Fréttablaðið - 23.08.2005, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000
50%
74%
37%
Lestur á
þriðjudögum*
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
b
l.
M
b
l.
B
la
ð
ið
B
la
ð
ið
Lestur meðal 12–80 ára á þriðjudögum.
*Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í 2005.júlí
SUÐVESTURHORNIÐ
NORÐAUSTLÆG átt á Vestfjörðum,
annars hæg breytileg átt. Víða einhver væta
um landið en bjart suðaustanlands.
VEÐUR 4
ÞRIÐJUDAGUR
23. ágúst 2005 - 226. tölublað – 5. árgangur
Var með fordóma gagnvart
popptónlist
Helgi Hrafn Jónsson, sem
búsettur er í Austurríki,
gefur út sína fyrstu sóló-
plötu, sem ber nafnið Gló-
andi. Hann hefur upplifað
mikla togstreitu milli
poppsins og klass-
ískrar tónlistar, en
hann er básúnuleik-
ari að mennt.
TÓNLIST 28
Í skólanum er skemmtilegt
að vera
Við þurfum að þjálfa börn okkar í því
að takast á við ólíkar aðstæður, í
byggð og í óbyggðum, á mal-
biki og öræfum. Við þurfum
að kenna þeim að rata um
landið, þekkja það og
skilja eðli náttúrunnar
umhverfis okkur.
SKOÐUN 20
Fyrstu stig Fylkis í rúman
mánuð
Kjartan Ágúst Breiðdal varamaður var
hetja Fylkis er hann
kom inn á og skoraði
eitt mark og lagði
upp annað í 2–1
sigri á Fram á
Laugardalsvellinum.
Sigurinn var
kærkominn en stigin
þrjú eru þau fyrstu
sem Fylkir fær síðan 11.
júlí.
ÍÞRÓTTIR 24
Hlaupa úti á
a›fangadag
MARTHA OG BRYNDÍS ERNSTSDÆTUR
Í MIÐJU BLAÐSINS
● heilsa ● brúðkaup
▲
VEÐRIÐ Í DAG
JÓN ÓLAFSSON OG HILDUR VALA
Músíkalskt
par
ÁST OG HAMINGJA Í KRINGUM IDOL-KEPPNINA
▲
FÓLK 34
KJARAMÁL Ekki hafa enn verið
gerðir starfslokasamningar við
gæslukonur borgarinnar, en upp-
sagnir þeirra taka gildi um næstu
mánaðamót. Þær hafa nú farið
fram á sambærileg réttindi og
þau sem starfsmönnum Vélamið-
stöðvarinnar voru tryggð við sölu
hennar frá borginni á dögunum,
en missi þeir störf sín vegna hag-
ræðingar eiga þeir rétt á launum
í þrjá mánuði umfram það sem
kjarasamningar kveða á um.
Staða gæslukvennanna er þó
ekki sambærileg, að sögn Birgis
Björns Sigurjónssonar, skrif-
stofustjóra á starfsmannaskrif-
stofu Reykjavíkurborgar. „Þarna
er fyrst og fremst verið að
tryggja starfsmönnum fyrirheit
um ákveðin kjör ef ekki finnst
starf við hæfi.“
Birgir segir hendur borgar-
innar bundnar af ráðningar-
samningum, kjarasamningum
og samþykktum borgarinnar, en
menn hafi skapað sér ákveðið
svigrúm til þess að gera vel við
gæslukonurnar með því að
draga það á langinn að senda
uppsagnarbréfið þótt ákvörðun
um uppsögn hafi lengi legið
fyrir. Því væri hægt að bjóða
þeim laun samkvæmt uppsagn-
arfresti í nokkra mánuði eftir
starfslok.
Birgir segir þær enn fremur
hafa kost á fjöldamörgum störf-
um innan borgarinnar og nefnir
meðal annars leikskóla í því sam-
bandi. - grs
Ekki búið að semja við starfskonur gæsluvalla:
Vilja flrjá mánu›i umfram uppsagnarfrest
Í MALARÁSI Gæslukonur á gæsluvellinum í
Malarási.
Bifreiðastæði á Akureyri:
Stö›umælar
lag›ir af
BIFREIÐASTÆÐI Notkun stöðumæla
verður hætt á Akureyri næstkom-
andi föstudag og verður frítt í öll
bílastæði nema fastleigustæði.
Bílastæðaklukkur leysa síðan
stöðumælana af hólmi og verður
bíleigendum skylt að stilla klukk-
una samviskusamlega þegar bif-
reið er lagt í stæði í miðbæ Akur-
eyrar. Bílastæðaklukkunum verð-
ur dreift í öll hús á Akureyri nú í
vikunni.
Mismunandi er eftir svæðum
hversu lengi bílar mega standa
óhreyfðir í stæði, frá 15 mínútum
upp í tvær klukkustundir. Stöðu-
verðir munu fylgjast grannt með
hverjum klukkan glymur og sekta
þá sem brjóta reglur. - kk
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
Ný stjórnarskrá:
Drög lög› fyrir
íraska flingi›
ÍRAK, AP Drög að nýrri stjórnarskrá
Íraks voru kynnt íraska þinginu í
gær, þrátt fyrir mótmæli minni-
hluta súnnía. „Við höfnum stjórnar-
skrárdrögunum sem lögð voru fram
því samþykki okkar vantaði,“ sagði
Nasser al-Janabi, fulltrúi súnnía.
Atkvæðagreiðslu um nýju
stjórnarskrána var þó frestað í gær
en reyna á til þrautar að ná fram
stuðningi súnnía við hana. Frestur
til að leggja fram drög að nýrri
stjórnarskrá rann út á miðnætti.
Íraska þingið hefur nú þrjá daga til
að ræða og ná samkomulagi um
stjórnarskrána, segir Hajim al-
Hassani, forseti íraska þingsins. ■
Sex hundru› börn á bi›lista
Starfsfólk vantar í um níutíu stö›ugildi á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar og um sex hundru› börn
eru á bi›lista eftir plássi. Velmegun í fljó›félaginu og lág laun lei›a til fless a› erfitt er a› fá fólk í störfin.
Mannekla er einnig vandamál á leikskólum í Kópavogi. fiar vantar um 25 starfsmenn.
SKÓLAR Sex hundruð börn eru á
biðlista eftir plássi á frístunda-
heimilum grunnskóla Reykjavík-
urborgar vegna manneklu. Um
níutíu starfsmenn vantar á frí-
stundaheimilunum, en starfrækt
eru 32 frístundaheimili við jafn-
marga grunnskóla í borginni.
„Velmegun í þjóðfélaginu og
lág laun leiða til þess að erfitt
reynist að fá fólk í þessi störf,“
segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir,
verkefnisstjóri hjá Íþrótta- og
tómstundaráði.
Sigrún kveðst þó þokkalega
bjartsýn á að takist að manna
störfin en erfitt sé að segja til um
hversu langan tíma það taki. „Von-
andi tekst það þó að stórum hluta
fyrstu tvær vikur skólastarfsins,“
segir hún.
Reykjavíkurborg auglýsti um
helgina eftir fólki með reynslu og
höfðaði þar til eldra fólks. Sigrún
kveðst hafa orðið vör við nokkra
svörun við auglýsingunni og
vonar að í kjölfarið takist að ráða
fleira starfsfólk til frístunda-
heimilanna.
„Það gekk betur að ráða fólk
síðastliðið haust, en ég held að
þetta muni að lokum skila sér,“
segir Sigríður Rut Hilmarsdóttir,
umsjónarmaður frístundaheimilis
Melaskóla. Þar eru tæplega fimm-
tíu börn á biðlista eftir plássi og
umsóknir enn að berast. Tólf börn
eru á hvern starfsmann og býst
Sigríður við að ráða þurfi fimm til
sex starfsmenn til viðbótar þeim
sem þegar starfa við heimilið.
Í Kópavogi hefur reynst
erfitt að manna leikskóla, líkt og
í Reykjavík, en þar eru um 25
stöðugildi laus, að sögn Sesselju
Hauksdóttur leikskólafulltrúa.
Sextán leikskólar starfa í Kópa-
vogi og þar dvelja daglega yfir
1.500 börn.
„Ef ekki tekst að ráða í þessi
stöðugildi er augljóst að við
þurfum að draga úr eða fresta
inntöku barna sem áttu að fá
inni á leikskólunum nú í haust,“
segir Sesselja. „Við sjáum ekki
fram á að þurfa að grípa til ann-
arra ráðstafana í bili og von-
umst til þess að úr leysist á
næstu dögum“ segir Sesselja
Hauksdóttir. - ht
Laun starfsmanna leikskóla
Starfsmaður án reynslu 112.927
Leiðbeinandi 116.343
Leikskólakennari 169.473
Faglærður deildarstjóri 193.774
Laun starfsmanna frístundaheimila
Frístundaleiðbeinandi 116.343
Stuðningsfulltrúi 139.100
Háskólamenntaður starfsmaður 156.695
Umsjónarmaður 181.850
Alls staðar er um lægstu byrjunarlaun að
ræða. Byrjunarlaun eru þó mjög mis-
munandi þar sem þættir eins og aldur,
menntun og reynsla hafa áhrif á launin.
OLÍUVINNSLUSTÖÐ Í ÍRAK Eitt af því sem
tekist er á um eru olíuhagsmunir.
BARIST VIÐ SKÓGARELDA Í PORTÚGAL Slökkviliðsmenn hlaupa að húsi í þorpinu Almalagues nærri borginni Coimbra. Miklir skógareldar
hafa geisað í landinu undanfarnar vikur. Nú er svo komið að borgin Coimbra, sem er um 200 kílómetra norður af Lissabon, er í hættu.
Sjá síðu 10