Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.08.2005, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 23.08.2005, Qupperneq 43
Rapparinn Snoop Dogg hefur verið gagnrýndur af foreldrum krakka sem stunda amerískan fótbolta eftir að hann hætti að þjálfa liðið The Rowland Raiders og stofnaði sína eigin fót- boltadeild. Snoop gerðist þjálfari liðsins fyrir t v e i m u r árum og náði góð- um ár- angri m e ð elsta s o n s i n n sem leik- stjórnanda. N ý l e g a ákvað hann að stofna nýja deild, Snoop Youth Football League, við litla hrifningu foreldranna. Þeir hafa sakað Snoop um að lokka til sín leikmenn úr gamla liðinu yfir í nýju deildina með gjöfum og kaupum á flottri rútu. „Það sem Snoop gerði var ömurlegt. Hann byrjaði að þjálfa hérna bara til að taka í burtu það sem tók okkur fjölmörg ár að búa til,“ sagði Sandy Gonzales, móðir fótboltadrengs. Snoop, sem hélt tónleika í Egils- höll í sumar, er ósammála og segist aðeins vera að hjálpa krökkunum að gera eitthvað uppbyggjandi við líf sitt. „Það er auðvelt fyrir börn að ganga til liðs við klíkur og nota eiturlyf. Við eigum að gera þeim auðveldara fyrir svo þau geti stund- að fótboltann og skólann af meira kappi.“ ■ Idol-dómarinn Paula Abdul hefur verið hreinsuð af ásökunum um að hafa átt í kynferð- islegu sambandi við keppandann Corey Clark og hjálpað honum í keppninni. Clark hélt því fram í maí að hann hefði átt í sambandi við Abdul og sagði í samtali við ABC-sjónvarpsstöðina að Abdul hefði gefið honum peninga fyrir fötum og þjálfað hann í söng sem endaði hafi með ástar- sambandi. Í kjölfarið hratt Fox- sjónvarpsstöðin af stað mikilli rann- sókn sem unnin var af lögfræðingum. Rann- sóknin stóð yfir í þrjá og hálfan mánuð og kostaði 600 vinnustundir. Niður- staðan sú að Abdul hjálp- aði Corey ekkert í keppn- inni og engar vísbending- ar fundust um að kyn- ferðislegt samband hefði verið á milli þeirra. Abdul sagði í yfirlýsingu á föstu- dag að hún væri „þakklát fyrir að þessi raun væri búin“ en hún hafði alltaf haldið fram sakleysi sínu. Hins vegar játaði hún að hafa hringt nokkrum sinnum í Corey. ■ SNOOP DOGG Rapparinn Snoop Dogg hefur stofnað nýja fótboltadeild. Foreldrar gagnr‡na Snoop Íslensk kvikmyndahátíð í Dan- mörku verður sett 1. september. Til- efnið er 25 ára afmæli íslenska kvikmyndavorsins en það hófst með frumsýningu kvikmyndarinnar Land og synir eftir Ágúst Guð- mundsson. Á hátíðinni verða sýndar sautján íslenskar kvikmyndir sem gerðar hafa verið á þessum tuttugu og fimm árum auk þess sem Dagur Kári, Hilmar Oddsson og Friðrik Þór Friðriksson sækja hana heim og kynna myndir sínar. Þá verður mál- þing um íslenska kvikmyndagerð í Cinemateket þriðja september þar sem leikstjórarnir þrír taka þátt. Hátíðin er í samstarfi við íslenska sendiráðið og Cinemataket. Birgir Þór Möller hefur haft veg og vanda af hátíðinni. Hann hefur verið búsettur í Kaup- mannahöfn síðan 1983. Birgir skrifaði ritgerð um íslenska kvik- myndasögu og segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á íslenskri kvikmyndagerð. „Mig langaði til að sýna þetta hérna í Danmörku. Fólk hefur verið að spyrja um ís- lenskar kvikmyndir og það er gaman að geta dregið söguna sam- an í eina hátíð,“ segir Birgir og bætir því við að mikill áhugi sé fyrir Íslandi. „Bæði vegna þess að það er verið kaupa allar verslun- arkeðjurnar en einnig vegna dönsku kvikmyndarinnar hans Dags Kára,“ segir hann. ■ Íslensk kvikmynda- hátíð í Danmörku NICELAND Friðrik Þór Friðriksson kynnir mynd sína Niceland og svarar spurningum áhorfenda á íslenskri kvikmyndahátíð sem haldin verður í Kaupmannahöfn 1. september. PAULA ABDUL Stjarna Paulu reis hátt á níunda áratugnum. Ekkert svindl í American Idol Barokkveisla í Hallgrímskirkju S ó p r a n - söngkonan Noémi Kiss og tónlist- arhópurinn Ensemble L’Aia flytja tónlist frá b a r o k k - tímabilinu á tónleikum í Hallgrímskirkju í kvöld. Á efnis- skrá verða verk eftir Johann Joachim Quantz, Georg Philipp Tele- mann, George Frideric Händel og André Campra. Heiti tónleikanna er „Yfir landamæri“ enda koma flytj- endur að víðast hvar úr heiminum og verkin sem þau flytja eiga það sameiginlegt að vera eftir höfunda sem leituðu fanga víða um lönd. „Handel er líklega besta dæmið um tónlistarmann sem hefur sagt skilið við heimahagana og numið ný lönd. Hann var Þjóðverji sem starfaði í Lundúnum við að skapa tónlist í ítölskum stíl,“ segir Ian Wilson, blokkflautuleikari Ens- emble L’Aia hópsins. Hann segir efnisskrá kvöldsins endurspegla þá þrá 18. aldar tónskáldanna til að leitra fanga sem víðast utan sinna heimaslóða til að dýpka skilninginn á listinni. Óhætt er að fullyrða að efnið, sem flutt verður af úrvals- tónlistarfólki á tónleikunum í kvöld, er fáheyrt hér á landi og því ættu klassískir tónlistarunnendur ekki að láta barokkveisluna fram- hjá sér fara. Tónleikarnir eru hluti af Kirkjulistahátíð og hefjast klukkan 18.00. ■ NOÉMI KISS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.