Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 FÖSTUDAGUR 12. ágúst 2005 - 215. tölublað – 5. árgangur Býður upp á gourmet mat Clint Eastwood lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Hann fékk besta mötuneytið í Hollywood með sér til landsins. FÓLK 42 Útrás Hróksins Skákhátíð Hróksins 2005 er hafin á Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Hrókslið- ið setur svo sannarlega svip sinn á bæinn og vekur ekki síst lukku hjá unga fólkinu sem fjölmenn- ir við útitaflið fyrir framan samkomuhús bæjarins. SKÁK 36 Tveggja marka tap Keflavíkur Keflavík komst í gær ágætlega frá leik sínum gegn Mainz í 2. umferð forkeppni UEFA- bikarsins. Leiknum lauk með 2–0 sigri Þjóðverja. ÍÞRÓTTIR 28 Í MIÐJU BLAÐSINS ● matur ● tilboð ▲ tíska tíðarandinn heilsa kóngafólk pistlar matur stjörnuspá SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 12 . á gú st - 1 8. ág ús t » Hefur aldrei trúað á töffaraskapinn VALGEIR GUÐJÓNSSON » sígilt og fallegt allt árið HVÍTT » bragðmikið og girnilegt SJÁVARFANG enn í stuði Hefur aldrei veri› töffari VALGEIR GUÐJÓNSSON ● sjávarréttir ● svart hvítt ▲ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÍSKALDUR EINN LÉTTUR Málum bæinn RAUÐAN!Ætlar me› humar- uppskriftina í gröfina SÆGREIFINN KJARTAN HALLDÓRSSON NORÐAUSTLÆGAR ÁTTIR UM LANDIÐ norðanvert en austlægar syðra. Rigning sunnanlands en yfirleitt þurrt en skýjað norðanlands. VEÐUR 4 BROTTVÍSUN Öllum erlendu ríkis- borgurunum sem handteknir voru á Austurlandi vegna mótmælaað- gerða gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri í Reyðarfirði verður hugs- anlega vísað úr landi. Útlendinga- stofnun kvað upp úrskurð þess efnis í gær og munu starfsmenn Ríkislögreglustjóraembættisins tilkynna mótmælendunum úr- skurðinn þegar til þeirra næst en um er að ræða 21 erlendan ríkis- borgara. Samkvæmt úrskurðinum er mótmælendunum veitt ein vika til andmæla en að þeim tíma liðn- um kemur í ljós hversu margir þurfa að hverfa af landi brott. Alls voru 23 mótmælendur handteknir í þremur lögregluað- gerðum á Austurlandi á tímabil- inu 26. júlí til 4. ágúst en þar af voru tveir Íslendingar. Flestir þeirra sem eiga brottvísun yfir höfði sér eru búsettir á Bret- landseyjum en þeirra á meðal eru einnig tveir Spánverjar, Austur- ríkismaður og Pólverji. Allir erlendu mótmælendurnir eru ungir að árum; sá yngsti er 17 ára stúlka og þeir elstu rúmlega þrítugir. Um helmingur hópsins eru konur. sjá síðu 6 / - kk BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR Nefnd, sem rætt hefur samstarf R-lista- flokkana á næsta kjörtímabili, ákvað á fundi í gær að slíta frekari viðræðum og fela flokksfélögun- um að taka endanlega ákvörðun um framtíð samstarfsins. „Samninganefndirnar hafa ekki komist að niðurstöðu og þess vegna fer málið til flokkanna,“ sagði Páll Halldórsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, að loknum síðasta fundi nefndarinnar í gær. Í yfirlýsingu eftir fundinn í gær segja fulltrúar Framsóknarflokks- ins að þeir hafi verið tilbúnir að teygja sig langt til þess að ná sam- stöðu. Eftir fundinn lýsti Matthías Imsland, fulltrúi Framsóknar- manna, vonbrigðum með niður- stöðuna í nefndinni. „Við ætlum að kynna kjör- dæmasambandinu stöðu málsins á fundi á næstunni, þar á meðal til- lögu sem Samfylkingin hefur sett fram um sameiginlegt prófkjör.“ Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, sagði eftir fundinn að viðræðurnar hefðu verið býsna þreytandi á síðustu metrunum og lyktir málsins væru svo sem engin vonbrigði. „Málið verður rætt á félags- fundi. Ég veit ekki hvernig við ætt- um að komast lengra. Það er spennandi og ögrandi verkefni fyr- ir Vinstri græna í Reykjavík að bjóða fram til borgarstjórnar. Við göngum hiklaust til verks og full tilhlökkunar ef það verður niður- staða félagsfundarins. Ef fundur- inn vill frekari viðræður tökum við því,“ segir Svandís. Vænta má þess að tillaga Sam- fylkingarinnar að lausn málsins verði rædd í flokksfélögunum á næstu dögum. Hún felur í sér að haldið verði prófkjör meðal stuðn- ingsmanna R-listans. Hver flokkur tilnefni fimm til átta fulltrúa og þátttakendum í prófkjörinu verði raðað eftir stafrófsröð á lista. Kjósendur merki við nöfn með tölustöfum frá einum til átta og sá sem flest atkvæði fær í fyrsta sæti verði borgarstjóraefni listans. Til- lagan gerir ráð fyrir jafnri dreif- ingu fulltrúa allra flokka í efstu sæti listans. Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi óháðra á R- listanum, ætlar ekki að bjóða sig fram fyrir næstu borgarstjórnarkosningar haldi R- listasamstarfið ekki áfram. sjá síðu 2 / - jh Egilshöll: N‡tt bíó í Grafarvoginn SKIPULAGSMÁL Ef allt gengur að óskum opnar nýtt kvikmynda- hús Sambíóanna við Egilshöll í Grafarvogi í vor. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að auglýsa breytingu á aðalskipu- lagi Reykjavíkur vegna hússins. Hjá Sambíóunum fengust þær upplýsingar að kvikmynda- húsið verður með fjóra sali og þúsund sæti og meira verði lagt upp úr þægindum og hljóð- og myndgæðum en áður hefur tíðkast hér á landi. Öll hönnun- arvinna er klár frá þeirra hálfu og er nú fyrst og fremst beðið eftir grænu ljósi frá borgaryfir- völdum til þess að framkvæmd- ir geti hafist. Einnig er ráðgert að keilusal- ur komi upp í Egilshöll fljótlega. - grs R-lista vi›ræ›ur í strand Vinstri grænir skila nú flegar umbo›i til stjórnar Reykjavíkurfélagsins sem tekur ákvör›un um frambo› flokksins til borgarstjórnar. Tillaga Samfylkingarinnar um lausn ver›ur rædd innan flokksfélaganna. Framsóknarmenn l‡sa vonbrig›um. Dagur B. Eggertsson ætlar ekki a› bjó›a sig fram hætti R-listinn. MÓTMÆLI VIÐ KÁRAHNJÚKA Andstæðingar virkjunar og álvers voru handteknir í tvígang á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka og einu sinni á vinnusvæði Bechtel á álverslóðinni í Reyðarfirði. Úrskurður Útlendingastofnunar vegna mótmælaaðgerðanna á Austurlandi: Hóta› brottvísun frá Íslandi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: LÍST EKKI Á STÖÐUNA „Mér líst ekki vel á stöðunna eins og er en ekki er öll nótt úti enn. Það á eftir að ræða stöðuna á fé- lagsfundum á næstu dögum. Ég leit svo á að tillagan, sem Sam- fylkingin lagði fram í gær, stuðlaði að jafn- ræði meðal flokkana og opnaði leið inn á listann fyrir óháða og óflokksbundna. Þeir frambjóðendur hefðu ekki getað komist ofar en í sjö- unda eða áttunda sæti samkvæmt til- lögunni. Ég geri ráð fyrir því að þetta verði allt skoðað mjög alvarlega því ég tel að R-listinn hafi enn miklu hlutverki að gegna í höfuðborginni,“ sagði Ingibjörg. MÓTMÆLI Í ÍSRAEL Tugþúsundir Ísraela mótmæltu í gær áformum stjórnvalda um að draga sig frá Gaza-svæðinu og hluta Vestur- bakkans. Mótmælendurnir fylltu ráðhústorgið í Tel Aviv. Miklar deilur hafa verið í Ísrael um réttmæti þess að hörfa. M YN D /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.