Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 12
SVÍNIN BÓLUSETT Svínasótt hefur geisað í Kína að undanförnu og hafa 39 manns dáið í Sichuan-héraði af hennar völdum. Þetta glaðhlakkalega svín virtist ekki hafa mikið á móti því að fá bóluefni gegn veikinni. 12 12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Hive tengir eigin viðskiptavini við Símann vegna Enska boltans: Borga fyrir netnotkun vi›skiptavina NEYTENDUR Netfyrirtækið Hive, sem er með sitt eigið ADSL-dreifi- kerfi, hefur brugðið á það ráð að tengja viðskiptavini sína við dreifikerfi Símans, frekar en að missa þá yfir til Símans ætli þeir sér að gerast áskrifendur að Enska boltanum. „Við höfum trú á því að fyrr eða síðar verði Síminn að láta þetta af hendi,“ segir Arn- þór Halldórsson, framkvæmda- stjóri Hive. Hive borgar síðan Símanum fyrir netnotkun viðkomandi en innheimtir af viðskiptavininum líkt og hann sé í viðskiptum við Hive. Þeir sem gerast áskrifendur að Enska boltanum gegnum ADSL skuldbinda sig til þess að vera með það hjá Símanum næstu tólf mánuði. Arnþór segir enga tæknilega annmarka á því að menn gerist áskrifendur að Enska boltanum og fleiri sjónvarpsstöðum gegn- um ADSL-kerfi Hive. „Við getum boðið upp á mun meiri band- breidd, átta eða tólf megabæt meðan Síminn býður aðeins upp á eitt til tvö megabæt.“ Og Vodafone býður viðskipta- vinum sínum upp á svipaða þjón- ustu. - grs Þjónusta danska sendiráðsins við Íslandsfara: Íslandsförum ekki sí›ur sinnt FERÐALÖG „Við höfum ekki orðið vör við það að danska sendiráðið almennt sinni Íslandsförum síður en öðrum,“ segir Ásgeir Péturs- son skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hann undrast svör danska sendiráðsins í Moskvu, sem fram komu í Fréttablaðinu í gær, að lengri tíma taki fyrir Íslandsfara en til dæmis Danmerkurfara að fá vegabréfsáritun. Að sögn Péturs felst mikil hag- ræðing í því fyrirkomulagi að danska sendiráðið afgreiði vega- bréfsáritanir til Íslands þar sem Danir búi yfir betra upplýsinga- og gagnakerfi. Konstantín Shcherbek, rúss- neskur læknir búsettur hér á landi, segir hins vegar að varla sé hægt að fá vegabréfsáritanir hjá danska sendiráðinu í Moskvu og hafi ættingjar hans fengið að finna fyrir því. „Ég var vanur að lofsama Ísland og hvetja vini og ættingja til þess að koma hingað í heimsókn en ég er nú hættur þeim bjarnargreiða þar sem þeir lenda aðeins í vandræðum hjá danska sendiráðinu,“ segir hann. Aðalheiður Árnadóttir, leyfa- fulltrúi hjá Útlendingastofnun, segir að samskipti stofnunarinnar við danska sendiráðið í Moskvu hafi verið góð en hins vegar sé þar mikill erill sem hugsanlega geti or- sakað þennan seinagang. -jse Rannsókn WWF sýnir hækkun á meðalhita stórborga: Hiti gæti or›i› óbærilegur VEÐURFAR Sumarhitastig í stór- borgum Evrópu hefur hækkað um allt að tvær gráður á síðustu þremur áratugum og eykst með því hættan á þurrkum, úrhelli og flóðum. Þetta kemur fram í niðurstöð- um rannsóknar sem gerð var á vegum Alþjóðanáttúruverndar- samtakanna WWF. Fundinn var út meðalhiti síðustu fimm ára í sextán borgum í Evrópu og borinn saman við meðalhita á fimm ára tímabili fyrir þrjátíu árum. Í ljós kom að hæsti meðalhiti að sumri hækkaði mest í Lundún- um, um tvær gráður. Meðalhiti yfir sumartímann hækkaði mest í Madríd, um 2,2 gráður. „Sumarhiti í borgum Evrópu stefnir í að verða óbærilegur,“ sagði Imogen Zethoven, talsmað- ur WWF. „Vísindamenn telja að losun gróðurhúsalofttegunda tvö- faldi hættuna á frekari hækkun hitastigs,“ sagði hún. WWF bendir á í niðurstöðum rannsóknar sinnar að afleiðingin af hækkun á meðalhita gæti orðið enn fleiri og alvarlegri hitabylgj- ur, þurrkar og regnstormar. - sda Óprúttinn bréfberi: Stal kortum og lykilor›um DANMÖRK Eystri-landsréttur hef- ur dæmt bréfbera í þriggja ára fangelsi fyrir að stela greiðslu- kortum og lykilnúmerum úr pósti fólks. Hann notaði svo kort- in og lykilnúmerin til að ná um átta milljónum króna út af bankareikningum þess. Starfsaðferðir bréfberans þóttu sérstaklega útsmognar. Hann leigði sér kjallaraherbergi þar sem hann kom sér upp að- stöðu til að búa til eftirlíkingar af kortunum. Eftirlíkingarnar setti hann svo í ný umslög sem hann svo smeygði inn um bréfalúguna hjá fórnarlömbum sínum, sem áttu sér einskis ills von. ■ ARNÞÓR HELGASON Framkvæmdastjóri Hive. Tomaz Humar: Bjarga› af Nanga Parbat ISLAMABAD, AP Slóvenska fjallagarp- inum Tomaz Humar var í vikunni bjargað úr sex þúsund metra hæð af hinu ógnvænlega Nanga Parbat- fjalli í norðanverðu Pakistan, sem er betur þekkt sem Manndrápsfjall- ið. Fjallstindurinn er 8.125 metra yfir sjávarmáli og er einn sá tor- kleifasti í heiminum en tugir fjall- göngumanna hafa farist í leiðöngr- um þangað. Humar var kominn vel á veg er hann lenti í verulegum vandræðum vegna illviðris, matar- skorts og kals. Því sendi hann út neyðarkall og var þyrla send á vett- vang skömmu síðar til að bjarga honum. Þegar að var komið hímdi Humar á íssyllu illa á sig kominn. ■ Á LEIÐ UPP FJALLIÐ Tomaz Humar á meðan allt gekk vel. M YN D /A P SKÓGARELDAR SLÖKKTIR Flugvél slekkur skógarelda nálægt bænum Coudoux í Suður- Frakklandi fyrr í sumar. Miklir þurrkar hafa geisað í Suður-Evrópu í sumar með tilheyrandi þurrkum og skógareldum. Hitastig í borgum Evrópu hefur hækkað um allt að tveimur gráðum á síðustu þremur áratugum. KONSTANTÍN SHCHERBAK Konstantín er hættur að gera ættingjum og vinum í Moskvu þann bjarnargreiða að hvetja þá til Íslandsferðar þar sem varla sé hægt að fá vegabréfsáritanir hjá danska sendiráðinu í Moskvu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.