Fréttablaðið - 23.08.2005, Side 40
28 23. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550
BÁTAKERRA LCI-887
548x170cm. galv. með spili. Burðarg. 545 kg.
goddi.is, Auðbrekka 19, 200 Kópavogi, sími 544 5550
KATEPAL þakflísar skapa kórónu
hverrar byggingar.
Yfir 60 ára reynsla um allan heim.
Viðhaldsfrítt. Fjórir sanseraðir litir.
Mjög auðveld lagning á margbrotin þök.
Ekkert tjörumak.
Gerið verðsamanburð.
Fallegar þakflísar
KERRA
LCI-880
392x134cm, galv.
Burðarg. 270 kg.
Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550
Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550
Áklæðaúrvalið er hjá okkur.
Leður og leðurlíki. Auk þess pöntunarþjónusta
eftir ótal sýnishornum.
Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550
Garðhús Eskola 2
- 11,36fm
Fyrir Grillið -
fyrir Heita pottinn
Tilboðsverð -
Fáein hús eftir
Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550
Salla Sumarhús
- Gestahús
13,1 fm með yfirbyggðri
verönd 388x205 cm
LÆKKAÐ
VERÐ!
LÆKKAÐ
VERÐ!
Viðeyjarganga
og kúmentínsla
í kvöld kl. 19:00
Rifjuð upp ótrúleg
útgerðar- og
mannlífssaga
Sumardvalagestir í Viðey 1939. Úr safni Örlygs Hálfdanarsonar.
Örlygur Hálfdanarson Viðeyingur leiðir gesti um eyjuna og rifjar upp ótrúlega útgerðar og
mannlífssögu frá fyrrihluta 20. aldar, sýnir ógnvænlegt landbrot og lýsir hugmyndum sínum um
framtíð eyjarinnar. Samhliða leiðsögn verður kúmentínsla.
Kúmen kaffiveitingar í gamla vatnstankinum
Tvöföld afmælisútgáfa
Í nóvember verða þrjátíu
ár liðin síðan söngkonan
Patti Smith gaf út sína
fyrstu plötu, Horses, sem
er talin hafa haft mikil
áhrif á rokksöguna.
Af því tilefni kemur á
markað tvöföld afmælis-
útgáfa af plötunni. Á fyrri
plötunni verður Horses í
heild sinni endurhljóð-
blönduð ásamt aukalaginu
My Generation, sem The
Who gerði frægt á sínum
tíma. Síðari platan hefur að
geyma tónleikaútgáfu af Horses
sem var tekin upp í London fyrr
í sumar. Þar spilaði Flea úr
hljómsveitinni Red Hot Chili
Peppers á bassa.
Patti Smith heldur tónleika á
Nasa 6. september og bíða
margir þeirra með mikilli eftir-
væntingu enda er Smith goðsögn
í lifanda lífi. ■
Klassíski popparinn Helgi Hrafn
Jónsson, sem er búsettur í Austur-
ríki, gefur á næstunni út sína
fyrstu sólóplötu sem ber nafnið
Glóandi.
Helgi, sem er staddur á Íslandi
um þessar mundir í langþráðu
fríi, byrjaði ungur að árum í tón-
listarnámi. Frá ellefu til sautján
ára aldurs spilaði hann á básúnu í
Bossanovabandinu, sem naut tölu-
verðra vinsælda hér á landi.
Sveitin ferðaðist meðal annars um
Evrópu og Bandaríkin. Eftir að
Helgi útskrifaðist úr einleikara-
deild Tónlistarskóla Reykjavíkur
fór hann 19 ára gamall í fram-
haldsnám í básúnuleik til Austur-
ríkis. Hann lauk því námi fyrir ári
síðan, en Helgi er nú 25 ára.
„Það eru tvö og hálft ár síðan
ég byrjaði að semja og syngja.
Þetta er sú tónlist sem kemur frá
mér án þess að ég sé að pæla í því
hvernig melódíur eða lög eiga að
hljóma,“ segir Helgi, sem var á
leiðinni frá Þórsmörk þegar
Fréttablaðið hafði samband við
hann. „Ef ég beintengi við
mallakútinn þá kemur þetta fram.
Það hefur samt verið togstreita
hjá mér á milli popps og klassískr-
ar tónlistar. Fólki finnst stundum
eins og maður sé að taka niður
fyrir sig með því að vera í popp-
inu en þetta er yfirleitt fólk sem
hefur ekki heyrt tónlistina mína,“
segir hann og hlær. „Ég stóð mig
líka að því fyrir nokkrum árum að
vera með ákveðna fordóma gagn-
vart popptónlist þó að ég hafi
hlustað á popp. Þessi fordómar
enn svolítið ríkjandi í hinum
klassíska heimi.“
Helgi segist ekki ætla að ein-
blína á eina tónlistartegund um-
fram aðra í framtíðinni. „Ég ætla
bara að halda áfram í tónlist,
sama hvaða nafni maður nefnir
hana. Ég ætla að reyna að lifa af
því að vera tónlistarmaður en
þetta er rosalega mikil harka og
bras. Ef maður ætlar að geta lifað
af tónlistinni verður maður að
vera fjölbreyttur og opinn.“
Helgi spilarar á básúnu í
tveimur lögum á plötunni auk
þess sem hann syngur nokkur lög
á íslensku. Stundum koma tímabil
sem hann getur ekkert spilað á
básúnuna vegna axlarmeiðsla.
Urðu þau meðal annars til þess að
hann ákvað að snúa sér að popp-
inu á sínum tíma. Hann nefnir Led
Zeppelin sem sterkan áhrifavald í
sinni tónlistarsköpun auk þess
sem Bítlarnir, Jimi Hendrix og
Jeff Buckley skipi stóran sess.
Platan Glóandi kemur út 5.
september. Helgi vonast til þess
að koma aftur hingað til lands í
nóvember og spila með hljóm-
sveit sinni Beefolk, sem hefur
notið mikilla vinsælda úti í
Austurríki. Hann ætlar ekki að
flytja aftur heim til Íslands al-
veg strax og undirbýr nú að
flytja búferlum frá Austurríki
ásamt þarlendri kærustu sinni.
Ferðinni er hugsanlega heitið til
Berlínar.
freyr@frettabladid.is
PSP Leikjatölvan handhæga PSP kemur í
verslanir 1. september. Meðal annars verð-
ur hægt að horfa á DVD-myndir í tækinu.
Hægt a›
prófa PSP
Leikjatölvan PSP (PlayStation
Portable) kemur í verslanir Skíf-
unnar og BT hinn 1. september. Fyr-
ir þá óþreyjufulllu sem vilja prófa
tölvuna áður en hún fer í sölu er
búið að setja upp sérstaka PSP-
standa í verslununum.
Á meðal þess sem PSP mun
bjóða upp á eru tölvuleikir og DVD-
myndir í góðri upplausn. Einnig er
MP3-spilari í tækinu þar sem hægt
er að hlaða inn fjölda laga. ■
HILARY DUFF Þegar hún mætti í útsend-
ingu á sjónvarpsstöðinni MTV á fimmtudag.
Duff gerir rót-
tækar breytingar
Var með fordóma
gagnvart popptónlist
HELGI HRAFN Helgi Hrafn Jónsson er að gefa út sína fyrstu sólóplötu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Leik- og söngkonan Hilary Duff var
nánast óþekkjanleg þegar hún
mætti í tónlistarþáttinn TRL á MTV
í fimmtudagskvöld. Stúlkan hæfi-
leikaríka var með kolsvart axlasítt
hár en hún hefur alla tíð verið með
ljósa síða lokka. Líklegast þykir að
hún hafi skellt á sig hárkollu til þess
að breyta til en einhver heyrði hana
segja að sér þætti púkalegt að vera
með ljóst hár við svart rokkdressið
sem hún var í.
Skoðanir manna á þessum rót-
tæku breytingum voru skiptar en
þær féllu mönnum þó betur í geð en
þær breytingar sem hún gerði á
tanngarði sínum nýlega. „Það er
augljóst að hún er ekki alveg búin að
finna sig og er bara að prófa mis-
munandi útlit,“ sagði tískuspekúlant
á bandarísku tímariti. „Mér fannst
hún nú bara sætust með sitt eðlilega
hár og sínar eðlilegu tennur.“ ■