Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 25
Í Mosfellsdalnum er græn- metismarkaður á hverjum laugardegi. Íbúar dalsins gera þar ýmislegt til að skemmta sér og öðrum. Á morgun verður til dæmis haldin árleg sultukeppni, sem er opin öllum áhugasömum. Á grænmetismarkaðnum í Mos- fellsdal eru úrvalsvörur til sölu beint frá bóndanum og í fimm ár hafa fastagestir lagt leið sína þang- að um hverja helgi. Jón Jóhannsson er einn aðstandenda markaðarins og hann segir að mest sé selt af grænmeti, en einnig eru í boði sil- ungur úr Þingvallavatni, pestósósur úr eldhúsi Diddúar, alvöru frönsk paté og fleira og fleira. „Við erum með fastagesti sem koma á hverjum laugardegi. Það er samt svo mikið að gerast alls staðar úti á landi að við þurfum að vera sýnileg. Við reynum til dæmis að hnika aðeins til opnunartímunum ef eitthvað sérstakt er að gerast,“ seg- ir Jón. Þegar hann er spurður eftir hverju fólk sem kemur á markað- inn sé að slægjast stendur þó ekki á svari. „Fólkið sækist eftir spriklandi grænmeti.“ Á morgun verður sérstök uppá- koma þegar árleg sultukeppni grænmetismarkaðsins verður hald- in. „Fólk bara mætir með sultu- krukkurnar sínar á staðinn og upp úr klukkan tvö fer dómnefndin af stað,“ segir Jón. „Menn hafa verið með alls konar experímentasjónir þarna, bæði súrar og sætar, og ég veit ekki hvað það allt heitir,“ bætir hann við og viðurkennir að stund- um hafi dómnefndinn þurft að teygja ímyndunaraflið aðeins til að viðurkenna það sem leyndist í krukkunum sem sultu. Grænmetismarkaðurinn er hald- inn í Mosskógum í Mosfellsdal og er opinn á hverjum laugardegi frá hádegi og fram eftir degi. ■ 3FÖSTUDAGUR 12. ágúst 2005 NÝTT Nýjar matarmiklar samlokur í innsigluðum umbúðum sem tryggir enn meiri ferskleika. MEIRA Á MILLI FERSKUR Í BÚÐIR Á HVERJUM DEGI www.somi.is Sími 533 1020 NÝJAR VÖRUR Skeifunni 11d Grænmetismarkaðurinn er haldinn í Mosskógum. Spriklandi grænmeti í Mosfellsdalnum Grænt og gott Nýjasta tölublað Gestgjafans er helgað grænmetisfæði. Það er mun auðveldara að vera græn- metisæta nú en fyrir tíu til f i m m t á n árum. Fjöldi veitingastaða og jafnvel s k y n d i b i t a - staða hefur sprottið upp og núna er orðið lítið mál að fá hjá kaupmanninum á horninu flest það hráefni sem þarf til að gera gómsætan græn- metismat. Jafnframt færist það í vöxt að fólk blandi grænmetis- fæði inn í sitt hefðbundna matar- æði. Það er því alltaf vel þegið þegar nýjar uppskriftir að græn- metisfæði líta dagsins ljós. Nýjasta tölubað hins sívinsæla tímarits Gestgjafans er allt helg- að grænmetisfæði. Blaðið er grænt í húð og hár fyrir utan eina grein um fiskveiði í vötnum. Ann- ars er að finna í blaðinu alls fimmtíu og fjórar girnilegar grænmetisuppskriftir með sér- stakri áherslu á kartöflurétti. Margir geyma sérblöð Gest- gjafans árum saman og græna blaðið verður örugglega engin undantekning á því. ■ FYLGSTU MEÐ! Á morgun lýkur sumardögum í Vínbúðunum en þeir hafa staðið frá því í júní. Þar má gera hagstæð kaup á vínum á kynningar- verði, m.a. Turning Leaf Zinfandel. Turning Leaf-vínin frá Gallo hafa verið vinsæl hérlendis, enda fjölbreytt og á hagstæðu verði. Zinfandel er án efa þekktasta afurðin í Turning Leaf-línunni, þéttur ávöxtur og mikil kryddflóra, svartur pipar, súkkulaði og kaffi einkenna oft stærstu zinfandel-vínin. Er afbragð með lambi og er eitt af fáum vínum sem ráða við reykt kjöt, er til að mynda mjög gott með svínakjöti. Gallo er öflugasta vínfyrirtæki í veröldinni og hefur unnið til fjölda verðlauna á liðnum árum. Til dæmis hefur Gallo unnið tit- ilinn besti vínframleiðandinn þrjú ár í röð á VinItaly-vínsýning- unni í Verona á Ítalíu. Gallo hefur verið í stöðugri þróun og á síð- ustu árum hefur verið lögð gífurleg vinna og fjármagn í að gera fyrirtækið að tákni gæðaframleiðslu. Kynningarverð á sumardögum í Vínbúðum 1.090 kr. TURNING LEAF ZINFANDEL: Sumardögum lýkur á morgun Matartorgið Just-Eat hefur bætt þjónustu sína til muna og sinnir kalli notenda sinna. Heimasíðan just-eat.is er matar- torg á netinu sem opnaði í október á síðasta ári og hefur vakið mikla lukku. Á vefsíðunni er hægt að panta mat af netinu og fá hann sendan heim eða sækja hann. Nú hefur síðan bætt þjónustu sína til muna með því að bjóða upp á heimsend- ingu frá öllum stöðunum sem eru inni á síðunni. „Við sjáum um heimsendingar til þeirra sem panta í gegnum heimasíðuna fyrir þá veitinga- staði sem ekki bjóða sjálfir upp á slíkt. Með því erum við einfald- lega að uppfylla óskir notenda okkar, en mikið hefur verið beðið um meiri fjölbreytni í heimsend- um mat,“ segir Þröstur Már Sveinsson, annar eiganda Just- Eat, en áður voru aðeins þrír af hverjum tíu veitingastöðum sem buðu upp á heimsendingar á mat. Ekki þarf að panta fyrir neina lágmarksupphæð til að fá heim- sent frá Just-Eat og meira að segja er hægt að panta Take- Away tilboð í heimsendingu. Þetta gildir þó eingöngu fyrir þá staði sem Just-Eat sér um heimsend- ingar fyrir, sem eru um sjötíu prósent þeirra sem eru inni á síð- unni og eru þeir sérstaklega merktir á heimasíðunni með „Just-Delivery“ lógói. ■ Heimsendur matur frá öllum stöðum Þröstur Már er gífurlega sæll með viðtök- urnar sem Just-Eat hefur fengið á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.