Fréttablaðið - 23.08.2005, Síða 31

Fréttablaðið - 23.08.2005, Síða 31
Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík á menningarnótt og sagði Árni Vigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á forvarna- og fræðsludeild, að færslur í atburðaskrá lög- reglu væru á sjöunda tug talsins á tíman- um frá miðnætti til fjögur á aðfararnótt sunnudagsins. Hér fer á eftir upptalning á sumum þessara verkefna, sem gefa ætti nokkra mynd af því hversu fjölbreytt verk- efni lögreglu voru þessa nótt. 00:12 Gönguhópar lögreglu voru á leið að sinna stúlku sem fallið hafði í götuna og slasast þegar þeir gengu fram á hvar þrír til fjórir menn gengu í skrokk á ein- um. Lögregla greip inn í og voru þrír handteknir. Óskað var eftir frekari aðstoð þar sem fjölda fólks bar að vegna átak- anna. Mikið lögreglulið kom á vettvang, en svo virðist sem í átökunum við hand- tökuna hafi fórnarlambið forðað sér sjálfur og náðist ekki í hann. Þar sem enginn þolandi var á þessu stigi og mennirnir virtust ekki undir áhrifum var þeim sleppt að loknu tiltali á lögreglu- stöð. 00:29 Par kom inn á lögreglustöð við Hverfisgötu og var konan meðvitundar- lítil. Að sögn mannsins höfðu þau farið í tæki í tívólíi niðri í bæ, þar sem fólk er híft í sætum sínum upp turn og svo látið detta niður nokkrum sinnum. Hann sagði að um 15 mínútum eftir að hún fór í tækið hafi hún misst allan mátt og ekki getað staðið í fæturna. Lögregla kallaði til sjúkrabifreið, sem flutti konuna á sjúkrahús. 00:39 Lögregla kölluð til vegna árekst- urs strætisvagns og fólksbíls. Engin meiðsli urðu á fólki. 01:09 Líkamsárás í Hverfisgötu. Maður stunginn með hnífi og árásarmaðurinn handtekinn skömmu síðar í Lækjargötu. 01:12 Lögregla kölluð í fjölbýlishús í Breiðholti þar sem eldri maður hafði fallið fram úr rúmi sínu og ættingi komst ekki til að aðstoða hann. 01:12 Afskipti höfð af ölvuðum manni við Ægisgötu þar sem hann var blóðug- ur á höfði. Hann neitaði aðstoð og kvaðst eiga heima rétt hjá. 01:14 Maður fluttur úr Bankastræti á slysadeild með skurð eftir flösku. 01:14 Lögregla kölluð til vegna heimil- isófriðar í íbúð við Langholtsveg. Maðurinn var á leiðinni út þegar lög- regla kom á staðinn. 01:18 Kvartað vegna hávaða frá gleð- skap við Hörpugötu. Þegar lögregla kom á staðinn var enginn hávaði, en rætt við fjóra drengi. Mikil gleði hafði verið í húsinu áður en lögregla kom. 01:19 Dyraverðir á skemmtistaðnum Sirkus við Klapparstíg óskuðu eftir að- stoð lögreglu. Bíllinn sem til var kvadd- ur lenti í öðru meira áríðandi máli og ekki annar laus til að sinna þessu. 01:20 Tilkynning barst um slagsmál við bensínstöð Esso Geirsgötu. 01:20 Ölvaður maður fluttur í fanga- geymslu, en lögreglu barst tilkynning um að hann væri ósjálfbjarga í Ártúns- brekku. 01:21 Kvartað yfir hávaða í Gullengi í Grafarvogi. Lögregla ræddi við húsráð- anda, sem lofaði að hafa hægar um sig. 01:39 Dyravörður á skemmtistað óskaði aðstoðar vegna slagsmála utan- dyra á Laugavegi. Komið hafði upp ágreiningur gests og dyravarðar. Enginn var handtekinn og enginn fluttur. 01:44 Lögregla kölluð til vegna manns sem var með bjölluónæði í húsi við Bergstaðastræti. 01:53 Maður tekinn til verndargæslu og keyrður heim þar sem hann var ölvaður á almannafæri við Víkurveg á miðjum gatnamótum. 01:53 Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem sagður var liggja á Túngötu. 01:56 Lögregla kölluð í Frostafold þar sem drengur svaf ölvunarsvefni í stiga- gangi. Honum var ekið heim til sín. 02:00 Lögregla hefur afskipti af manni skornum á hendi eftir slys við Vatnsstíg. Sjúkrabíll kom á staðinn. 02:00 Lögregla aðstoðaði dyraverði á skemmtistaðnum Amsterdam þar sem þeir áttu í vandræðum með mann sem var með læti inni. Honum var vísað út og sló í leiðinni dyravörð. 02:02 Dyraverðir á Miðbar við Lauga- veg tjónkuðu ekki við konu. Henni var vísað á brott. 02:03 Lögregla kölluð til vegna heimil- isófriðar í Hraunbæ. 02:14 Lögregla fær tilkynningu um há- vaða í húsi við Óðinsgötu. Ekkert óeðli- legt að sjá eða heyra á staðnum. 02:16 Bíl velt með handafli í Austur- stræti. Ekki náðist í eiganda bílsins, sem lögregla tók í vörslu sína. 02:18 Maður vill kæra dyraverði á Ara í Ögri eftir átök. Hann sagðist hafa misst tönn og var fluttur á slysadeild. 02:31 Bruni í heimahúsi. Maður var að fikta með skiparakettu inni í svefnher- bergi hjá sér og kviknaði í henni. Af varð nokkur reykur og kviknaði í sængurfötum. Skemmdir voru minniháttar. 02:34 Lögregla kölluð í heimahús þar sem maður hafði dottið úr hjólastól og komst ekki í hann aftur hjálparlaust. 02:39 Ölvaður maður handtekinn eftir að hafa veist að lögreglumönnum við störf. 02:42 Dyraverðir óska aðstoðar vegna slagsmála á skemmtistað við Tryggvagötu. Einn handtekinn þar sem hann neitaði að gefa upp nafn og kennitölu. 02:42 Lögregla kölluð til vegna meðvit- undarlauss manns á Opus í Hafnarstræti. Sjúkrabíll á leiðinni. 02:49 Starfsmenn á skemmtistaðnum Pravda óskuðu aðstoðar vegna konu sem sögð var ósjálfbjarga. Konan var mjög ölvuð og faðir hennar sótti hana á lög- reglustöðina. 02:49 Maður tekinn á Kaplaskjólsvegi grunaður um ölvun við akstur, en þar hafði hann lent í óhappi. 02:59 Tilkynning barst um eignaspjöll og skemmdarverk við Hverfisgötu, en þar höfðu rúður verið brotnar í verslun. Ekki náðist í eiganda verslunarinnar. 03:05 Maður tekinn á Suðurlandsvegi og færður á stöð grunaður um ölvun við akstur. 03:11 Útkall vegna bruna við Bergstaða- stræti. Maður hafði verið að sjóða bjúgu en sofnaði frá verkinu þannig að bjúgað brann við. Hann var svo ósamvinnuþýður þegar lögreglu bar að og neitaði að gefa upplýsingar um sig. 03:16 Afskipti höfð af öldauðum manni við Hverfisgötu. Lifnaði við og gekk sína leið. 03:18 Konu ekið á slysadeild með gat á höfði. Hún var mjög ölvuð. 03:18 Drengur fluttur á slysadeild eftir að lögregla ók fram á hann alblóðugan í Lækjargötu. Hann hafði staðið við hliðina á manni sem fékk flösku í höfðuðið og hlaut djúpan skurð af glerbroti sem kastaðist í hann. 03:20 Dyravörður tilkynnti mannsöfnuð við skemmtistaðinn Sólon og sagði stefna í átök. Lögregla kom á staðinn.. 03:22 Tilkynnt um ölvaðan ökumann á leið um Ártúnsbrekku. 03:23 Ökumaður fluttur á stöð grunaður um ölvun við akstur á Sléttuvegi. 03:39 Kona sagði barnabarn sitt, unga stúlku, hafa tekið bíl hennar ófrjálsri hendi. Stúlkan hafði verið stöðvuð á leið til Grindavíkur og bíllinn í vörslu lögregluí Keflavík. 03:41 Fólk í heimahúsi lofaði að hafa lægra þar sem það var að spila partíspil. 03:46 Tilkynnt um veika stúlku í Þjóðleik- húskjallaranum. Hafði kastað upp á gólfið og var flutt á brott með sjúkrabíl. 03:47 Afskipti höfð af hópslagsmálum í Austurstræti, en þar ók lögregla fram á marga unga menn að slást. Lögregla stillti til friðar. Einn var með verulega áverka á höfði, en ekki vitað hver veitti þá. Lög- regla gaf mönnunum upplýsingar um kæruferli og svo héldu vinahóparnir tveir sem lent hafði saman í sína áttina hvor. 03:48 Ölvuð kona var til vandræða á skemmtistaðnum 22 við Laugaveg. Henni var ekið heim til sín. 03:58 Lögreglumenn í forvarnadeild til- kynntu um slagsmál við Ingólfstorg. Einn var handtekinn og annar aðstoðaður í bif- reið. Þolandinn mjög ölvaður drengur, hringt var í móður hans og hann síðan sóttur. 04:00 Lögregla kölluð til vegna líkams- árásar á Miðbar við Laugaveg. Kallað var á sjúkrabíl vegna manns sem lá eftir slags- mál. -óká ÞRIÐJUDAGUR 23. ágúst 2005 19 Mikill erill hjá lögreglunni í Reykjavík: FJÖLDI ÚTKALLA Á MENNINGARNÓTT Lumex kynnir nýja kynslóð lampa. MultiPot er allt í senn, lampi, fjöltengi og smáhlutageymsla. Undir lokinu á MultiPot er fjöltengi fyrir allt að fimm raftæki, þannig að þú getur hlaðið GSM síma, iPod eða myndavél, geymt lykla og smámynt, allt á sama stað. MultiPot fæst í fjórum litum. Komdu til okkar í Lumex og kynntu þér málið. MultiPot Lampi, fjöltengi og smáhlutageymsla fyrir lykla og smámynt www.multipot.com Lumex, Skipholti 37, Sími 568 8388, www.lumex.is ®

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.