Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 12. ágúst 2005 13 Niðurstaða breskrar rannsóknar á faðernismálum: Eitt af hverjum 25 börnum rangfe›ra› RANNSÓKNIR Einn af hverjum 25 feðrum í Bretlandi gæti óafvit- andi verið að ala upp barn annars manns, samkvæmt niðurstöðum nýrra breskra rannsókna. Fað- ernisprófum byggðum á DNA- rannsóknum hefur fjölgað veru- lega og eru þau tífalt fleiri í Bretlandi og tvöfalt fleiri í Bandaríkjunum nú en fyrir ára- tug. Allt að 20 þúsund DNA-fað- ernisrannsóknir eru gerðar ár- lega í Bretlandi og um 400 þús- und í Bandaríkjunum. Rannsóknin var gerð í John Moores-háskólanum í Liverpool og var byggð á niðurstöðum úr faðernisrannsóknum í Bretlandi á tímabilinu 1950 til 2004. Leiddi hún í ljós að rangfeðran- ir eiga sér stað í allt frá einu af hverjum hundrað tilvikum og upp í eitt af hverjum þremur og var hlutfallið breytilegt eftir rann- sóknum. Meðaltalið var 3,7 pró- sent og þýðir það að eitt af hverj- um 25 börnum sé rangfeðrað. The Independent segir að þriðja hver meðganga í Bretlandi hafi ekki verið skipulögð fyrir fram og að ein af hverjum fimm konum í föstu sambandi hafi hald- ið framhjá maka sínum. - sda SKINN OG BEIN Þessi skuggalega manns- mynd var til sýnis á vísindasýningu í Hong Kong í gær. Ekki er þó annað að sjá en að viðstaddir hafi haft gaman af henni. NOREGUR JENS STOLTENBERG Fréttablaðið/Vilhelm Stoltenberg svarar: Segir sátt um stefnuna NOREGUR Jens Stoltenberg, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, vís- ar á bug skoðun Ingu Lønning, þingmanns Íhaldsflokksins, um að vinstriflokkarnir gætu aldrei komið sér saman um ríkisstjórn- arsamstarf vegna ágreinings um utanríkismál. „Íhaldsmenn reka neikvæða kosningabaráttu og setja fram rangar staðhæfingar,“ sagði Stol- tenberg í samtali við Aftenposten. Öllum mætti vera ljóst að horn- steinn utanríkisstefnu hugsan- legrar vinstristjórnar yrði áfram- haldandi vera í Atlanthafsbanda- laginu og Evrópska efnahags- svæðinu. ■ DÓMUR Í STAFANGURSRÁNINU Fyrsti dómurinn hefur verið kveðinn yfir sakborningi í Stafangursráninu svonefnda. 57 ára gamall karlmaður var dæmd- ur í eins árs fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundna, fyrir að geyma fimmtán milljónir króna af ránsfengnum í íbúð sinni. KVEIKTU Í SKÓLANUM Betur fór en á horfðist í Hauge-skólanum í Bremanger á dögunum. Sjö börn á aldrinum 8-12 ára gerðu sér að leik að kveikja í nokkrum pappa- spjöldum sem þau hentu svo í ruslagám sem stóð uppi við skól- ann þeirra. Mikill eldur blossaði þá upp og voru logarnir farnir að læsa sig í skólabygginguna þegar slökkvilið kom á vettvang og slökkti bálið. Umferðarslys í Borgarfirði: Ökuma›ur slasa›ist SLYS Ökumaður fólksbíls var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir árekstur við flutningabíl við Mótel Venus í Borgarfirði snemma í gærmorg- un. Einn farþegi var í fólksbílnum og var hann fluttur til athugunar á Heilsugæsluna í Borgarnesi. Öku- maður flutningabílsins slapp hins vegar ómeiddur. Fólksbifreiðin er talin ónýt eftir slysið, að sögn lögreglu í Borgarnesi. Minniháttar skemmd- ir urðu á flutningabílnum. - ht UNGBARN Ný rannsókn í Bretlandi hefur leitt í ljós að eitt af hverjum 25 börnum gæti verið rangfeðrað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.