Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 24
DEAKIN ESTATE SHIRAZ: Ein bestu
kaup í áströlskum vínum
Heslihnetur
Heslihnetur eru hollar og góðar og tilvalið að mylja þær og bæta út í
hafragrautinn á morgnana eða blanda út í hreina jógúrt ásamt fersk-
um berjum. Auk þess eru hneturnar mjög góðar í súkkulaðikökur.[ ]
Með uppskriftina í gröfina
Sægreifinn sjálfur, Kjartan Halldórsson.
Í verbúð 8 niðri við höfn ræð-
ur ríkjum hinn eini sanni sæ-
greifi, Kjartan Halldórsson. Í
verbúðinni hans fæst ferskur
fiskur sem bæði er hægt að
grilla á staðnum eða taka
með sér heim. Að ógleymdri
humarsúpunni sem hlýtur að
vera sú besta í bænum.
Kjartan opnaði fiskbúðina Sæ-
greifann fyrir tæpum þremur
árum en í júní síðastliðnum, á
sjálfan sjómannadaginn, var opn-
uð ný aðstaða við verbúðina. Nú
er Sægreifnn hvort tveggja í senn
fiskbúð og veitingastaður.
„Þetta verður með þessu sniði
yfir sumartímann,“ segir Kjartan
og sýnir okkur stoltur nýju að-
stöðuna fyrir utan verbúðina.
„Hér eru borð og bekkir svo fólk
getur setið úti í góða veðrinu og
borðað fiskspjótin sem það grillar
sjálft hér á þessu grilli,“ segir
hann og bendir á grillið fyrir end-
ann. „Svo býð ég upp á ljúffenga
humarsúpu allan daginn.“
Kjartan er algjörlega ófáanleg-
ur til að gefa uppskrift að súp-
unni, hún er leyndarmál sem hann
ætlar með í gröfina. Hann sýnir
okkur hins vegar fiskispjótin sem
eru af öllum gerðum. „Þorskur,
ýsa, skötuselur, steinbítur,
hrefnukjöt, bara nefna það, ég er
með það allt,“ segir hann. „Nú er
ég líka að bíða eftir klakaborði
undir ferskan fisk svo það verður
jafnvel enn meira úrval.“
Hrognin góð fyrir karlana
Úrvalið hjá Kjartani er þó ákaf-
lega gott því auk ferska fisksins á
spjótunum er Kjartan með rauð-
sprettu sem hann hanterar á sér-
stakan hátt, svartfugl og langvíu,
reyktan rauðmaga, ál og laxa-
hrogn sem hann segir algjört sæl-
gæti og þar að auki styrkjandi
fyrir karlana. „Ég var með eldri
hjón hér um daginn og bóndinn
vildi ólmur kaupa hrogn en ég
sagði við hann, svona í gríni, að
hann mætti ekki borða of mikið af
þessu. Konan hans kærði sig held-
ur ekkert um að hann keypti
hrognin,“ segir Kjartan og hristist
af hlátri. „Hún hefur ekki viljað
hafa hann of fjörugan. En þetta er
nú bara svona grín,“ áréttar hann.
Það var ekki átakalaust fyrir
Kjartan að fá leyfi fyrir staðnum
en hann segist hafa haft það á
þrjóskunni. „Það var ekkert sér-
staklega vel séð að ég færi að
starfa hérna, þeir vilja ekkert líf
við höfnina. Í fyrrasumar var ég
bara með lítið grill fyrir utan og
var að þjóna útlendingunum sem
voru afar hrifnir af því að fá hér
ferskan fisk. Þá var ég með lítið
borð inni. Í vor vildi ég breyta úti
og fá leyfi fyrir pallinum, en í
fyrstu var tekið frekar neikvætt í
það hjá borginni. Kannski eru
þeir hræddir um að hinir verbúð-
arleigjendurnir vilji gera eins,
sem væri auðvitað hið besta mál.
Það á að vera líf hér við höfnina.“
Vill fá súpuvínið aftur
Kjartan segir allt jafn vinsælt hjá
sér og aðspurður segist hann úr-
valskokkur, hvort sem um er að
ræða kjöt eða fisk. „Ég var kokk-
ur í sjóhernum fyrir löngu og
seinna á togurum og bátum mjög
víða. Mér finnst verst að geta ekki
boðið upp á vín með fiskinum, ég
var að gefa smávegis freyðivín
hérna en varð að bakka út úr því.
Þeir komu og tóku vínið og líka
hvítvínið sem ég nota í súpuna.
Þeir ættu nú eiginlega að skila
mér súpuvíninu,“ segir hann og
dregur blaðamann og ljósmynd-
ara út að keri fullu af sprelllifandi
álum.
„Ég er nefnilega gríðarlegur
áhugamaður um álaveiðar. Bænd-
ur hafa verið að veiða fyrir okkur
og nú er ég að fara í leiðangur í
Vestur-Skaftafellssýsu og víðar
og tala við bændur og veiðirétt-
hafa. Það þarf að hvetja bændur
til að veiða álinn. Þetta er ónýtt
auðlind sem drýgir tekjurnar
þeirra og ekki veitir af. Ég býð
hér upp á álinn bæði ferskan og
reyktan. En hann er dýr, állinn
verður alltaf dýr matur.“
Kjartan er með opið á Sægreif-
anum frá átta á morgnana til níu á
kvöldin. „Ég er líka með listsýn-
ingu í gangi hérna, verk eftir
Gunnar Guðjónsson, já, ég er nú
hræddur um það.“ ■
Hrefnuspjótin eru sívinsæl hjá Kjartani og
ekki síst hjá þeim sem eru að koma úr
hvalaskoðunarferðurm, segir hann.
Þorskur, ýsa, skötuselur, steinbítur eða bara hvað sem er á spjót-
um sem gestir geta grillað á staðnum eða tekið með heim.
Álarnir eru sprelllifandi í keri fyrir utan
Sægreifann, en steiktir eða reyktir hjá við-
skiptavinum.
Nýja aðstaðan úti er skemmtileg og ekki amalegt að gæða sér á
grilluðum fiski í síðdegissólinni.
Áströlsku vínin Deakin Estate, sem
nýlega komu á markaðinn hérlendis,
hafa vakið mikla athygli og þykja
öflug vín á hagstæðu verði. Deakin
Estate leggur mikið upp úr því að
rækta gæðaþrúgur og framleiða úr
þeim vín með ólgandi bragði og af-
gerandi karakter. Deakin Estate er
framleitt í Victoria, einu frjósamasta
og gjöfulasta svæði Ástralíu. Nafnið
Deakin er til heiðurs Alfred Deakin,
fyrrum forsætisráðherra Ástralíu og
frumkvöðli í landbúnaði og víngerð.
Hér á landi fást fimm tegundir
vína frá Deakin Estate í öllum helstu
Vínbúðum. Eitt þeirra er Deakin
Estate Shiraz, sem þykir ein bestu
kaup í áströlskum vínum í dag.
Áströlsk blöð hafa verið óspör á lofs-
yrði, The Courier Mail gaf víninu 90
stig og telur það „bestu kaup“ og
Herald Sun telur það með bestu vín-
um í sínum verðflokki.
Verð í Vínbúðum 1.290 kr.