Fréttablaðið - 07.08.2005, Page 64

Fréttablaðið - 07.08.2005, Page 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 N‡lendan okkar Kaup Íslendinga á Illum í Kaup-mannahöfn vekja upp sterkar kenndir hér heima. Tímamót hafa orð- ið í samskiptum okkar við þessa fyrr- verandi nýlenduherra. Sumir myndu jafnvel tala um uppgjör. VIÐBRÖGÐ Dana eru hins vegar ekki jafnofsafengin og við mátti bú- ast. Þegar íslenskir blaðamenn taka púlsinn á stemmningunni á Strikinu bera menn sig bara nokkuð vel. Danska þjóðin segist ekki missa næt- ursvefn. Þykist jafnvel ekki vita af því að við höfum eignast Illum. Eða Magasin Du Nord. VIÐ vitum betur. Danirnir eru auðvit- að gáttaðir. En af hverju gleðjumst við svona ofsalega? Í sögulegu samhengi snýst málið kannski ekki beint um að endurgjalda óhreint mjölið sem var prangað upp á okkur á okurverði hérna í den tid eða að hefna fyrir 14-2 niðurlægingu fótboltalandsliðsins. Mun frekar snýst það um að geta stað- ið keikur í Köben. Í SKÓLANUM lærum við dönsku, án þess að læra hana. Á sumrin fara ungir Íslendingar til Kaupmannahafn- ar í þeim tilgangi að vinna og finna sig og aðra Íslendinga. Þegar við viljum prófa eitthvað nýtt förum við til Dan- merkur að stúdera og kynnumst þar öðrum íslenskum námsmönnum. Þetta er hluti af þroskaferli hvers manns. ÞAR koma önnur veigamikil atriði líka til, eins og að ganga um Strikið lítil- lega kenndur samferða Svíum í sama ástandi. Eða að útskýra fyrir Dönun- um, á ensku, yfir dönskum bjór að sú tíð sé liðin að þeir ráði yfir okkur. Verða svo forviða af reiði þegar við komumst að því að Daninn er hrein- lega ekkert að spá í þessa hluti. Þekkir ekki söguna eða heldur að við séum í sömu sporum og Færeyingar. DANMÖRK hefur verið okkar heimsveldi. Menn hafa ekki gert það gott fyrr en þeir hafa öðlast viður- kenningu í heimsveldinu. Íslenskar hljómsveitir eru búnar að meika það þegar þær hafa spilað í Tívolí fyrir stórum hópi íslenskra aðdáenda. Við höfum fylgst samviskusamlega með því sem gerist í heimsveldinu, birtum vikulega pistla frá Danmörku í sjón- varpinu, lesum dönsk slúðurblöð án þess að skilja þau, og borðum danska tertu, yfir beinni útsendingu, þegar krónprinsinn gengur í það heilaga. NÚ ræðum við næstu skref í stöð- unni. Á ekki líka að kaupa Tívolíið?, spyrja menn. Liggur það ekki beinast við? Og vona svo að Daninn taki eftir gerbreyttri heimsmynd. Sjái að litli bróðir er orðinn stór. BAKÞANKAR ÞORBJARGAR S. GUNNLAUGSDÓTTUR Vi› hjá Iceland Express gætum skrifa› heila bók um okkar lágu ver› og fer›amöguleika en vi› viljum frekar setja uppl‡singar okkar á Neti› til a› halda ver›um í lágmarki. Ef flig langar út í heim skaltu kíkja á icelandexpress.is og flú sér› hva› vi› eigum vi›. Fer›afljónusta Iceland Express, Grímsbær, Efstalandi 26, Sími 5 500 600 Regnskógavinir me› peningavit klippi› hér METSÖLUBÓK? www.icelandexpress.is F í t o n / S Í A Ver› frá 7.995 kr. a›ra lei› me› sköttum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.