Fréttablaðið - 23.08.2005, Side 4

Fréttablaðið - 23.08.2005, Side 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,82 64,12 114,63 115,19 77,71 78,15 10,424 10,484 9,739 9,797 8,297 8,345 0,5814 0,5848 93,38 93,94 GENGI GJALDMIÐLA 22.08.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 108,9594 +0,01 4 23. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR Sérmerktar akreinar fyrir strætisvagna í Reykjavík: Akstursbann er ekki enn komi› í gildi SAMGÖNGUR Ásgeir Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Strætó bs., segir trú- lega ekki enn hægt að beita öku- menn viðurlögum sem stelast til að aka eftir nýjum akreinum sér- merktum Strætó í Reykjavík. „En það gerist um leið og lögreglan er búin að auglýsa þetta,“ segir hann og telur þá úrvinnslu hljóta að vera á næsta leiti, enda allt annað til reiðu. Ásgeir segist ekki geta svarað fyrir merkinguna BUS á akreinun- um. „Framkvæmdin er á vegum sveitarfélagsins sem á sínum tíma stakk upp á að hafa þetta annars veg- ar lógóið og hins vegar BUS, svona í samhengi við alþjóðlega staðla.“ Hann útliokar þó ekki að skammstöf- unin gæti líka staðið fyrir „Byggða- samlag um samgöngur.“ Þá segist Ásgeir ekki geta svarað því hvort leigubifreiðum verði heimill akstur á sérmerktu akrein- unum líkt og er erlendis og taldi borgaryfirvöld eða lögreglu skera úr um það. „En ég hygg að við myndum nú ekkert amast við því, ef það á annað borð ekki veldur okkur sérstökum töfum. Til sanns vegar má færa að akstur leigubíla flokkist líka undir almenningssamgöngur.“ - óká Hinn gruna›i sást losa sig vi› hnífinn eftir árásina Pilturinn sem var stunginn tvisvar í baki› í mi›borginni a›faranótt sunnudags er á batavegi. Lögreglan segir a› fylgst hafi veri› me› fleim sem gruna›ur er um árásina í eftirlitsmyndavél. Á myndum sást hvar hann losa›i sig vi› hníf. LÖGREGLA Átján ára piltur sem stunginn var tvívegis í bakið að- faranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur er á batavegi. Hann var fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á Land- spítalann við Hringbraut og segir vakthafandi hjúkrunarfræðingur á hjarta- og l u n g n a s k u r ð - deild að batalík- ur séu góðar og allt stefni í að hann muni út- skrifast eftir nokkra daga. Lögreglan í Reykjavík varð í eftirlitsmynda- vél við Geirs- götu í Reykjavík vör við að mað- ur sem þar var á gangi var mjög blóðugur á bakinu. Starfsmenn stjórnstöðvar eftir- litsmyndavélanna sendu boð til lögreglumanna í miðbænum um að kannað yrði hvert ástand hans væri en þegar lögreglan hugðist nálgast manninn var veist að henni. Hún komst þó að mannin- um, sem var undir áhrifum áfeng- is og hafði ekki fundið fyrir þeim sárum sem hann hlaut af tilræð- inu. Hann var færður á slysadeild, þar sem í ljós kom að lunga hafði fallið saman, og gekkst hann und- ir aðgerð. Sautján ára piltur, grunaður um verknaðinn, var á sunnudag úrskurðaður í fimm daga gæslu- varðhald. „Það má segja að það hafi orðið þessum dreng til lífs að hann komst fljótt undir læknishendur,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. „Við fylgdumst með þeim sem grunað- ur var um þennan verknað í eftir- litsmyndavélunum þangað til hann var handtekinn og gátum einnig séð hvar hann losaði sig við hnífinn sem hann er grunaður um að hafa stungið piltinn með.“ Ómar Smári segir að í þessu tilfelli hafi gildi eftirlitsmynda- véla enn sannast. „Afbrotum hefur fækkað eftir að myndavélarnar komu til sög- unnar en þær voru meðal annars settar upp til þess að tryggja öryggi fólks. Fyrst um sinn var mikil gagnrýni á þessar myndavél- ar en ég held að fólk sjái nú hversu mikilvægar þær eru,“ segir Ómar Smári. hjalmar@frettabladid.is VEÐRIÐ Í DAG NÝTT MIÐBÆJARSKIPULAG Strikið á Egils- stöðum verður fyrst og fremst göngugata en hægt verður að hleypa akandi umferð á götuna að hluta. Nýr miðbær á Egilsstöðum: Göngugatan heitir Striki› MIÐBÆJARSKIPULAG Bæjarráð Fljóts- dalshéraðs hefur samþykkt tillögu skipulags- og byggingarnefndar þess efnis að verslunar- og þjónustu- gata sem fyrirhugað er að liggi um nýjan miðbæ Egilsstaða muni heita Strikið. Gatan verður mjög áberandi í nýja miðbænum en hún verður bæði hellulögð og malbikuð. Rauðleitum náttúrulegum steinefnum verður blandað saman við malbikið og því mun gatan liggja sem rauðbrúnt strik frá ráðhúsi bæjarins, sem ætl- unin er að reisa við enda Striksins, og í gegnum allan miðbæinn. - kk Háskólinn á Akureyri: Aldrei fleiri skrá›ir til náms NÁM Kennsla nýnema í grunnnámi við Háskólann á Akureyri hófst í gær með dagskrá sem nefnd er Vel- gengnisvika. Í henni kynnast nem- endur innbyrðis og fá upplýsingar um þjónustu skólans. Markmiðið er að búa nýnema undir nám og starf í háskóla en hugmyndin er að er- lendri fyrirmynd. Kennsla eldri nemenda hefst fimmtudaginn 25. ágúst en alls eru 1.590 nemendur skráðir til náms við Háskólann á Akureyri að þessu sinni. Hafa nemendur skólans aldrei verið fleiri, en 1.520 nemend- ur lögðu stund á nám við skólann síðastliðið haust. - kk MIKLABRAUT Strætó hefur fengið sérmerkt- ar akgreinar í Reykjavík þar sem öðrum bílum á að vera óheimill akstur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I ÓMAR SMÁRI ÁR- MANNSSON Segir að tilkoma eftirlits- myndavéla hafi fækkað afbrotum. EFTIRLITSMYNDAVÉLIN VIÐ GEIRSGÖTU Myndavélin þar sem hins blóðuga pilts varð vart. Skömmu síðar voru lögregluþjónar komnir til að huga að meiðslum hans.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.