Fréttablaðið - 12.08.2005, Page 12

Fréttablaðið - 12.08.2005, Page 12
SVÍNIN BÓLUSETT Svínasótt hefur geisað í Kína að undanförnu og hafa 39 manns dáið í Sichuan-héraði af hennar völdum. Þetta glaðhlakkalega svín virtist ekki hafa mikið á móti því að fá bóluefni gegn veikinni. 12 12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Hive tengir eigin viðskiptavini við Símann vegna Enska boltans: Borga fyrir netnotkun vi›skiptavina NEYTENDUR Netfyrirtækið Hive, sem er með sitt eigið ADSL-dreifi- kerfi, hefur brugðið á það ráð að tengja viðskiptavini sína við dreifikerfi Símans, frekar en að missa þá yfir til Símans ætli þeir sér að gerast áskrifendur að Enska boltanum. „Við höfum trú á því að fyrr eða síðar verði Síminn að láta þetta af hendi,“ segir Arn- þór Halldórsson, framkvæmda- stjóri Hive. Hive borgar síðan Símanum fyrir netnotkun viðkomandi en innheimtir af viðskiptavininum líkt og hann sé í viðskiptum við Hive. Þeir sem gerast áskrifendur að Enska boltanum gegnum ADSL skuldbinda sig til þess að vera með það hjá Símanum næstu tólf mánuði. Arnþór segir enga tæknilega annmarka á því að menn gerist áskrifendur að Enska boltanum og fleiri sjónvarpsstöðum gegn- um ADSL-kerfi Hive. „Við getum boðið upp á mun meiri band- breidd, átta eða tólf megabæt meðan Síminn býður aðeins upp á eitt til tvö megabæt.“ Og Vodafone býður viðskipta- vinum sínum upp á svipaða þjón- ustu. - grs Þjónusta danska sendiráðsins við Íslandsfara: Íslandsförum ekki sí›ur sinnt FERÐALÖG „Við höfum ekki orðið vör við það að danska sendiráðið almennt sinni Íslandsförum síður en öðrum,“ segir Ásgeir Péturs- son skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hann undrast svör danska sendiráðsins í Moskvu, sem fram komu í Fréttablaðinu í gær, að lengri tíma taki fyrir Íslandsfara en til dæmis Danmerkurfara að fá vegabréfsáritun. Að sögn Péturs felst mikil hag- ræðing í því fyrirkomulagi að danska sendiráðið afgreiði vega- bréfsáritanir til Íslands þar sem Danir búi yfir betra upplýsinga- og gagnakerfi. Konstantín Shcherbek, rúss- neskur læknir búsettur hér á landi, segir hins vegar að varla sé hægt að fá vegabréfsáritanir hjá danska sendiráðinu í Moskvu og hafi ættingjar hans fengið að finna fyrir því. „Ég var vanur að lofsama Ísland og hvetja vini og ættingja til þess að koma hingað í heimsókn en ég er nú hættur þeim bjarnargreiða þar sem þeir lenda aðeins í vandræðum hjá danska sendiráðinu,“ segir hann. Aðalheiður Árnadóttir, leyfa- fulltrúi hjá Útlendingastofnun, segir að samskipti stofnunarinnar við danska sendiráðið í Moskvu hafi verið góð en hins vegar sé þar mikill erill sem hugsanlega geti or- sakað þennan seinagang. -jse Rannsókn WWF sýnir hækkun á meðalhita stórborga: Hiti gæti or›i› óbærilegur VEÐURFAR Sumarhitastig í stór- borgum Evrópu hefur hækkað um allt að tvær gráður á síðustu þremur áratugum og eykst með því hættan á þurrkum, úrhelli og flóðum. Þetta kemur fram í niðurstöð- um rannsóknar sem gerð var á vegum Alþjóðanáttúruverndar- samtakanna WWF. Fundinn var út meðalhiti síðustu fimm ára í sextán borgum í Evrópu og borinn saman við meðalhita á fimm ára tímabili fyrir þrjátíu árum. Í ljós kom að hæsti meðalhiti að sumri hækkaði mest í Lundún- um, um tvær gráður. Meðalhiti yfir sumartímann hækkaði mest í Madríd, um 2,2 gráður. „Sumarhiti í borgum Evrópu stefnir í að verða óbærilegur,“ sagði Imogen Zethoven, talsmað- ur WWF. „Vísindamenn telja að losun gróðurhúsalofttegunda tvö- faldi hættuna á frekari hækkun hitastigs,“ sagði hún. WWF bendir á í niðurstöðum rannsóknar sinnar að afleiðingin af hækkun á meðalhita gæti orðið enn fleiri og alvarlegri hitabylgj- ur, þurrkar og regnstormar. - sda Óprúttinn bréfberi: Stal kortum og lykilor›um DANMÖRK Eystri-landsréttur hef- ur dæmt bréfbera í þriggja ára fangelsi fyrir að stela greiðslu- kortum og lykilnúmerum úr pósti fólks. Hann notaði svo kort- in og lykilnúmerin til að ná um átta milljónum króna út af bankareikningum þess. Starfsaðferðir bréfberans þóttu sérstaklega útsmognar. Hann leigði sér kjallaraherbergi þar sem hann kom sér upp að- stöðu til að búa til eftirlíkingar af kortunum. Eftirlíkingarnar setti hann svo í ný umslög sem hann svo smeygði inn um bréfalúguna hjá fórnarlömbum sínum, sem áttu sér einskis ills von. ■ ARNÞÓR HELGASON Framkvæmdastjóri Hive. Tomaz Humar: Bjarga› af Nanga Parbat ISLAMABAD, AP Slóvenska fjallagarp- inum Tomaz Humar var í vikunni bjargað úr sex þúsund metra hæð af hinu ógnvænlega Nanga Parbat- fjalli í norðanverðu Pakistan, sem er betur þekkt sem Manndrápsfjall- ið. Fjallstindurinn er 8.125 metra yfir sjávarmáli og er einn sá tor- kleifasti í heiminum en tugir fjall- göngumanna hafa farist í leiðöngr- um þangað. Humar var kominn vel á veg er hann lenti í verulegum vandræðum vegna illviðris, matar- skorts og kals. Því sendi hann út neyðarkall og var þyrla send á vett- vang skömmu síðar til að bjarga honum. Þegar að var komið hímdi Humar á íssyllu illa á sig kominn. ■ Á LEIÐ UPP FJALLIÐ Tomaz Humar á meðan allt gekk vel. M YN D /A P SKÓGARELDAR SLÖKKTIR Flugvél slekkur skógarelda nálægt bænum Coudoux í Suður- Frakklandi fyrr í sumar. Miklir þurrkar hafa geisað í Suður-Evrópu í sumar með tilheyrandi þurrkum og skógareldum. Hitastig í borgum Evrópu hefur hækkað um allt að tveimur gráðum á síðustu þremur áratugum. KONSTANTÍN SHCHERBAK Konstantín er hættur að gera ættingjum og vinum í Moskvu þann bjarnargreiða að hvetja þá til Íslandsferðar þar sem varla sé hægt að fá vegabréfsáritanir hjá danska sendiráðinu í Moskvu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.