Fréttablaðið - 23.08.2005, Page 8

Fréttablaðið - 23.08.2005, Page 8
1Hvar í Evrópu geisa nú miklirskógareldar? 2Hver sigraði á Íslandsmótinu í skák? 3Hvað er fótboltalið FH með margrastiga forskot á næsta lið? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 23. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR Góðar undirtektir eldra fólks við atvinnuauglýsingu: Yfir sextíu sóttu um vinnu ATVINNUMÁL Yfir 60 atvinnuum- sóknir hafa borist til Húsasmiðj- unnar eftir að fyrirtækið auglýsti eftir eldra fólki með áralanga reynslu úr öllum greinum at- vinnulífsins til starfa. Guðrún Kristinsdóttir, starfs- mannastjóri Húsasmiðjunnar, segir að allir umsækjendur verði kallaðir í viðtal á næstu tveimur vikum og síðan verði öllum svarað innan mánaðar. „Við viljum ekki vera að aug- lýsa og svo heyri fólkið ekkert meira frá okkur,“ segir hún. „En viðbrögðin voru svo miklu meiri heldur en við bjuggumst við að það tekur lengri tíma en áætlaður var til að fara í gegnum umsókn- irnar.“ Þessi starfsmannastefna Húsa- smiðjunnar hefur mælst vel fyrir, að sögn Guðrúnar. Aðrir vinnu- veitendur höfðu haft samband við fyrirtækið til að spyrjast fyrir um hvernig hefði gengið. Þá hefur Íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur auglýst eftir starfsfólki á svipuðum forsendum. „Ég vildi óska að stjórnvöld tækju upp viðræður við Félag eldri borgara um almannatrygg- ingar og alla þá skerðingu sem nú er kveðið á um,“ segir Guðrún. „Þetta er hlutur sem verður að velta upp við fólk þegar það kem- ur í viðtal til okkar, þannig að það geri sér grein fyrir stöðu sinni með tilliti til þessa.“ - jss Óttast um framtí› líknardeildar BÆJARSTJÓRNARMÁL Stjórn Íbúa- samtaka Vesturbæjar Kópavogs hefur áhyggjur af breytingum í í bæjarhlutanum sem Kópavogs- bær ætlar að ráðast í. Á aðalfundi samtakanna, sem haldinn verður í Kársnesskóla klukkan átta í kvöld, stendur til að ræða sérstak- lega skipulagsmál á Kópavogstúni og í Vesturbæ Kópavogs. Stjórn íbúasamtakanna segir fyrirhugað er að fjölga íbúum í Vesturbænum um 3.000 manns og leggja af stóran hluta atvinnu- starfsemi á Kársnesinu og harmar hversu litlar umræður hafi orðið um fyrirætlanir bæjarins. Pétur Eysteinsson, formaður íbúasam- takanna, segir áherslu verða lagða á að fá framlengdan umsagnar- frest fram yfir fyrirhugað íbúa- þing í bænum í haust. „Þannig geta íbúarnir fengið að tjá sig um þetta á eðlilegan hátt,“ segir hann og telur auglýsingatíma frá seinni hluta júlí og fram í seinni hluta þessa mánaðar ekki vera nægan. Frestur til að skila inn athuga- semdum vegna skipulagsins renn- ur út á morgun. „Svona stórt mál þar sem gjörbreytt er öllum um- ferðarstefnum um bæinn og fjar- lægð jafnmikil starfsemi og er hjá Landspítalanum þarna niður frá og nýbúið að ákveða bryggju- hverfi kallar eiginlega á að fólk fái að ræða og melta þessa hluti betur. Það er frumkrafan að meiri tími fáist til að ræða hlutina.“ Pétur segir marga uggandi um framtíð líknardeildar Landspítalans og telur skrítið að bærinn hafi for- ystu um flutning þeirrar starf- semi frá Kópavogstúni. Gunnsteinn Sigurðsson, for- maður skipulagsnefndar Kópa- vogsbæjar, vísar gagnrýni íbúa- samtakanna á bug og segir auglýs- ingaferli vegna skipulagsins sam- kvæmt bæði lögum og venjum. „Til viðbótar var svo skipulag við Kópavogstúni tekið til sérstakrar kynningar fyrir rúmu ári síðan, áður en það var fullunnið. Við höfum farið þá leið að funda með íbúum áður en breytingar eru aug- lýstar formlega,“ segir hann og telur vel hafa verið staðið að kynn- ingu hugmynda að skipulags- breytingum. „Það má alltaf deila um alla hluti en okkar markmið hefur verið að halda íbúunum vel upplýstum.“ Þá segir Gunnsteinn skipulagshugmyndina á Kópa- vogstúni gera ráð fyrir að mörg húsanna sem þar eru fyrir geti staðið áfram. „Það er ekkert verið að hrekja Landspítalann í burtu.“ olikr@frettabladid.is Sóknarnefnd einróma: Fundarbo› í Gar›asókn KIRKJAN Sóknarnefnd Garðasókn- ar hefur samþykkt einróma að boða til aðalsafnaðarfundar Garðasóknar þriðjudaginn 30. ágúst í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Sóknarnefndin fundaði í gær- kvöldi, en í tilkynningu kemur fram að lokið sé erfiðu deilu- máli innan sóknarinnar. Lýstu sóknarnefndarmenn því yfir að nauðsynlegt væri að menn „tækju höndum saman um að byggja upp öflugt safnaðar- starf.“ Sóknarnefndin hvetur Garð- bæinga til að sækja aðalsafnað- arfundinn. -óká SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR Sigrún sinnir Norðurlandaráði til októberloka. Dagskrárstjóri Rásar 2: Sigrún hefur störf í vetur FJÖLMIÐLAR Sigrún Stefánsdóttir, sem ráðin var dagskrárstjóri Rás- ar 2 og forstöðumaður svæðis- stöðva Ríkisútvarpsins, tekur ekki til starfa fyrr en í fyrsta lagi 1. nóvember. Áður en Sigrún hefur störf lýkur hún sínu núverandi starfi og sér um upplýsingastarf fyrir Norðurlandaráðsþing, sem Ísland er nú í formennsku fyrir, en þing- ið verður haldið í lok október. Nokkrir fundir eru fyrirhugað- ir áður en Sigrún flytur heim frá Danmörku. Fundar hún meðal annars með starfsmönnum Rásar 2 í næstu viku. RÉTTINDABARÁTTA Aron Pálmi Ágústsson, sem dvelur í stofu- fangelsi í Texas í Bandaríkjunum, fékk fyrir helgi leyfi fangelsis- yfirvalda til að stunda nám og heilsurækt í bænum Beaumont þar sem hann dvelur. Aron Pálmi hefur undanfarin tvö og hálft ár verið í stofufang- elsi og haft takmarkað frelsi til athafna hins daglega lífs. Hann hefur óskað eftir því við yfirvöld í Texas að fá að halda til Íslands og ljúka afplánun þar. Hann hefur nú hafið nám í menntaskóla og fær að dvelja í skólanum frá því snemma á morgnana til sjö á kvöldin. Hann hefur netsamband og sitt eigið netfang. Þá hefur hann aðgang að sundlaug og tækjasal. Í tilkynningu frá RJF-hópnum, sem berst fyrir heimkomu Arons Pálma, segir að sex vikur séu nú frá því að svörum var heitið frá ríkisstjóraembætti Texas og ákvörðunar ríkisstjórans ætti því að vera vænta hvað úr hverju. - hb Aron Pálmi bíður eftir ákvörðun ríkisstjóra Texas um frelsi: Stundar nám og heilsurækt ARON PÁLMI Bíður eftir ákvörðun ríkisstjóra Texas um lausn úr stofufangelsi. MORÐINGINN VAR TIFANDI TÍMASPRENGJA HAFÐI ÁÐUR STUNGIÐ LEIGU- BÍLSTJÓRA MEÐ HNÍF Í BRJÓSTIÐ GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR Guðrún vill gefa lífeyrisþegum svigrúm til þess að afla sér tekna. Stjórn íbúasamtaka Vesturbæjar Kópavogs vill meiri umræ›ur um fyrirhuga›ar breytingar á skipulagi íbúabygg›ar á Kársnesi og á Kópavogstúni. Stjórnin vill umsagnarfrest framlengdan fram á haust. Frestur til a› skila inn athugasemdum rennur út á morgun. Bærinn segir vel sta›i› a› kynningu. LÍKNARDEILD LANDSPÍTALA - HÁSKÓLASJÚKRAHÚSS Í KÓPAVOGI Íbúar í Kópavogi óttast sumir hverjir um framtíð líknardeildar Landspítalans á Kópavogstúni ef til framkvæmda koma fyrirhugaðar breyt- ingar á skipulagi svæðisins. Íbúasamtök Vesturbæjar Kópavogs kalla eftir meiri umræðu um þessar breytingar og fleiri í bænum. PÉTUR EYSTEINSSON GUNNSTEINN SIGURÐSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.