Fréttablaðið - 12.08.2005, Side 13

Fréttablaðið - 12.08.2005, Side 13
FÖSTUDAGUR 12. ágúst 2005 13 Niðurstaða breskrar rannsóknar á faðernismálum: Eitt af hverjum 25 börnum rangfe›ra› RANNSÓKNIR Einn af hverjum 25 feðrum í Bretlandi gæti óafvit- andi verið að ala upp barn annars manns, samkvæmt niðurstöðum nýrra breskra rannsókna. Fað- ernisprófum byggðum á DNA- rannsóknum hefur fjölgað veru- lega og eru þau tífalt fleiri í Bretlandi og tvöfalt fleiri í Bandaríkjunum nú en fyrir ára- tug. Allt að 20 þúsund DNA-fað- ernisrannsóknir eru gerðar ár- lega í Bretlandi og um 400 þús- und í Bandaríkjunum. Rannsóknin var gerð í John Moores-háskólanum í Liverpool og var byggð á niðurstöðum úr faðernisrannsóknum í Bretlandi á tímabilinu 1950 til 2004. Leiddi hún í ljós að rangfeðran- ir eiga sér stað í allt frá einu af hverjum hundrað tilvikum og upp í eitt af hverjum þremur og var hlutfallið breytilegt eftir rann- sóknum. Meðaltalið var 3,7 pró- sent og þýðir það að eitt af hverj- um 25 börnum sé rangfeðrað. The Independent segir að þriðja hver meðganga í Bretlandi hafi ekki verið skipulögð fyrir fram og að ein af hverjum fimm konum í föstu sambandi hafi hald- ið framhjá maka sínum. - sda SKINN OG BEIN Þessi skuggalega manns- mynd var til sýnis á vísindasýningu í Hong Kong í gær. Ekki er þó annað að sjá en að viðstaddir hafi haft gaman af henni. NOREGUR JENS STOLTENBERG Fréttablaðið/Vilhelm Stoltenberg svarar: Segir sátt um stefnuna NOREGUR Jens Stoltenberg, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, vís- ar á bug skoðun Ingu Lønning, þingmanns Íhaldsflokksins, um að vinstriflokkarnir gætu aldrei komið sér saman um ríkisstjórn- arsamstarf vegna ágreinings um utanríkismál. „Íhaldsmenn reka neikvæða kosningabaráttu og setja fram rangar staðhæfingar,“ sagði Stol- tenberg í samtali við Aftenposten. Öllum mætti vera ljóst að horn- steinn utanríkisstefnu hugsan- legrar vinstristjórnar yrði áfram- haldandi vera í Atlanthafsbanda- laginu og Evrópska efnahags- svæðinu. ■ DÓMUR Í STAFANGURSRÁNINU Fyrsti dómurinn hefur verið kveðinn yfir sakborningi í Stafangursráninu svonefnda. 57 ára gamall karlmaður var dæmd- ur í eins árs fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundna, fyrir að geyma fimmtán milljónir króna af ránsfengnum í íbúð sinni. KVEIKTU Í SKÓLANUM Betur fór en á horfðist í Hauge-skólanum í Bremanger á dögunum. Sjö börn á aldrinum 8-12 ára gerðu sér að leik að kveikja í nokkrum pappa- spjöldum sem þau hentu svo í ruslagám sem stóð uppi við skól- ann þeirra. Mikill eldur blossaði þá upp og voru logarnir farnir að læsa sig í skólabygginguna þegar slökkvilið kom á vettvang og slökkti bálið. Umferðarslys í Borgarfirði: Ökuma›ur slasa›ist SLYS Ökumaður fólksbíls var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir árekstur við flutningabíl við Mótel Venus í Borgarfirði snemma í gærmorg- un. Einn farþegi var í fólksbílnum og var hann fluttur til athugunar á Heilsugæsluna í Borgarnesi. Öku- maður flutningabílsins slapp hins vegar ómeiddur. Fólksbifreiðin er talin ónýt eftir slysið, að sögn lögreglu í Borgarnesi. Minniháttar skemmd- ir urðu á flutningabílnum. - ht UNGBARN Ný rannsókn í Bretlandi hefur leitt í ljós að eitt af hverjum 25 börnum gæti verið rangfeðrað.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.