Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 20
Íslendingar eru rólegir flótt ógnin sé til sta›ar Kaupmannahöfn hefur veri› nefnd sem næsta skotmark hry›juverkamanna í kjölfar atbur›anna í Lundúnum 7. júlí. Tæplæga átta flúsund Íslendingar eru búsettir í Danmörku. Skoðanakannanir í Danmörku hafa leitt í ljós að meirihluti landsmanna telur að hryðjuverk verði framið í landinu á næstu tólf mánuðum. Sjálfsagt engin furða því í síðasta mánuði hótaði öfga- hópur, sem talinn er tengjast hryðjuverkamönnunum sem stóðu á bak við árásirnar í Madríd á síðasta ári, að beina spjótum sín- um að Danmörku næst dragi rík- isstjórnin ekki herlið sitt frá Írak. Meirihluti þjóðarinnar er líka þeirrar skoðunar að auka beri eft- irlit á opinberum stöðum. Farþeg- um í neðanjarðarlestakerfi Kaup- mannahafnar hefur fækkað um fjórðung frá síðasta ári og er fækkunin beinlínis rakin til hætt- unnar á hryðjuverkum. Til að róa almenning hafa dönsk stjórnvöld bætt mjög lögreglueftirlit á fjöl- förnum stöðum og hefur viðbún- aður sérstaklega verið aukinn á flugvöllum, lestarstöðvum og í verslanamiðstöðvum. Á áttunda þúsund Íslendinga býr í Danmörku, flestir í Kaup- mannahöfn. Þeir hafa ekki farið varhluta af hryðjuverkaógninni Hefur lítil áhrif á daglegt líf „Þessi umræða hefur að minnsta kosti ekki haft mikil áhrif á mitt daglega líf,“ segir Rósa Björk Ein- arsdóttir. Hún er nýútskrifaður margmiðlunarhönnuður og við- skiptafræðingur en hefur búið í borginni í þrjú ár. „Ég held að það sama eigi við um fólkið í kringum mig. Ég hef alltaf notað lestirnar lítið og hjóla mest. Hins vegar við- urkenni ég að ég fann fyrir óþægi- legri í tilfinningu í mannþröng- inni á Nørreport-lestarstöðinni um daginn, en sú stöð er sögð heppilegt skotmark hryðjuverka- manna. Maður fylgist óneitanlega aðeins betur með fólkinu í kring- um sig nú en áður,“ bætir Rósa við. Meiri líkur á að lenda í bílslysi „Ég hef ekkert breytt út af vanan- um og ferðast jafn mikið með lest- um og ég gerði áður,“segir Hall- dór Kristjánsson verkfræðingur sem búið hefur í Danmörku í ára- tug. „Enda eru miklu minni líkur á því að lenda í svona atburði en í bílslysi. Ég hef ekki orðið var við aukna öryggisgæslu en tekið eftir viðvörunum í hátalarkerfum lest- anna þegar þær nálgast Nørre- port. Þá er fólk beðið að huga að farangrinum sínum. Það er helst þessi viðvörun sem minnir mann á ógnina. Ég útiloka samt ekki að ég færi út úr lest ef ég yrði var við grunsamlega menn í vagnin- um.“ Gæti allt eins gerst í Tívolí „Ég á ættingja í London og var því mjög brugðið þegar hryðjuverkin voru framin þar,“ segir Hjalti Már Einarsson, nemi í fjölmiðla- fræði og íbúi í Kaupmannahöfn í fimm ár. „Fyrstu dagana á eftir hugsaði maður um hættuna á hryðjuverkum hér og var meira á varðbergi gagnvart fólki í kring- um sig. Í dag velti ég þessu ekki svo mikið fyrir mér og ferðast jafn mikið í lestum og strætó og ég gerði á ð u r . “ Hjalti seg- ist eiga von á því að þurfa að ferðast í auknum mæli með lestum þegar skólinn byrjar á ný en hann hefur samt litlar áhyggjur. „Öryggis- gæsla í lestarkerfinu er talsvert meiri nú en áður. Ég hef samt ekki trú á því að aukin gæsla fæli hryðjuverkamenn frá. Ekki nema allir verði látnir ganga í gegnum vopnaleit líkt á flugvöllunum, sem verður að teljast ólíklegt. Hver segir líka að samgöngukerfið verði næsta skotmark. Af hverju ekki Tívolí?“ ■ ERLING ÓLAFSSON Skordýrafræðingur. fiarf einungis ár til a› jafna sig GEITUNGASTOFNINN SPURT & SVARAÐ 20 12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Hinn fyrsta júlí síðastliðinn tók til starfa Neyt- endastofa svokölluð en undir hennar hatti verða verkefni sem áður heyrðu undir ýmsar aðrar stofnanir. Tryggvi Axelsson forstjóri út- skýrir hér hvaða hlutverki henni er ætlað. Hvað er Neytendastofa? Neytendastofa er ríkisstofnun sem starfa skal að stjórnsýsluverkefnum á sviði neytenda- mála. Neytendastofu er þannig ætlað að hafa eftirlit með því að aðilar í atvinnulífi hafist nokkuð að sem brýtur í bága við góða við- skiptahætti í atvinnustarfsemi eða öðru því sem óhæfilegt þykir gagnvart neytendum. Á hennar eftirlitssviði eru fjölþætt verkefni er varða mikilvæga hagsmuni neytenda en einnig almenn stefnumótun á sviði neytenda- mála. Er hluverk hennar frábrugðið hlutverki Neytendasamtakanna? Íslenskir neytendur standa í þakkarskuld við Neytendasamtökin sem í meira en 50 ár hafa hvatt íslensk stjórnvöld til þess að auka neyt- endavernd hér á landi. Þau eru frjáls félaga- samtök sem gagnrýna stjórnvöld þegar það á við og koma með ábendingar frá neytendum varðandi ýmis mikilvæg málefni sem þau telja að stjórnvöld eigi að huga að. Neytenda- stofa er hins vegar stjórnvald og stjórnsýslu- stofnun sem starfar að framkvæmd þeirra laga sem henni hefur verið falið. Hvernig gætir Neytendastofa hags almenn- ings betur en hingað til hefur verið? Með Neytendastofu hafa verið sameinaðir dreifðir kraftar margra í einni stjórnsýslustofn- un. Þetta veitir mikil tækifæri til ná betri yfir- sýn yfir þennan málaflokk og veita góða þjón- ustu sem og upplýsingar um þann víðfema og fjölþætta málaflokk sem neytendamál eru. Margflætt hlutverk SÉRFRÆÐINGAR SEGJA: NEYTENDASTOFA fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ GISTINÆTUR OG GESTAKOMUR Á HÓTELUM Heimild: Hagstofan.is Eddufelli 2, s. 557 1730 Bæjarlind 6, s. 554 7030TÍS K U V E R S L U N Síðustu dagar útsölu Verðhrun Opið frá kl. 10-22 Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Algert verðhrun 60 til 70% afsláttur Næstsíðasti dagur Minna hefur orðið vart við geitunga hér á höfuðborgarsvæðinu nú í sumar en síðastliðin sumur. Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir stofn holugeitunga, sem hrundi í fyrrasumar, geta verið kominn í samt lag strax næsta sumar. Hvernig vegnar geitungunum? Trjágeitungi vegnar ágætlega en holugeitungi miður þar sem stofn- inn hrundi í fyrrasumar. Holugeit- ungur er við lýði en fjöldinn er langt undir meðallagi. Holugeitungur gerir sér bú í jörðu eða undir húsþökum og tilgátur ganga út á að hitabylgja í kjölfar rigningartíðar í ágúst í fyrra hafi gert að verkum að sveppa- og gerlagróður lagði undir sig bú geit- unganna. Er munur eftir landshlutum? Holugeitungur heldur sig nær ein- ungis á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandsundirlendi, en þar hef ég hins vegar engar spurnir haft af hon- um í ár. Trjágeitungi vegnar hins vegar alls staðar ágætlega. Hversu langan tíma tekur það stofninn að ná sér á strik? Stofninn getur aftur verið kominn í fyrra form strax á næsta ári. Stofninn þarf ekki að taka nema eitt ár að ná sér á strik ef vel tekst til að fram- leiða drottningar. Stofninn hvarf ekki og búskapur þeirra geitunga sem héldu velli hefur verið eðlilegur. JÚNÍ 2004 JÚNÍ 2005 1 1 3 .3 0 0 1 2 1 .9 0 0 Íslendingar 14.680 Útlendingar 98.620 Íslendingar 18.740 Útlendingar 103.170 FJÖLDI ÍSLENDINGA Í DANMÖRKU Ár Íslendingar 1975 1.686 1985 3.433 1995 3.922 2001 5.965 2004 7.433 KRISTJÁN SIGURJÓNSSON ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING RÓLEGT Á NØRREPORT-LESTARSTÖÐINNI Farþegum í neðanjarðarlestum Kaupmannahafnar hefur fækkað um fjórðung frá síðasta ári og er fækkunin beinlínis rakin til hryðjuverkaógnarinnar. RÓSA BJÖRK EINARSDÓTTIR Fann fyrir óþægilegri í tilfinningu í mannþrönginni á Nørreport-lestarstöðinni um daginn. HJALTI MÁR EINARSSON Hefur ekki trú á því að aukin gæsla fæli hryðjuverka- menn frá. HALLDÓR KRISTJÁNSSON Útilokar ekki að fara út úr lest ef hann yrði var við grun- samlega menn í vagninum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.