í Vesturport-
inu er nauðsynlegt til að muna
flókinn texta mitt í öllum loftfim-
leikunum. Ekki nóg með að vera
að kljást við Woyzeck heldur flyt-
ur hópurinn verkið Brim á
Fiskideginum mikla á Dalvík um
helgina og heldur svo á leiklistar-
hátíð í Tampere í Finnlandi til að
sýna bæði Brim og Rómeó og
Júlíu.
Rakel Garðarsdóttir hafði, fyr-
ir hönd leikhópsins, samband við
innflutningsaðila Rauðs eðalg-
insengs í vikunni og talaði við Sig-
urð Þórðarson hjá Eðalvörum, til
að panta birgðir af náttúruafurð-
inni. Þar sem hópurinn gengur
fyrir ginsengi þótti það eitt af for-
gangsverkefnunum áður en lagt
er af stað til Finnlands að panta
það mikið magn af vörunni að eng-
inn verði uppiskroppa í útlandinu.
Sigurður Þórðarson er að vonum
ánægður með vinsældir ginsengs-
ins meðal leikarana og segist hafa
þegið boð Vesturportsins á frum-
sýningu Woyzeck í Borgarleikhús-
inu 15. september. ■
VESTURPORT: TEKUR MEÐ SÉR MIKIÐ MAGN AF GINSENG TIL FINNLANDS
Sigurförin rakin til kóreskra grasróta
VESTURPORT Hópurinn sýnir verkið Brim á Fiskideginum mikla á Dalvík og heldur svo til
Finnlands á leiklistarhátíð þar sem treyst verður á að rautt eðalginseng haldi mannskapn-
um gangandi.
Hjónin Gunn-ar Hilm-
arsson og
Kolbrún
Petrea
Gunnarsdóttir
eru búin að
selja fataverslun-
ina GK en þau
hafa rekið
verslunina í
hátt í ára-
tug. Margir
hafa velt því fyrir sér hver kaupand-
inn sé en mikil leynd hvílir yfir söl-
unni. Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að tískutvíburi Gunnars og
einn besti vinur til margra ára, Arnar
Gauti Sverrisson, hafi keypt verslun-
ina ásamt unnustu sinni Aðalbjörgu
Einarsdóttur. Arnar Gauti starfaði í
versluninni GK fyrstu árin sem versl-
unin var starfrækt og þekkir því inn-
viði hennar afar vel. Einhvern tím-
ann voru sögusagnir á sveimi um að
Arnar Gauti væri að fara að opna
Burberry-verslun í Kaupmannahöfn
en aldrei varð neitt af því. Síðustu
misseri hefur Arnar Gauti starfað við
að selja húsgögn í Fákafeni. Tísku-
spekúlantar segja að Gunnar
sé á leið til Danmerkur til
að starfa sem
hönnuður hjá
danska fata-
merkinu DAY. Á
sama tíma
hafa spek-
úlantar velt
því fyrir sér
hvort nafn
verslunar-
innar muni
breytast úr
GK í AA.