Fréttablaðið - 12.08.2005, Page 6
6 12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
Guðni svarar gagnrýni dýralækna:
Mín ákvör›un stendur
LANDBÚNAÐUR Guðni Ágústsson
furðar sig á gagnrýni dýralækna á
ráðningu forstjóra Landbúnaðar-
stofnunar og ákvörðun um stað-
setningu stofnunarinnar. „Þetta
eru ákvarðanir sem ég hef tekið
og þær standa,“ segir Guðni. „Ég
er ekki síst undrandi á því að
hæfni Jóns Gíslasonar sé dregin í
efa. Dýralæknar verða að átta sig
á því að hann hefur sótt hluta af
sínu námi í dýralæknaskóla, hefur
mikla reynslu og var valinn sem
fremstur meðal jafningja úr 23
manna hópi.“
Guðni segir Embætti yfirdýra-
læknis vera varðað með lögum
innan Landbúnaðarstofnunar og
hann haldi því sinni stöðu sem
hinn æðsti sérfræðingur í þeim
málaflokki. „Forstjórinn og Yfir-
dýralæknir eru sterkt teymi í
stofnuninni og munu vinna náið
saman.“
Að sögn Guðna var það ákvörð-
un Alþingis að stofnunin yrði utan
höfuðborgarsvæðisins. „Mín nið-
urstaða var að velja Selfoss, sem
ég held að allir sjái að sé mjög
góður staður. Við horfum björtum
augum á framtíðina og förum
fljótlega að leita að góðu húsnæði
undir stofnunina.“ - grs
GRÁSLEPPUKARLAR Á HÚSAVÍK Alls var salt-
að í 469 tunnur á Húsavík á vertíðinni í ár.
Grásleppuvertíð lokið:
firi›jungs
samdráttur
GRÁSLEPPA Samdráttur í söltuðum
grásleppuhrognum á nýliðinni
vertíð nam rúmum 35 prósentum
miðað við vertíðina í fyrra en alls
var saltað í 7.654 tunnur í ár.
Ástæða minni veiði er stytting
veiðitímabilsins um þriðjung,
vegna sölutregðu og verðfalls á
mörkuðum, auk þess sem færri
bátar voru að veiðum í ár en í
fyrra.
Mest barst á land af grásleppu
á Bakkafirði og Vopnafirði en á
hvorum stað var saltað í 718 tunn-
ur. Þar á eftir kom Stykkishólmur
með 708 tunnur. - kk
www.or.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
R
K
2
29
05
1
0
7/
20
05
Laugardaginn 13. ágúst kl. 10:00 efnir Orkuveita Reykjavíkur
til fræðslugöngu frá Minjasafninu í Elliðaárdal, upp dalinn að
Gvendarbrunnum. Meðal annars verður hugað að ánni,
örnefnum, jarðfræði, gróðri og dýralífi.
Fjölmargir fræðimenn koma til leiðsagnar.
Gengnir verða um 12 km en boðið
verður upp á akstur til baka
um kl. 16:00.
FRÆÐSLUGANGA
UM ELLIÐAÁRDAL
og upp að Gvendarbrunnum
Býður R-listinn fram aftur?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlarðu að fylgjast með enska
fótboltanum í vetur?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
47%
53%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
LÖGREGLUFRÉTTIR
SVIPTUR Á STAÐNUM Ökumaður
bifhjóls var sviptur ökuréttindum
á staðnum eftir ofsaakstur á Sæ-
braut í aðfaranótt fimmtudags.
Ók maðurinn á 140 kílómetra
hraða þar sem löglegur hámarks-
hraði er sextíu kílómetrar.
ÓK Á TÆPLEGA 150 KÍLÓMETRA
HRAÐA Lögreglan á Blönduósi
stöðvaði sex ökumenn í gær fyrir
of hraðan akstur. Sá sem hraðast
ók reyndist á 144 kílómetra hraða
og getur hann átt von á ökurétt-
indamissi og hárri sekt þegar mál
hans verður tekið fyrir.
VEIKTIST Í ELDGJÁ Erlendur
ferðamaður var fluttur með
sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að
hann varð fyrir andnauð við
Ófærufoss í Eldgjá á miðviku-
dagskvöld. Kalla þurfti til lög-
reglu og sjúkrabíl með lækni, auk
þess sem þyrla Landhelgisgæsl-
unnar var í viðbragðsstöðu. Ekki
kom til þess að kalla þyrfti þyrl-
una út en líðan mannsins skánaði
eftir að læknir kom á staðinn.
NOREGUR
NÝ OLÍULIND Í NORÐURSJÓ
Norska olíufélagið Statoil hefur
fundið nýja olíulind á Vigdísarol-
íuvinnslusvæðinu í Norðursjó.
Talsmenn félagsins segja vinnslu
hagkvæma úr lindinni enda þótt
þeir viti ekki enn þá hversu stór
hún er. Fundurinn er kærkominn,
þar sem olíuverð er afar hátt um
þessar mundir og hægt hefur á
olíuvinnslu í Norðursjó.
Ver› á olíu hefur
aldrei veri› hærra
Heimsmarka›sver› á olíu fór í gær yfir 65 dali fati› og hefur flví aldrei veri›
hærra. Margvíslegar ástæ›ur eru fyrir háu olíuver›i en búist er vi› flví a› fla›
haldist í flessum hæ›um enn um sinn.
OLÍA Ekkert lát er á hækkunum á
heimsmarkaðsverði á olíu en í gær
fór verðið á fatinu í fyrsta sinn yfir
65 dali. Fellibyljir í suðurhöfum og
kjarnorkuáætlun Írana eru á með-
al orsaka hækkananna, að
ógleymdri hryðjuverkaógninni.
Síðastliðin ár hefur verð á hrá-
olíu í heiminum sexfaldast. Árið
1999 kostaði fatið tíu dali en í
fyrra fór það upp í 40 dali og þótti
þá mörgum nóg um. Í gær var svo
verðið komið upp í 65 dali.
Í fyrradag var greint frá því að
birgðaskrár í Bandaríkjunum,
mesta olíuneytanda heims, sýndu
að olíubirgðir hafa dregist tals-
vert saman en það er afleiðing af
lokun olíuhreinsistöðva í landinu.
Þær fregnir urðu ekki til að auka
fólki bjartsýni um að toppnum
væri náð. Hins vegar kynnti Al-
þjóðaorkumálastofnunin IEA júlí-
skýrslu sína í gær og þar kom
fram að olíunotkun það sem af er
ári væri 150.000 fötum minni en
búist hafði verið við. Sömuleiðis
virðist vera að draga úr olíunotk-
un Kínverja en þriðjungur hráol-
íuframleiðslu heimsins er fluttur
þangað. Það eru því ekki eingöngu
slæmar fréttir af þessum vett-
vangi.
Margvíslegar skýringar eru á
þessum miklu hækkunum. Lokanir
olíuhreinsistöðva í Venesúela og
Bandaríkjunum eru ein þeirra og
fellibyljir í sunnanverðu Atlants-
hafi. Þá stendur ferðamannatíminn
sem hæst og því er spurn eftir
þotueldsneyti afar mikil. Í Mið-
Austurlöndum varð dauði Fahds,
konungs Sádi-Arabíu, til þess að
hækka verðið á fatinu og óróinn
sem hefur skapast vegna kjarn-
orkuáætlunar Írana hefur ekki
bætt úr skák. Þá er ótti um hryðju-
verkaárásir, bæði í olíufram-
leiðsluríkjunum sem og annars
staðar, stór þáttur í verðhækkun-
um.
Flestir spá því að olíuverð
haldist hátt að minnsta kosti eitt-
hvað fram á næsta ár, fyrirtækj-
um og almenningi til sárrar
gremju. Ef olíuverð mánaðanna
eftir klerkabyltinguna í Íran 1979
er hins vegar framreiknað til
dagsins í dag kemur í ljós að það
var um níutíu dalir fatið þannig að
ef til vill mega olíunotendur prísa
sig sæla þrátt fyrir allt.
sveinng@frettabladid.is
GUÐNI ÁGÚSTSSON Landbúnaðar-
ráðherra segir Yfirdýralækni og for-
stjóra Landbúnaðarstofnunar verða
teymi innan stofnunarinnar.
BENSÍNIÐ KOSTAR SITT Það er víðar en á Íslandi sem bíleigendur kaupa bensínið dýrum dómum. Þessi bensínstöð í Mílanó seldi bensín-
ið á rúmar hundrað krónur en dísilolían var aðeins ódýrari.
LÖGREGLUAÐGERÐIR Ólafur Páll Sig-
urðsson, annar tveggja Íslend-
inga sem handteknir voru vegna
mótmæla gegn Kárahnjúka-
virkjun og álveri í Reyðarfirði,
segir að þótt mótmælendur séu
komnir til höfuðborgarsvæðis-
ins þá fylgist lögreglan enn með
þeim.
„Sími minn er hleraður og í
fyrradag voru óeinkennisklædd-
ir lögreglumenn fyrir utan húsið
mitt og vöktuðu ferðir mínar,“
segir Ólafur.
Þórir Oddsson vararíkislög-
reglustjóri segir að lögreglan
gefi ekki upp hverjir séu undir
eftirliti en segir að lögreglan
hafi í mörg önnur horn að líta en
eingöngu að fylgjast með and-
stæðingum virkjunar og álvers.
„Það er engin ástæða fyrir
mótmælendur að óttast að í
hvert sinn sem þeir sjá lög-
reglubifreið þá sé verið að fylgj-
ast með þeim sérstaklega,“ seg-
ir Þórir.
Birgitta Jónsdóttir, einn tals-
manna mótmælenda, segir að
næstu aðgerðir andstæðinga
virkjunar og álvers muni verða
á höfuðborgarsvæðinu en mót-
mælendurnir muni einnig koma
til með að gera vart við sig víðar
um land.
- kk
Mótmælendur virkjunar og álvers á Austurlandi:
Segja lögreglu vakta fer›ir sínar
LÖGREGLUVAKT Ólafur Páll Sigurðsson segir óeinkennisklædda lögreglumenn hafa lagt
þessari bifreið nærri heimili hans síðastliðinn miðvikudag og vakað yfir öllum hans
ferðum.