Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 2
LÖGREGLUMÁL Tuttugu kærur
vegna nauðgunar hafa borist til
lögreglunnar í Reykjavík það sem
af er þessu ári, að sögn Harðar Jó-
hannessonar yfirlögregluþjóns.
Rannsókn fimm þessara mála er
lokið hjá lögreglu og þau farin til
saksóknara. Fimmtán eru enn til
rannsóknar. Fjöldi slíkra kæra
undanfarin ár
hefur verið á bil-
inu 20-40.
„Af þessum
tuttugu kærum
eru tvær sem við
tókum við utan af
landi,“ segir
Hörður. „Að
minnsta kosti í
tveimur tilvikum er ekki vitað um
geranda. Í þeim málum kæra
stúlkur nauðgun inni á veitinga-
stað og það er engin lýsing á því
hver gerandinn er. Í flestum
hinna málanna er gerandinn
þekktur. Áður fyrr áttu svona at-
vik sér yfirleitt stað í heimahús-
um eða annars staðar þar sem
fólk var saman komið. En á
undanförnum árum hafa alltaf
komið nokkur mál þar sem nauðg-
un er sögð hafa átt sér stað inni á
salernum á veitingastað.“
Hann segir allan gang á því
hvernig þessi mál fari af stað. Sá
sem verði fyrir nauðgun geti leit-
að til neyðarmóttöku vegna
nauðgunarmála í Fossvogi og
fengið aðstoð þar. Þaðan sé svo
haft samband við lögreglu. Þá
geti viðkomandi hringt beint í
lögregluna. Fyrstu viðbrögð
hennar séu að koma manneskj-
unni í neyðarmóttökuna, eftir að
hafa tekið niður upplýsingar í
því skyni að tryggja sönnunar-
gögn og að viðkomandi fái þá að-
stoð sem í boði sé.
„Svo eru hin dæmin, þar sem
tilkynnt er um nauðgun nokkru
eftir að hún hefur átt sér stað,“
segir Hörður. „Þá er hugsanlegt
að viðkomandi hafi farið á neyðar-
móttökuna á sínum tíma. Reglan
er nokkurn veginn sú að ekki er
kallað í lögreglu nema viðkom-
andi ætli að kæra.“
Eyrún Jónsdóttir, umsjónar-
hjúkrunarfræðingur neyðarmót-
töku Landspítala - háskólasjúkra-
húss í Fossvogi, segir að þangað
hafi verið leitað vegna 81 kyn-
ferðisbrotamáls það sem af sé ár-
inu. 34 þeirra hafi verið kærð til
lögreglu, auk þess sem lögregla
hafi haft afskipti af þremur sem
ekki hafi enn verið kærð.
jss@frettabladid.is
2 27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
Héraðsdómur Vestfjarða dæmir þremur húseigendum í vil:
Fá 57 milljónir í sta› 40
DÓMSMÁL Héraðsdómur Vest-
fjarða dæmdi í gær Bolungar-
víkurkaupstað til að greiða eig-
endum þriggja húsa við Dísar-
land í Bolungarvík rúmar 57
milljónir auk vaxta í eignar-
námsbætur. Olgeir Hávarðar-
son, eigandi eins hússins, segir
þetta í það minnsta einn áfanga
og fagnar því, þótt óljóst sé
hvort kaupstaðurinn áfrýi dómn-
um til Hæstaréttar.
Húsin við Dísarland og Traðar-
land voru öll metin á snjóflóða-
hættusvæði og var ákveðið árið
2001 að reisa snjóflóðavarnargarð
þar sem húsin standa nú. Ákvað
þá kaupstaðurinn að taka húsin
eignarnámi og var óskað eftir
mati matsnefndar eignarnáms-
bóta. Matið hljómaði upp á rúmar
57 milljónir fyrir þessi þrjú hús.
Bolungarvíkurkaupstaður vildi
síðar að mati nefnarinnar yrði
hnekkt og markaðsvirði greitt
fyrir húsin, um 40 milljónir.
Héraðsdómur staðfesti að
greiða ætti samkvæmt mati
matsnefndar, en ekki mark-
aðsvirði, fyrir eignarnám auk
dráttarvaxta. Þá ber Bolungar-
víkurkaupstað að greiða tvær
milljónir í málskostnað. Ofan-
flóðasjóður greiðir níutíu pró-
sent af markaðsvirði fasteign-
anna, um 36 milljónir. Kaupstað-
urinn mun því þurfa að greiða 21
milljón auk vaxta og málkostn-
aðar. - ss
PERÚ, AP Hundruð björgunarsveit-
armanna hafa síðustu daga
grandskoðað hvern krók og kima
í flaki Boeing 737-þotunnar sem
fórst í Perú á þriðjudagskvöld.
Leitað er í farangri, kringum raf-
leiðslur og í braki að hverri þeirri
vísbendingu sem varpað gæti
frekara ljósi á orsakir flugslyss-
ins, sem varð 37 manns að bana.
Þrátt fyrir að opinber rannsókn
sé einungis nýhafin hafa sumir sér-
fræðingar viljað varpa sökinni á
flugstjórann. Hann var áður her-
flugmaður og er sagður hafa tekið
áhættu sem að öllu jöfnu eigi ekki
að taka. Forsvarsmenn flug-
félagsins kenna vondu veðri um. ■
Tuttugu nau›ganir
kær›ar til lögreglu
81 kynfer›isbrotamál hefur borist ney›armóttöku vegna nau›gana fla› sem af
er flessu ári. fiar af hafa 34 veri› kær› til lögreglu. Kærur vegna nau›gunar
sem lögreglan í Reykjavík hefur fengi› til me›fer›ar eru tuttugu talsins.
MÓTMÆLT Á ÞAKI STJÓRNARRÁÐSINS
Mótmælendur skiptu þjóðfánanum út fyrir
mótmælaborða gegn álverum.
Mótmælendur við Stjórnarráðið:
Tóku íslenska
fánann ni›ur
LÖGREGLUMÁL Tveir mótmælendur
voru handteknir laust eftir hádegi
í gær eftir að þeir fóru upp á þak
Stjórnarráðsins í Lækjargötu og
drógu þar að húni mótmælaborða
í stað þjóðfánans sem þar blaktir
venjulega.
Vel gekk að ná mönnunum
niður og veittu þeir engan mótþróa
við handtökurnar en einhverjar
skemmdir urðu á þaki hússins. Á
borða þeim er mennirnir drógu að
húni stóð „Engin helvítis álver“.
- aöe
SPURNING DAGSINS
Edda, gengur ekkert a› skilja?
„Nei, það gengur ekkert að skilja - við
sýninguna Alveg brilljant skilnaður. Guði
sé lof, það er svo gaman að leika í henni.“
Edda Björgvinsdóttir snýr aftur á sviðið með sýn-
inguna Alveg brilljant skilnaður, sem hún sýndi
sextíu sinnum síðasta vetur. Ekkert lát virðist á
vinsældum verksins.
FÓRNARLÖMB Fjöldi fórnarlamba í kynferðisbrotamálum hleypur á tugum á hverju ári. 34
slík mál hafa verið kærð til lögreglunnar það sem af er þessu ári, þar af tuttugu nauðgun-
armál. Myndin er sviðsett.
KÆRÐAR NAUÐGANIR
2004 - 24
2003 - 33
2002- 41
2001 - 30
2000 - 22
1999 - 30
KÆRUR EFTIR
MÁNUÐUM 2005
janúar 3
febrúar 3
mars 2
apríl 4
maí 2
júní 3
júlí 0
ágúst 3
Breytingar í Garðasókn:
fiarf a› svara
bréfi biskups
KIRKJAN Biskup Íslands hefur óskað
eftir því við Björn Bjarnason, ráð-
herra dóms- og kirkjumála, að Birg-
ir Ásgeirsson verði settur sóknar-
prestur í Garðabæ til þriggja mán-
aða. Áætlað er að auglýsa starf
sóknarprests í Garðasókn laust til
umsóknar frá 1. desember.
Séra Hans Markús Hafsteinsson,
sóknarprestur í Garðabæ, hefur
fengið viku frest til að svara því
hvort hann sæti tilflutningi í starfi
og taki við nýju embætti héraðs-
prests í Reykjavíkurprófastsdæmi
vestra eða láti af störfum. Lögmað-
ur Hans Markúsar segir flutninginn
jafngilda uppsögn þar sem störfin
séu ekki sambærileg. - óká
Kosningar í Noregi:
Stoltenberg
sækir enn á
NOREGUR Verkamannaflokkur Jens
Stoltenberg eykur enn á forskot
sitt í aðdraganda norsku þing-
kosninganna sem fram fara 12.
september. Stuðningur flokksins
mælist nú nær
35 prósent at-
kvæða.
Næststærsti
flokkur Noregs
virðist vera
Framfaraflokk-
ur Carl Hagen,
sem fengi ríflega
tuttugu prósent
atkvæða ef
gengið yrði til
kosninga nú.
Kristilegi þjóðar-
f l o k k u r i n n ,
flokkur forsætis-
ráðherrans, Kjell
Magne Bondevik,
tapar hins vegar
enn fylgi og mælist nú með rétt
rúm fimm prósent atkvæða en
fékk ríflega tólf prósent í síðustu
þingkosningum. - oá
Nýr sparkvöllur á Vopnafirði:
Mei›sli eru tí›
SLYS Nokkur ungmenni hafa
meiðst á nýjum sparkvelli með
gervigrasi á Vopnafirði en hann
var tekinn í notkun fyrir um tíu
dögum. Þorsteinn Steinsson sveit-
arstjóri segir að meðal annars
hafi tveir drengir brotnað en hann
vill þó ekki kenna sparkvellinum
um. „Meiðsli eru alltaf leiðinleg
en þau fylgja knattspyrnuiðkun,“
segir Þorsteinn.
Eyjólfur Sverrisson er verk-
efnisstjóri sparkvallaátaks Knatt-
spyrnusambands Íslands og segir
hann að 63 sparkvellir séu hring-
inn í kringum landið. „Ég hef ekki
fyrr frétt af meiðslum á þessum
völlum,“ segir Eyjólfur. - kk
Skipulagning Menningarnætur:
Flestir ánæg›ir
me› hátí›ina
BORGARMÁL Engin ákvörðun var
tekin um hugsanlegar breytingar
á fyrirkomulagi Menningarnætur
í Reykjavík á fundi aðstandenda
sem fram fór í gær.
Skipuleggjendur og
starfsmenn hátíðarinnar mættu á
fundinn og báru saman bækur sín-
ar. Samkvæmt heimildum voru
allflestir á því að afar vel hefði
tekist til í meginatriðum. Ýmsar
hugmyndir voru þó ræddar um
skipulagningu Menningarnætur
að ári. - aöe
LEITAÐ Í BRAKINU Leitað er að vísbendingum sem varpað gætu ljósi á orsakir flugslyssins.
M
YN
D
/A
P
SNJÓFLÓÐAHÆTTA AF BOLAFJALLI Bolung-
arvíkurkaupstaður þarf að greiða eigend-
um þriggja húsa í bænum hærra verð en
markaðsvirði segir til um.
Norsku
ÞINGKOSNINGARNAR
JENS
STOLTENBERG
Rannsókn hafin á tildrögum flugslyssins í Perú:
Varpa sök á flugstjóra
GEKK ALMENNT VEL Menningarnótt tókst
vel að mati þeirra sem sáu um skipulagn-
ingu.
Grunnskóli Blönduóss:
Börnin send á
veitingahús
SKÓLAMÁL Gangi allir samningar
eftir munu flestir nemendur
grunnskólans á Blönduósi fara út
að borða í hádeginu í allan vetur en
bæjarráð hefur falið bæjarstjóra
að semja við veitingahús um skóla-
máltíðir barnanna í vetur.
Helgi Arnarsson skólastjóri
segir þetta ekki jafn slæmt fyrir-
komulag og virðist við fyrstu sýn
enda sé umrætt veitingahús á
skólalóðinni sjálfri. „Það má segja
að um nokkurs konar reddingu sé
að ræða enda gafst sá upp er hafði
samninga um skólamáltíðir til
næstu tveggja ára. Ekkert mötu-
neyti er í skólanum og því er þetta
ein besta lendingin í málinu.“ - aöe