Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 51
Unglingatilbo›
Margaríta Pizza og
Pepsi á kr. 800
Láttu sjá flig
www.pizzahut.is • 533 2000
Nordica • Sprengisandi • Smáralind
Tilbo›i› gildir einungis í veitingasal
Í kvikmyndinni Fantastic Four
neyðist vísindamaðurinn Reed Ric-
hards til að kyngja stolti sínu. Hann
er gjaldþrota og þarf því að fá fyrr-
um keppinaut sinn, Victor Von
Doom, til að styrkja vísindaleiðang-
ur. Tilgangurinn er að rannsaka
undarlegt ský sem myndast hefur
úti í geimnum. Með þeim fara Susan
Storm, fyrrum kærasta Richards,
og bróðir hennar Johnny auk nán-
asta vinar Richards, Ben Grimm.
Leiðangurinn fer úrskeiðis og fimm
manna hópurinnn verður fyrir
áhrifum af skýinu sem veldur því
að þau öðlast yfirnáttúrulega
krafta. Einn þeirra Von Doom
ákveður að beita sínum til ills og hin
fjögur verða að standa saman til að
sigrast á honum.
Kvikmyndin Fantastic Four er
byggð á hasarblöðum frá Marvel-
fyrirtækinu. Það er hinn goðsagna-
kenndi Stan Lee sem er höfuðpaur-
inn á bak við sögurnar en hann
gerði einnig Spiderman. Færri vita
kannski að hasarblöðin um Fantast-
ic Four eru meðal þeirra elstu í
heiminum og því kannski ráð í tíma
tekið að festa sögurnar á filmu.
Kvikmyndagerðarmennirnir
hefðu þó mátt eyða meiri tíma í
handritið því að það er hvorki fugl
né fiskur. Get ekki ímyndað mér að
Stan Lee sé ánægður með útkom-
una, sérstaklega ef hann ber mynd-
ina saman við Spiderman-myndir
Sam Raimi. Myndin er uppfull af
fúlum fimm aura bröndurum sem
nánast allir koma út úr munni
Johnny Storm.
Fantastic Four líður fyrir hversu
vel hefur tekist að útfæra hetjur
hasarblaðanna að undanförnu. Það
líðst engin meðalmennska, sem er
einmitt helsta einkenni hennar, og
myndin nær ekki þeim hæðum sem
hana langar í. Hún er dæmigerð
sumarskemmtun, kemur engum á
óvart, góð meðan á henni stendur en
skilur ekkert eftir. Freyr Gígja Gunnarsson
Ætti ekki a› koma neinum á óvart
FANTASTIC FOUR
LEIKSTJÓRI: TIM STORY
AÐALHLUTVERK: IOAN GRUFFUDD,
JESSICA ALBA OG MICHAEL CHIKLIS.
NIÐURSTAÐA: Fantastic Four líður fyrir hversu
vel hefur tekist að útfæra hetjur hasarblaðanna
að undanförnu. Það líðst engin meðal-
mennska, sem er einmitt helsta einkenni henn-
ar, og myndin nær ekki þeim hæðum sem
hana langar í. Hún er dæmigerð sumar-
skemmtun, góð meðan á henni stendur en
skilur ekkert eftir.
[ KVIKMYNDIR ]
UMFJÖLLUN
Slúðurblöð í Bandaríkjunum hafabirt myndir af Jennifer Aniston og
Vince Vaughn í faðmlögum en þau
leika saman í myndinni The Break
Up. Skiptar skoðanir eru um það
hvort þau séu bara svona góðir vinir
og séu að æfa sig fyrir hlutverkin í
bíómyndinni eða
hvort þau séu byrj-
uð saman. Jennifer
og Vince neita því
að um ástarsam-
band sé að ræða
og segja slúður-
blöðin bara
svona æst í að
skrifa eitthvað
um ástarlíf
Jennifer eftir
skilnað
hennar og
Brad.
Catherine Zeta-Jones og MichaelDouglas eru sennilega samrýmd-
ustu hjónin í Hollywood en nú
þurfa þau að taka á stóra sínum.
Þau hafa verið skráð til leiks í golf-
mótinu All Star Cup, sem fram fer í
Skotlandi og sýnt verður frá á Sky
One, hvort í sitt
liðið. Catherine
verður meðal
annarra
frægra í Team
Europe en
eiginmaður
hennar verð-
ur í Team
USA. Mót-
ið fer
fram í lok
ágúst og
skartar
fjöldanum
öllum af
frægu
fólki.
Leikkonan Jamie Lee Curtis erbúin að segja lýtaaðgerðum stríð
á hendur. Hún sat fyrir í myndatöku
hjá blaði á nærfötunum án farða og
bannaði að myndirnar yrðu lagfærð-
ar í tölvu í mótmælaskyni við feg-
urðardýrkunina í Hollywood. Leik-
konan kallað botox hrukkumeðalið
„faraldur sem farinn er úr böndun-
um“ í Daily Mail og sagði: „Fólk er
farið að líta út eins og frosnar geim-
verur eftir allar þessar sprautur.“
FRÉTTIR AF FÓLKI