Fréttablaðið - 27.08.2005, Page 6
6 27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
Hundruð trassa mánuðum saman að borga bifreiðatryggingar:
Tvö flúsund ótrygg›ir bílar á götunum
UMFERÐARÖRYGGI Ríflega 2.200
bílar voru í gær á skrá Umferð-
arstofu yfir ótryggða bíla, þar af
voru um 800 sem hafa verið á
listanum frá því fyrir áramót.
Gera má því ráð fyrir að yfir
þriðjungur þeirra sem á annað
borð skulda tryggingar trassi
það mánuðum saman að borga.
Kristján V. Rúriksson, verk-
efnisstjóri hugbúnaðarþróunar
hjá Umferðarstofu, segir mikla
hreyfingu á listanum, enda séu
stöðugt einhverjir að greiða upp
tryggingar sínar og aðrir bílar að
bætast á listann. Hann sagði
skrána ná yfir bíla sem væru í
umferð og á götunni. „Þeir sem
reyna að sleppa við að borga
tryggingarnar beita náttúrlega
ýmsum leiðum, leggja til dæmis
ekki við heimili sitt, heldur í
næstu götu og svo framvegis,“
segir Kristján en vill ekki skjóta
á hversu margir bifreiðaeigend-
ur á listanum séu svo kræfir.
Hann segir lögregluna fá viku-
lega lista yfir ótryggða bíla og að
auðvelt sé hægt að raða þeim
upp þannig að það sjáist hverjir
hafi trassað lengst að borga. - óká
Auralitlir farþegar með Norrænu:
Fóru fram á pólitískt hæli
FERÐAMENN Fjögurra manna fjöl-
skylda frá Búlgaríu, sem kom
með Norrænu til Seyðisfjarðar
síðastliðinn fimmtudag, hefur
óskað eftir pólitísku hæli á Ís-
landi.
Lárus Bjarnason, sýslumaður á
Seyðisfirði, segir að við reglulegt
eftirlit hafi komið í ljós að fólkið
hefði ekki nægileg fjárráð til
framfærslu á Íslandi. „Því var
fólkinu gerð grein fyrir því að lík-
lega yrði því vísað úr landi en þá
fór það fram á pólitískt hæli.
Fólkið er nú í höndum Rauða
krossins á Egilsstöðum en við
munum senda Útlendingastofnun
skýrslu,“ segir Lárus. - kk
Fjórtán börn t‡ndu
lífi í eldsvo›anum
Eldur kom upp í anna› sinn á stuttum tíma í húsi afrískra innflytjenda í París og í fletta
sinn brunnu sautján manns inni. A›stæ›ur flessa fljó›félagshóps eru afar bágbornar.
FRAKKLAND Sautján afrískir inn-
flytjendur fórust í eldsvoða í
hrörlegu fjölbýlishúsi París í
fyrrinótt. Þar af voru fjórtán
börn. Harmleikurinn hefur beint
kastljósinu að bágum aðbúnaði
innflytjenda í landinu.
Eldurinn kom upp í húsi í 13.
hverfinu en þar bjuggu afrískir
innflytjendur frá Senegal og
Malí, hundrað börn og þrjátíu
fullorðnir. Talið er að eldurinn
hafi kviknað á jarðhæð hússins
undir miðnætti og næstu þrjár
klukkustundirnar teygðu logarn-
ir sig upp bygginguna svo að íbú-
arnir, sem flestir voru í fasta
svefni, áttu sér enga undan-
komuleið.
Fjórtán börn voru á meðal
þeirra sautján sem létust en 23
voru fluttir á sjúkrahús. Serge
Blisko hverfisstjóri sagði að svo
virtist sem flestir hefðu andast í
svefni vegna reykeitrunar en
slökkviliðsmenn telja að ein-
hverjir hafi látist af sárum sín-
um.
„Ég heyrði börn gráta og full-
orðna öskra,“ sagði Oumar Cisse,
íbúi í húsinu, sem komst naum-
lega úr eldhafinu. „Mörg börn
kölluðu í angist sinni á foreldra
sína og fólk stökk ofan úr glugg-
um.“ Cisse bætti því við að húsið
hefði verið í mjög slæmu ástandi
og þar hefði verið krökkt af rott-
um, músum og öðrum mein-
dýrum. Fólkið hefði beðið eftir
betra húsnæði síðan 1991 en ekk-
ert hefði gerst.
Eldsupptök eru ókunn og
vinnur lögregla að rannsókn á
þeim. Þó er talið ólíklegt að raf-
magn hafi valdið brunanum.
Þetta er í annað sinn á stuttum
tíma sem mannskæður eldsvoði
kemur upp í híbýlum innflytj-
enda í París en í apríl fórust 24
þegar hótel brann til kaldra kola.
Mikil reiði ríkir í Frakklandi
vegna slæms kosts sem Afríku-
búar virðast þurfa að sætta sig
við. „Í París eru engin hús fyrir
barnmargar fjölskyldur,“ sagði
Dogad Dogoui, formaður sam-
taka afrískra innflytjenda í
Frakklandi, í samtali við BBC.
„Þessi börn eru frönsk börn. Þau
eru þeldökk en engu að síður
frönsk. Það er á ábyrgð ríkis-
stjórnarinnar og borgaryfir-
valda að finna þeim mannsæm-
andi bústað.“
Jacques Chirac Frakklands-
forseti lýsti yfir hryggð sinni og
Nicolas Sarkozy innanríkisráð-
herra fór á vettvang og skoðaði
verksummerki. Honum var að
sögn CNN mjög brugðið.
sveinng@frettabladid.is
Á Sjónvarpið að einbeita sér
að innlendri dagskrárgerð?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á Reykjavíkurborg að leigja
Blind Pavilion til tveggja ára?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
39,8%
60,1%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
BORGARUMFERÐIN Í GÆR Umferðarstofa
sendir lögreglu vikulega skrá yfir ótryggða
bíla í hverju umdæmi, en vörubíll sem
lenti nýverið í alvarlegum árekstri við
strætisvagn var ótryggður og hefði átt að
vera búið að klippa af honum númerin.
Lögreglan í Reykjavík:
Vill hjálp trygg-
ingafélaga
BIFREIÐATRYGGINGAR Geir Jón Þóris-
son, yfirlögregluþjónn í Reykjavík,
segir lögregluna í stöðugri vinnu við
að klippa númer af ótryggðum öku-
tækjum. Sökum umfangs segir hann
lögregluna þó gjarnan vilja sjá
breytingar á vinnulagi við starfann.
„Til dæmis hvort tryggingafélögin
geti ekki tekið meiri þátt, til dæmis
með starfsfólki sem tæki að sér að
leita uppi þessi ökutæki og það fengi
síðan heimild til að taka númerin af
bílunum. Það er alveg ljóst að þetta
er óskaplega mikil vinna, sérstak-
lega við leit að ökutækjunum,“ segir
hann, en á hverjum tíma eru um
1.100 ökutæki án lögboðinna trygg-
inga í Reykjavík einni. - óká
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
67.100 kr./2 = 33.500 kr. á mann + flugvallarskattar*
Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur á Alagoamar, flugvallarskattar og ísl. fararstjórn.
37.950*
á mann m.v. að 2 ferðist saman.
Portúgal 29. ágú. og 5., 12., 19. sept.
60.900 kr./2 = 33.550 kr. á mann + flugvallarskattar*
Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur á Los Gemelos XXII, flugvallarsk. og ísl. fararstjórn.
34.280*
á mann m.v. að 2 ferðist saman.
Benidorm 31. ágúst
88.700 kr./2 = 44.350 kr. á mann + flugvallarskattar*
Innifalið: Flug, gisting í 21 nótt á Halley, flugvallarskattar og ísl. fararstjórn.
48.180*
á mann m.v. að 2 ferðist saman.
Benidorm 5. okt.
*Verðdæmi til VISA-korthafa og miðast við að 2 ferðist saman.
Innifalið er flug, gisting, fararstjórn erlendis og flugvallarskattar.
200 sæti í boði
til VISA-korthafa.
Má vísa
þér á lægsta
verðið?
Sértilboð til VISA-korthafa: 2 fyrir 1 tilboð í sólina
NORRÆNA Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
segir að líklega muni Útlendingastofnun
vísa fólkinu úr landi.
Kosningar í Srí Lanka:
Tamílar eru
hæstánæg›ir
SRÍ LANKA, AP Hæstiréttur Srí
Lanka úrskurðaði í gær að halda
skyldi forsetakosningar á þessu
ári. Tíðindin þykja sigur fyrir
stjórnarandstöðu Tamíla en að
sama skapi áfall fyrir forsetann
Chandrika Kumaratunga og
stuðningsmenn hennar. Að henn-
ar mati átti kjörtímabilið að vara
ári lengur, en dómstóllinn komst
að annarri niðurstöðu.
Vonast er til þess að úrskurð-
urinn og kosningarnar verði til
þess að skriður komist á friðar-
ferlið í landinu en þar hefur
verið vopnahlé milli Tamíla og
Singalesa síðan árið 2002. Vopna-
hléið hefur oft staðið tæpt en
unnið er að því að koma á varan-
legum friði. ■
MANNLEGUR HARMLEIKUR Ættingjar þeirra sem týndu lífi í brunanum í París í gær voru
að vonum miður sín í gær. Íbúar hússins höfðu mátt hírast þar innan um rottur og mýs
síðan 1991.
M
YN
D
/A
P