Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 BJARTVIÐRI ÁFRAM SYÐRA en skúraveður norðan- og austanlands. Fremur svalt í veðri norðanlands. VEÐUR 4 LAUGARDAGUR 27. ágúst 2005 - 230. tölublað – 5. árgangur Tekur Teitur við KR-liðinu? KR-ingar hafa talað við Teit Þórðarson um að þjálfa liðið í Landsbankadeildinni í knattspyrnu næsta sumar. Sigursteinn Gíslason tók við liði KR eftir að Magnús Gylfason var rekinn en nú gæti lærðasti íslenski þjálfarinn ver- ið á leiðinni í Vestur- bæinn. Sanngjarn en ákveðinn Geir Jón Þórisson þykir traustvekj- andi og mikill öðlingur, ímynd lögreglunnar ef út í það er farið og ljóst að það er alls ekki slæm ímynd. MAÐUR VIKUNNAR 16 Í MIÐJU BLAÐSINS ● bílar ● ferðir ● tíska ▲ GUÐMUNDUR ÞÓR ÁRMANNSSON Bíll sem á engan sinn líka Flottasti áratugur kvikmyndalistarinnar KVIKMYNDAGERÐ Í BLÓMA ▲ KVIKMYNDIR 28 KYNSLÓÐASKIPTI OG MAGNAÐAR PERSÓNUR ÍÞRÓTTIR 38 LÖGREGLUMÁL Varnarliðsmaðurinn sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Keflavíkurflug- velli sunnudaginn 14. ágúst hefur verið fluttur frá Keflavíkurflug- velli til Þýskalands. Þar er hann í haldi í herbúðum varnarliðsins. Hann neitar staðfastlega sök, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Í ljós hefur komið að engin vitni voru að því þegar banda- rísku varnarliðskonunni, sem var tvítug, voru veittir áverkar sem síðan drógu hana til dauða. At- burðurinn átti sér stað í húsnæði einhleypra varnarliðsmanna. Varnarliðskonan var með lífs- marki þegar hún fannst á sunnu- dagskvöldið, en lést skömmu síðar á hersjúkrahúsi á Keflavíkurflug- velli af völdum stungusára. Ís- lensk kona sem var gestkomandi í íbúðinni reyndist hafa verið í svefnherbergi hins grunaða meðan verknaðurinn var framinn annars staðar í íbúðinni. Varnarliðsmaðurinn hafði átt í deilum við hina látnu vegna þess að hann hafði, í félagi við annan varnarliðsmann, stolið umtals- verðum fjárhæðum af greiðslu- korti hennar. Það mál komst upp. Vitorðsmanninum var vikið úr hernum, en enn átti eftir að rétta í máli hins grunaða. Rannsóknardeild sjóhersins og lögreglan á Keflavíkurflugvelli hafa haft samvinnu um rannsókn málsins. Ekki liggur fyrir hvort réttað verður í því hér á landi eða í Þýskalandi. - jss Grunaður banamaður varnarliðskonu fluttur til Þýskalands: Varnarli›sma›ur neitar sök Ekki hljóðfæraleikarar fyrir fimm aura Sigur Rós er í stuttu stoppi hér á landi eftir tónleikaferð um Evrópu sem hófst í júlí. Tilefni er fjórða plata sveitarinnar, Takk, sem kemur út 12. september. TÓNLIST 34 VEÐRIÐ Í DAG FLÓÐ Íslenskur piltur er innlyksa á svissnesku hóteli ásamt enskum föður sínum og vinkonu hans. Flóð sem tugir Evrópubúa hafa farist í hafa lokað hótelið af og verður að senda þyrlu eftir fólkinu í dag svo það komist leiðar sinnar. Matthías Þór Ingason hefur dvalið á hóteli í svissneska bænum Engelberg í viku. Eftir þriggja daga stanslaust úrhelli lét vegur- inn út úr bænum undan vatnselgn- um og ruddist með flóðinu yfir nærliggjandi járnbrautarteina. Við það rofnuðu samgöngur á jörðu niðri til og frá bænum og ekki aðra leið að fara en loftleiðina. Þyrlur hafa flutt fólk út úr bænum og borið mat til baka. Tólf kílómetra loftleið er til næsta bæjar. „Þetta var slæmt fyrst en hefur batnað,“ segir Matthías Þór, sem meðal annars horfði upp á lítið hús verða að spýtnabraki nærri hótelinu. Matthías dvelur á annarri hæð og hefur ekki verið í hættu en vatnið hefur náð upp að gluggum fyrstu hæðarinnar. Matthías Þór segist aldrei hafa óttast um líf sitt en viðurkennir að upplifunin sé sérstök. “Ég hef ekkert orðið hræddur og það er bara gaman að upplifa þetta.“ Í dag verða Matthías Þór, faðir hans og vinkona flutt með herþyrlu frá Engelberg til næsta bæjar, það- an sem þau taka lest til Luzern og heldur Matthías af stað flugleiðina til Íslands á morgun. „Það hefur verið mjög erfitt að fylgjast með þessu héðan frá Ís- landi,“ segir Þóra Birgitta Garðars- dóttir, móðir Matthíasar. Hún segir óvissuna hafa verið erfiðasta enda hafi hún aldrei vitað hvað myndi gerast næst. „Ég verð mjög fegin að fá hann heim,“ segir hún og bætir við að ættingjar og vinir hafi einnig haft þungar áhyggjur. Matthías býr í Njarðvík og átti eins og önnur íslensk börn að byrja í skóla í vikunni. Hann mæt- ir á mánudag og hefur eflaust frá ýmsu að segja þegar hann hittir vini sína og skólasystkini. - bþs Íslenskur piltur fluttur me› flyrlu af fló›asvæ›i Matthías fiór Ingason, tólf ára Njar›víkingur, hefur veri› innlyksa á hóteli í bænum Engelberg í Sviss í nokkra daga. Grí›arleg fló› hafa veri› ví›a í Evrópu undanfari› og hafa tugir manna farist. ÞORSTEINN OG PYSJAN Þúsundir lundapara verpa í eyjunum á Sundunum og er algengt að pysjur sæki í ljósin í bænum á haustkvöldum. STJÓRNARSKRÁNNI MÓTMÆLT Þessi kona hélt á mynd af Saddam Hussein þegar hún mótmælti drögum að stjórnarskrá Íraks. Stjórnarskrá Íraks: Leggja drögin fyrir flingi› ÍRAK, AP „Samkomulag hefur náðst um deilumál, þar á meðal hug- myndina um sambandsríki,“ sagði Humam Hammoudi, formaður stjórnarskrárnefndarinnar, þegar hann tilkynnti að drög að nýrri stjórnarskrá yrðu lögð fyrir stjórnarskrárþing Íraks í dag eða á morgun. Hammoudi sagði samkomulag- ið fela í sér tryggingar fyrir súnnía um að hagsmunum þeirra yrði borgið. Fulltrúar súnnía höfnuðu hins vegar drögunum og hvöttu landsmenn til að fella þau. Sjá síðu 10 Lundapysja spókar sig í Örfirisey: Mögur og villt NÁTTÚRAN Lundapysja spókaði sig á athafnasvæði Lýsis í Örfirisey í Reykjavík í gærmorgun. Þor- steinn Waagfjörð, starfsmaður fyrirtækisins, gekk fram á pysj- una eftir tíukaffið og átti ekki í vandræðum með að handsama hana, enda Eyjamaður að upp- lagi. „Hún var ráðvillt enda hafði hún líklega aldrei séð svona furðu- lega skepnu áður,“ segir Þor- steinn og á þar við sjálfan sig. Pysjan var talsvert magurri en þær sem Þorsteinn þekkir úr Vestmannaeyjum en hress að öðru leyti. Þorsteinn geymdi pysjuna í kassa í gær og sleppti henni á haf út í gærkvöldi. Líklegt er að pysjan hafi komið úr Akurey, Andríðsey eða Lundey á Kollafirði en líflegt lundavarp er í þessum eyjum. Að sögn Ólafs Nielsen, starfs- manns Náttúrufræðistofnunar Íslands, finnast lundapysjur á hverju hausti í Reykjavík. - bþs Ver›ur kafteinn á Ástarfleyinu VALDIMAR ÖRN FLYGENRING ▲ FÓLK 50 ÁST VIÐ STRENDUR TYRKLANDS MATTHÍAS ÞÓR INGASON Hann hefur ekki fundið til hræðslu en segir upplifunina merkilega. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Gísli Marteinn Baldursson: Sækist eftir fyrsta sæti STJÓRNMÁL Gísli Marteinn Baldurs- son mun tilkynna stuðningsmönn- um sínum á sunnudag að hann hygg- ist sækjast eftir fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna fyrir næstu borg- arstjórnarkosningar. Byrjað er að kynna fund sem stuðningsmenn Gísla Marteins halda í Iðnó kl. 14 á morgun og hefur Fréttablaðið traustar heimild- ir fyrir því að þá muni hann kynna framboð sitt. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson hefur áður tilkynnt að hann sækist eftir fyrsta sætinu. - ss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.