Fréttablaðið - 12.08.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 12.08.2005, Síða 8
12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Tillaga sjálfstæðismanna í borgarráði vegna leiðakerfis Strætó: Viljum taka strax á vandanum SAMGÖNGUR „Við viljum taka á þeim mikla vanda sem skapast hefur með nýju leiðakerfi Strætó bs. strax,“ segir Kjartan Magnús- son borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Hann óttast að glund- roði skapist þegar skólarnir hefj- ast 22. ágúst. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram tillögu um nýja leiða- kerfið í borgarráði í gær. Þar kemur fram áskorun um að þegar fari fram ítarleg úttekt á kerfinu. Markmið hennar sé að athuga hvort það sé „á vetur setjandi“ í ljósi þeirrar þjónustuskerðingar sem fjölmargir strætisvagnafar- þegar hafði orðið fyrir með gildis- töku þess. Meta þurfi hvort gamla kerfið verði tekið upp umsvifa- laust, meðan unnið verði að end- urbótum á því nýja með markviss- um vinnubrögðum og í raunveru- legu samráði við notendur. Markmið tillögunnar sé að halda í viðskiptavini Strætó bs. og lágmarka skaðann sem almenn- ingssamgöngur í Reykjavík hafi orðið fyrir. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum R-lista gegn 3 atkvæð- um sjálfstæðismanna. - jss Upplýsingaskipti í skattamálum: Semja á vi› skattaparadísir EFNAHAGSMÁL Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að hefja samninga- viðræður nokkrar „skattaparadís- ir“ um gagnkvæm upplýsinga- skipti. Hefja á viðræður við þrjár þeirra á næstu misserum en frumkvæðið að viðræðunum er frá þeim komið. „Samningarnir snúa fyrst og fremst að upplýsingum um tekjur og eignir sem fara í gegnum fjár- málastofnanir á þessum svæðum og íslensk skattayfirvöld telja að geti verið skattskyld hér á landi,“ segir Jóna Björk Guðnadóttir, lög- fræðingur hjá Fjármálaráðuneyt- inu. Hún segir flestar skatta- paradísir hafa skuldbundið sig gagnvart OECD til þess að auka gagnsæi skattkerfa sinna og helmingur OECD-ríkja hafi byrjað samningaviðræður af þessu tagi. Bandaríkin hafa nú þegar samið við þrettán paradísir. Samningsfyrirmynd OECD verður lögð til grundvallar í við- ræðunum, en auk upplýsinga- skiptanna eru einnig ákvæði í því sem tryggja eiga að stjórnvöld fari með upplýsingar sem trúnað- arupplýsingar og einnig er heim- ilt í ákveðnum tilvikum að neita samningsríki um upplýsingar sem geta skaðað viðskiptahagsmuni skattgreiðanda. - grs Færeyingar vilja a›ild a› EFTA Færeyingar vilja fá a›ild a› Nor›urlandará›i og EFTA. Forma›ur Vinstri grænna sty›ur a›ild Færeyinga a› Nor›urlandará›i en utanríkisrá›uneyti› segir a› Færeyingar ver›i a› sk‡ra fljó›réttarlega stö›u sína fyrst. STJÓRNMÁL Færeyingar vilja sækja um að aðild að Norðurlandaráði og EFTA en Færeyingar lúta enn yfirráðum Dana og hafa aðeins sjálfsstjórn og utanríkismál landsins eru í höndum Dana. Lögmaður Færeyinga Jóannes Eidesgaard sagði í hinni svoköll- uðu lögmannsræðu á ÓIafsvöku í Færeyjum undir lok síðasta mán- aðar að Færeyingar vildu taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og aðild að EFTA myndi hugnast þjóð sinni vel. Þá hefur aðild Færeyinga bor- ið á góma í Norðurlandaráði síð- ustu tvö árin en að undanförnu þykja Færeyingar hafa lagt sífellt meiri áherslu á aðildarumsókn sína að ráðinu. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, segir að Íslendingar hafi veitt Færeyingum ráðgjöf og ann- að sem þeir hafi sóst eftir og hvatt þá til að styrkja tengslanet sín við bæði EFTA og Norðurlandaráð en erfitt sé að styðja aðildarumsókn- ir þeirra að svo stöddu. „Þeir verða að hafa sína þjóð- réttarlega stöðu á hreinu og gera þá stöðu upp við Dani. Við viljum gjarnan styðja þá en getum það ekki meðan svo er en hversu víð- tækt umboð þeir hafa er atriði sem er þjóðréttarlegt og eitthvað sem við viljum að þeir eigi við Dani,“ segir Gunnar. „Ég hef stutt með kjafti og klóm undanfarin ár að Færeying- ar fái aðild að Norðurlandaráði,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og full- trúi í Íslandsdeild Norðurlanda- ráðs. Hann segir að tvær leiðir séu mögulegar fyrir Færeyinga til þess að öðlast aðild að ráðinu og önnur sé að dönsku stjórnar- skránni verði breytt. „Sú leið er auðvitað svolítið fjarsótt en sú leið sem er líklegri er að Helsinki- sáttmála Norðurlandaráðs verði breytt en til þess þarf samþykki allra þjóða,“ segir Steingrímur. hjalmar@frettabladid.is BÖNDUM KOMIÐ Á SKATTAPARADÍSIR Vegna skuldbindinga gagnvart OECD hafa skattaparadísir haft frumkvæði að viðræðum við íslensk stjórnvöld. ÞJÓNUSTUSKERÐING Fjölmenn íbúahverfi verða fyrir mikilli þjónustuskerðingu með gildistöku nýs leiðakerfis, segja borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins í bókun sinni. GUNNAR SNORRI GUNNARSSON Segir erfitt að styðja Fær- eyinga fyrr en þeir hafa þjóðréttarlega stöðu sína á tæru. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Styður aðild Færeyinga að Norðurlandaráði en segir að breyta þurfi sáttmála Norður- landaráðs. FRÁ FÆREYJUM Færeyingar vilja bæði ganga í Norðurlandaráð og EFTA.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.