Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 40
12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR > Við hrósum ... .... Valsstúlkum sem hafa unnið tvo frábæra sigra í Evrópukeppni félagsliða en þær keppa í Finnlandi. Valur vann í gær FC United, finnsku meistarana, og unnu um leið sjálfa riðlakeppnina. Stórbrotinn árangur og gefur góð fyrirheit. Valtað yfir Stjörnuna Þýska liðið Lemgo, sem þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson leika með, valtaði yfir lið Stjörnunnar á æfingarmóti í Þýskalandi í gær. Leiknum lauk með 48–23 sigri Þjóðverja en markahæstur Stjörnunnar var Tite Kalandadze með níu mörk. Stjarnan leikur næst gegn landsliði Katar. sport@frettabladid.is 28 > Við hrósum ... ... Liði Keflavíkur sem gerði vel gegn sterku liði Mainz í Frankfurt í gær. Þrátt fyrir að hafa tapað leiknum 2–0 voru Keflvíkingar lengi vel inni í leiknum og gáfust aldrei upp. Frábær leikur hjá Keflvíkingum sem hafa haldið uppi merki karlanna í Evrópukeppnunum. Gar›ar Gunnlaugsson var enn og aftur hetja Valsmanna og nú er li›i› vann hans gamla félag, ÍA. Gar›ar skora›i sigurmark leiksins á 83. mínútu eftir a› Skagamenn höf›u klú›ra› hverju dau›afærinu á fætur ö›ru. Valsmenn halda flví sínu striki í Landsbankadeild karla og Skagamenn eru enn í flri›ja sæti. Garðar stal sigrinum fyrir Val FÓTBOLTI „Þetta var sætt. Að skora tvö gegn mínu gamla félagi. Mér hefur alltaf liðið vel á þessum velli og að skora gegn ÍA var óneitanlega svolítið sérstakt, en virkilega ánægjulegt,“ sagði Garðar Gunnlaugsson markaskor- ari Vals í 2-1 sigri liðsins á ÍA á Skagavelli í gærkvöldi. Valsmenn byrjuðu leikinn gegn ÍA töluvert betur og ógnuðu marki þeirra tvisvar sinnum á fyrstu sjö mínútm leiksins, án þess þó að skapa sér góð mark- tækifæri. Guðmundur Benedikts- son sýndi skemmtilega takta inn á milli og sérstaklega voru það hælspyrnur hans sem glöddu augað. Þrátt fyrir ágætis baráttu tókst hvorugu liðinu að skapa góð marktækifæri í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn fór fjör- lega af stað og voru Valsmenn að- gangsharðir á upphafsmínútun- um. Á 52. mínútu komst Valur yfir með marki frá Garðari Gunn- laugssyni en hann lék áður með Skagamönnum. Greinilegt var að Garðari leiddist ekki að skora gegn sínum gömlu félögum. Markið kom eftir aukaspyrnu Baldurs Aðalsteinssonar frá hægri sem rataði beint á kollinn á Bjarna Eiríkssyni sem skallaði boltann kröftulega að markinu. Bjarki Guðmundsson varði vel en Garðar fylgdi á eftir og átti ekki í neinum erfiðleikum með að koma boltanum í markið. Skagamenn bitu frá sér og tókst að jafna metin með marki frá hinum unga Andra Júlíussyni. Eftir þetta jafnaðist leikurinn nokkuð og skiptust liðin á að sækja. Skagamenn komust nálægt því að skora á 73. mínútu þegar Hjörtur Hjartarson fékk send- ingu frá Ellerti af vinstri vængn- um, en náði ekki nægilega vel til knattarins og átti Kjartan Sturlu- son ekki í neinum erfiðleikum með að handsama knöttinn. Hjörtur Hjartarson var aftur á ferðinni mínútu síðar en fast skot hans af stuttu færi endaði í þver- slánni. Á 83. mínútu tókst Garðari Gunnlaugssyni að svo að bæta öðru marki Valsmanna við eftir fallega sendingu Guðmundar Benediktssonar inn fyrir vörnina. Garðar reyndist því sínu gamla liði erfiður í gær. Mörkin hans tvö halda örlítilli spennu í toppbar- áttu Landsbankadeildarinnar og treysta stöðu Vals í öðru sæti. magnush@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS Landsbankadeild karla: ÍA–VALUR 1–2 STAÐAN: FH 13 13 0 0 39–5 39 VALUR 13 10 0 3 27–9 30 ÍA 13 6 2 5 16–16 20 KEFLAVÍK 13 5 5 3 24–27 20 FYLKIR 13 5 2 6 23–22 17 FRAM 13 4 2 7 13–19 14 KR 13 4 1 8 14–21 13 ÞRÓTTUR 13 2 4 7 15–21 10 ÍBV 12 3 1 8 10–24 10 GRINDAVÍK 12 2 3 7 11–28 9 1. deild karla: VÍKINGUR Ó.–BREIÐABLIK 1–2 0–1 Magnús Gunnarsson (5.), 1–1 Helgi R. Guðmundsson (51.), 1–2 Kristján Óli Sigurðsson (64.). UEFA-bikarinn: MAINZ–KEFLAVÍK 2–0 MIDTJYLLAND–B36 ÞÓRSHÖFN 2–1 METALURGS–RACING GENK 2–3 Indriði Sigurðsson lék síðustu tíu mínúturnar í liði Genk. DJURGARDEN–CORK CITY 1–1 Kári Árnason lék síðari hálfleikinn með liði Djurgarden. ESBJERG–TROMSÖ 0–1 HALMSTAD–LINFIELD 1–1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í byrjunarliði Halmstad. GRASHOPPERS–WISLA PLOCK 1–0 FC KOBENHAVN–CARMARTHEN 2–0 RHYL–VIKING 0–1 Hannes Þ. Sigurðsson var í liði Vikings. Jóhannes Valgeirsson dæmdi leikinn. BRANN–ALLIANSSI 0–0 Ólafur Örn Bjarnason lék allan leikinn í liði Brann en Kristján Örn Sigurðsson var skipt út af í hálfleik. Keflavík tapaði fyrir Mainz í Evrópukeppninni: FÓTBOLTI Keflvíkingar mættu þýska úrvalsdeildarliðinu Mainz í Evrópukeppni félagsliða í Frankfurt í gærkvöldi og biðu lægri hlut 2-0. Suðurnesjaliðið getur þó þakkað fyrir að tapið var ekki stærra, því heimamenn óðu í færum allan leikinn og pressuðu mjög stíft bróðurpart leiksins. Það tók Mainz raunar aðeins tíu mínútur að skora fyrsta mark leiksins og þar var að verki Benjamin Auer sem skoraði með laglegum skalla. Heimamenn höfðu 1-0 forystu í hálfleiknum og ekki fyrr en tuttugu mínútum fyrir leikslok að þeir náðu að bæta við öðru markinu. Það skoraði Christof Babatz úr vítaspyrnu, eftir að Michael Johansen hafði brotið á sóknarmanni Mainz innan teigs. Skömmu áður hafði Guðmundur Steinarsson átt bylmingsskot að marki Þjóðverjanna af um þrjá- tíu metra færi, en markvörður- inn sá við honum og náði að slá boltann í stöngina og út. Þrátt fyrir að liggja á Keflvík- ingum náðu heimamenn ekki að bæta við mörkum, þökk sé Ómari Jóhannssyni markverði. Möguleikar Keflvíkinga í síðari leiknum ættu því að teljast raunhæfir, þótt ekki séu þeir góðir. - bb Keflvíkingar vör›ust hetjulega Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvík- inga, sagðist þokkalega sáttur við leik sinna manna í Frankfurt í gær, þrátt fyrir tapið. „Auðvitað er alltaf leiðinlegt að tapa og maður fer auðvitað ekki í leiki með annað fyrir aug- um en að sigra, en ég held að maður meigi nú alveg una því að tapa 2-0 á útivelli fyrir liði í Bundesligunni,“ sagði Kristján, sem var ekkert sérlega kátur með dóm- ara leiksins. „Mér þótti dálítið blóð- ugt að við skyldum fá á okkur þessa vítaspyrnu svona rétt eftir að Guðmundur á stangarskotið og ég get ekki sagt að ég sé sáttur við dómgæsluna í leiknum. Þeir fá samt aragrúa af færum í leiknum, þannig að maður verður líklega að kyngja þessu bara,“ sagði þjálfarinn. „Við lögðum auðvitað upp með að verj- ast og sitja mjög aftarlega í þessum leik, því við vissum að þeir kæmu dýrvit- lausir til leiks og pressa stíft. Þeir gáfu það út að þeir ætluðu sér að skora snemma og þótt það hafi að vísu tek- ist hjá þeim, varð það til þess að slá okkur dálítið utan undir. Eftir þetta mark þeirra fannst mér við komast bara ágæt- lega inn í leikinn og eins og ég sagði var blóðugt að fá á sig þetta víti,“ sagði Kristján, sem lýsti stemningunni sem ógleymanlegri stund fyrir sig og strák- ana í liðinu. „Þessi völlur er náttúrlega ótrúlega glæsilegur og það verður leikið á hon- um á HM næsta sumar. Stemningin var frábær, ekki bara hjá áhorfendum, held- ur einnig á meðal leikmanna beggja liða. Það fór mjög vel á með öllum hérna inni á leikvellinum eftir að flaut- að var af og nú vonum við bara að við náum að stríða þeim aðeins heima í Keflavík í seinni leiknum. Ef við skorum mark á þá snemma, er aldrei að vita hvað við náum að gera,“ sagði þjálfar- inn í samtali við Fréttablaðið í gær- kvöldi. KRISTJÁN GUÐMUNDSSON KEFALVÍKURÞJÁLFARI: ÞOKKALEGA SÁTTUR ÞRÁTT FYRIR TAPIÐ Í GÆR Ól‡sanleg stemning í Frankfurt *MAÐUR LEIKSINS ÍA 4–3–3 Bjarki 6 Kári Steinn 6 Gunnlaugur 6 Reynir 6 Guðjón Heiðar 5 Pálmi 6 Helgi Pétur 5 (52. Jón Vilhelm 5) Hjörtur 7 Ellert Jón 7 Hafþór Ægir 5 (28. Martin 6) Andri 6 (84. Þorsteinn –) VALUR 4–4–2 Kjartan 6 Steinþór 5 Grétar 7 Atli Sveinn 5 Bjarni Ólafur 6 Matthías 6 (85. Kristinn –) Sigurbjörn 5 (79. Sigþór –) Baldur 6 (87. Hálfdán –) Stefán Helgi 6 Guðmundur 6 *Garðar 8 MEST LESNA TÍMARIT LANDSINS Birta er komin út ! Bragðmikið og girnilegt sjávarfang Svartur jakki Sígilt Hvítt tíska tíðarandin n heilsa kónga fólk pistlar ma tur stjörnuspá SJ Ó NV AR PS DA GS KR ÁI N 12 . á gú st - 1 8. ág ús t » Hefur aldrei trú að á töffaraskapi nn VALGEIR GUÐJÓNSSON » sígilt og fallegt allt árið HVÍTT » bragðmikið og girnilegtSJÁVARFA NG enn í stuði Valgeir Guðjónsso n Hefur aldrei trúa ð á töffaraskapin n 1–2 Akranesv., áhorf: 800 Kristinn Jakobsson (5) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–9 (4–6) Varin skot Bjarki 2 – Kjartan 2 Horn 6–4 Aukaspyrnur fengnar 11–15 Rangstöður 2–1 0–1 Garðar Gunnlaugsson (49.) 1–1 Andri Júlíusson (52.) 1–2 Garðar Gunnlaugsson (83.) ÍA Valur KEFLVÍKINGAR Í FRANKFURT Keflvíkingurinn Jónas Guðni Sævarsson fylgist með er leikmenn liða Keflavíkur og Mainz berjast um boltann. FRÉTTABLAÐIÐ/RHEIN-ZEITUNG BARÁTTULEIKUR Grétar Sigfinnur Sigurðsson, Val, og Andri Júlíusson, ÍA, eigast hér við í rimmu liðanna uppi á Skaga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.