Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.08.2005, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 23.08.2005, Qupperneq 37
ÞRIÐJUDAGUR 23. ágúst 2005 25 Aston Villa og Liverpool hafa náðsamkomulagi um kaupverð á tékkneska framherjanum Milan Baros, en kaup- verðið er sex og hálf milljón punda. Baros hefur verið orðað- ur við för frá Liver- pool síðan enski landsliðsmaðurinn Peter Crouch gekk til liðs við Liverpool frá Sout- hampton fyrr í sumar. Steve Stride, framkvæmdastjóriAston Villa, var ánægður með þetta samkomulag og vonast til þess að geta geng- ið frá kaupunum sem fyrst. „Eftir þessa samþykkt er næsta skref að ganga frá læknis- skoðuninni og síð- an persónulegum málum leikmanns- ins. Ég vonast auðvitað til þess að geta gengið frá þessum málum sem allra fyrst, þar sem Baros styrkir leik- mannahóp okkar mikið.“ Jiri Jarosik er genginn til liðs viðBirmingham City frá Chelsea, en um lánssamning er að ræða. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birming- ham, var ánægður með kaupin og sagðist lengi hafa verið hrifinn af leikmanninum. „Það er ánægju- legt að það sé búið að ganga frá þessum mál- um. Jarosik er sterkur leikmað- ur sem á eftir að styrkja lið okkar mikið. Ég hef fylgst með hon- um síðan hann var að leika með CSKA Moskvu og svo sá ég hann leika gegn okkur í fyrra. Hann spilaði 25 mínútur í þeim leik og stóð sig virkilega vel. Hann hefur mikla hæfileika sem nýtast liði okkar vel þar sem mikið hefur verið um meiðsli hjá okkur síðustu misseri.“ Daniel Agger, leikmaður Brøndbyog danska landsliðsins, er nú orðaður við för til Liverpool en Rafa- el Benitez hefur undanfarin misseri leitað að varnar- manni. Agger lék frábærlega með Brøndby á síðustu leiktíð og þykir efni- legur miðvörður sem einnig getur leikið aftarlega á miðjunni. Agger lék sinn fyrsta landsleik fyrir Dani gegn Englend- ingum á dögunum og þótti skila sínu hlutverki vel. Per Bjerregaard, framkvæmdastjóridönsku meistarana, sagði ekkert tilboð hafa borist í leikmanninn. „Við höfum ekki fengið neinar upp- lýsingar sem benda til þess að Ag- ger sé á leið til Liverpool. Hann er ennþá leikmaður Brøndby og verður það þangað til tilboð frá félagi hefur borist og verið samþykkt af okkar hálfu.“ Bryan Robson, knattspyrnustjóriWest Bromwich Albion, hrósaði framherjanum Geoff Horsfield í há- stert eftir að hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Portsmouth um helgina. Horsfield hefur leikið vel síð- an Robson tók við starfinu hjá WBA af Gary Megson. „Horsfield á eftir að reynast okkur vel í vetur. Hann er í góðu formi og virðist hafa sjálfs- traustið í lagi. Hann hefur líka bætt boltatækni sína mikið og er einn besti skallamaður sem ég hef séð. Ég á von á því að hann verði okkar aðalmarkaskorari á tímabilinu og hann byrjar leik- tíðina vissulega vel.“ WBA hefur komið á óvart í byrjun tímabilsins og er með fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina. Ekki var búist við miklu af liðinu á þessu tímabili og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið spjarar sig. ÚR SPORTINU Vonbrig›i í Ungverjalandi Íslenska handboltalandsli›i› skipa› leikmönnum 21 árs og yngri tapa›i í gær sínum flri›ja leik í rö› á mótinu, nú gegn Egyptum, 30–25. Íslenska li›i› ætl- a›i sér stóra hluti á mótinu og eru flví vonbrig›in mikil. HANDBOLTI Eftir tvo sigra á Chile og Kongó í upphafi heimsmeistaramóts U-21 landsliða í Ungverjalandi hafa allir þrír leikir Ís- lands gegn stærri þjóðum tapast, nú síðast gegn Eg- yptum í gær, 30–25. Staðan í hálfleik var 14–12 en ís- lenska liðið náði reyndar að komast yfir í stöðunni 20–19. Þá skoruðu Egyptar fimm mörk í röð og tókst á tíu mínútum að breyta stöðunni í 28–22, sér í vil. Afar slæmur leikkafli ís- lenska liðsins sem tapaðist með níu mörkum gegn tveimur. „Þetta fór mjög illa,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem skoraði sjö mörk í leiknum. Markahæstur í íslenska liðinu var Árni Þór Sigtryggsson með átta mörk og Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk. Aðrir sem komust á blað skoruðu ekki meira en eitt mark, sem þykir slæmt í hvaða liði sem er. „Stemningin í hópnum var ágæt og ætluðum við svo sannarlega að vinna þennan leik. Það var slæmt að tapa fyrir Þýskalandi og Spáni en við komum engu að síður mjög vel stemmdir í leikinn.“ Aðspurður um leikinn sagði Ás- geir Örn að íslenska liðið hefði lent í erfiðleikum með varnarleik Eg- ypta en þeir léku mjög framarlega í vörn og létu vel til sín taka. „Þetta gerði það að verkum að við gerðum mikið af tæknileg- um mistökum og fengum mörg mörk á okkur úr hraðaupphlaupum á móti.“ Egyptar skoruðu samtals níu mörk úr hraðaupp- hlaupum, gegn einungis þremur hjá Íslandi, og gerði það gæfumuninn. Björgvin Gústavsson varði tíu skot í leiknum og kom varamarkvörður Ís- lands, Björn Friðþjófsson, ekkert við sögu í leiknum. Á morgun keppir ís- lenska liðið við það danska sem er enn taplaust eftir góðan sigur á Spánverjum í gær, 33–26. Það er ljóst að við ramman reip verður að draga hjá strákunum okkar en Ásgeir Örn segir að liðið fari í alla leiki til að sigra. „Það er lítið annað eftir en að spila upp á stoltið og ætlum við ekki að gefast upp. En því er ekki að neita að við ætluðum okkur stóra hluti á mótinu og eru þetta mikil vonbrigði.“ - esá LEIKIR GÆRDAGSINS HM U21 í handbolta: MILLIRIÐILL A: ÞÝSKALAND–SUÐUR KÓREA 33–29 ÍSLAND–EGYPTALAND 25–30 DANMÖRK–SPÁNN 33–26 STAÐAN: DANMÖRK 3 3 0 0 101–79 6 ÞÝSKALAND 3 3 0 0 97–88 6 EGYPTALAND 3 2 0 1 95–91 4 SPÁNN 3 1 0 2 64–65 2 ÍSLAND 3 0 0 3 83–92 0 S-KÓREA 3 0 0 3 90–108 0 MILLIRIÐILL B: UNGVERJALAND–ARGENTÍNA 38–22 SERBÍA–RÚMENÍA 29–28 SLÓVENÍA–ÍSRAEL 37–28 STAÐAN: UNGVERJAL. 3 3 0 0 110–70 6 SERBÍA 3 3 0 0 91–82 6 SLÓVENÍA 3 2 0 1 96–85 4 RÚMENÍA 3 1 0 2 87–90 2 ARGENTÍNA 3 0 0 3 80–106 0 ÍSRAEL 3 0 0 3 78–109 0 Sænska úrvalsdeildin: HÄCKEN–HAMMARBY 1–3 Pétur Marteinsson lék ekki með liði Hammarby vegna meiðsla. SUNDSVALL–ASSYRISKA 5–0 HELSINGBORG–LANDSKRONA 1–0 STAÐA EFSTU LIÐA: DJURGÅRDEN19 11 4 4 39–22 37 GAUTABORG 18 9 6 3 22–10 33 HELSINGB. 19 10 3 6 28–28 33 ÁRNI ÞÓR SIGTRYGGSSON Var markahæstur íslensku leikmannanna í gær með átta mörk. Hann hefur skorað alls 33 mörk og er níundi markahæsti maður mótsins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.