Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 42
12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Það er farið að dimma á Íslandi. Styttist óðum í að myrkrið vari leng- ur en birtan. Hef alltaf pirrað mig á þessu. Sérstaklega þegar ég var í skóla. Þá var svart þegar ég fór í tíma og líka á leiðinni heim. Núna ætla ég að bíta í skjald- arrendur. Horfa á björtu hliðarnar. Það verður til dæmis hægt að draga fram kertin. Það er ekki hægt að hafa kveikt á þeim yfir sumartímann. Það er kjánalegt, kertaljósið sést ekki einu sinni. Þarf ekki að byrgja fyrir sólina svo það glampi ekki á sjónvarpið. Fékk alltaf samviskubit. Fannst hún eiga rétt á því að skína inn í íbúðina í þessa örfáu daga sem hennar naut við. Vandamál sem nú er úr sög- unni. Get legið uppi í rúmi og heyrt vetur konung reyna að berja sér leið inn í herbergið. Ljóðrænt? Auðvitað, veturinn er rétti tíminn til að semja ljóð. Fæ tækifæri til að útskýra fyrir útlendingum af hverju við lækkum aldrei á ofnunum yfir sumarið. Opnum bara gluggana í staðinn. „Við erum að búa þá undir vetur- inn,“ segi ég stoltur. Þar að auki er heita vatnið líka ódýrt hérna og veturinn gefur okkur tækifæri til að nýta það enn frekar. Ég get aft- ur fengið mér heitt kakó án þess að það sé eitthvað skrýtið. Þarf ekki alltaf að vera að kæla mig niður eftir hitann á íslensku sumri með gosi eða þaðan af verra. Dusta ryk- ið af flotta vetrarfrakkanum sem mamma gaf mér í jólagjöf. Tek fram flottu prjónahúfuna og trefil- inn. Verð svona „artý fartý“ týpa, sem þykir víst voða töff. Enginn getur heldur skammað mig fyrir að mæta of seint. Það duga engar afsakanir á sumrin. Í þrjá mánuði þjáist íslenska þjóðin af engu öðru en gróðurofnæmi og þynnku. Þegar veturinn kemur er hægt að rifja upp gamlar og góðar útskýringar: „Það var svo mikill snjór“, „Bíllinn vildi ekki fara í gang“ og „Ég er með hálsbólgu.“ Þar að auki er Ísland trútt sjálfu sér á veturna. Ber nafn með rentu. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA FREYR GÍGA GUNNARSSON HORFIR Á BJÖRTU HLIÐARNAR. Myrkrið hefur víst sína kosti M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli JÚ! JÚ! JÚ! JÚ! JÚ! NEI! NEI! NEI! NEI! NEI! Hvað eruð þið tvö eiginlega að rífast um? Þarf maður alltaf að vera að rífast um eitthvað? Er þetta maginn í þér!?! Hlýtur að vera eitthvað sem ég borðaði. Jæja... Það ætlar ekki að fara hljóðlaust í gegn.grrllll... pííífúfff... gargligargl... úúúiiing... Hvernig er þetta mögulegt?! Ég sturta í mig megrunardufti frá því að fuglarnir vakna þar til kýrnar koma heim! Og hvað gerist á vigt- inni? Hvað gerist? Ekkert!!! Ekki nokkur skapaður hlutur!! Nú er það búið að breytast eitt- hvað! Þú ert... fjögur kíló! Unglinga- partí... Unglingadrykkja... Táningakynsvall... Þessi mynd er virkilega að segja mér eitthvað! Hún segir „þetta minnir alla vega ekki á þitt líf!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.