Fréttablaðið - 27.08.2005, Side 8
8 27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
Úsbesk stjórnvöld:
Hundru› pynt-
u› til játninga
ÚSBEKISTAN Yfirvöld í Úsbekistan
hafa hneppt hundruð manna í varð-
hald og þvingað þá til að viðurkenna
tengsl við íslamska öfgamenn. Sam-
tökin Human Rights Watch segja
stjórnvöld hafa gert þetta til að rétt-
læta harkalegar aðgerðir sínar gegn
mótmælendum í bænum Andizhan í
maí sem kostuðu 500 mannslíf.
Ríkisstjórnin hefur hafnað al-
þjóðlegri rannsókn á þessum hörð-
ustu aðgerðum stjórnarhers gegn
borgurum síðan fjöldamorðin á
Torgi hins himneska friðar í Kína
árið 1989. Hún staðhæfir að aðfar-
irnar hafi verið nauðsynlegar til að
berja niður íslamska bókstafstrúar-
menn. ■
BIOPAT NÁMIÐ!
Fyrirlestrar í ágúst:
Sunnudag 28. ágúst kl. 14-17
Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavik
Verið velkomin!! Verð kr. 1500
Fyrirlestur um Biopati fyrir þig sem langar að vita
meira um náttúrulyf fyrir eigin medhöndlun, fyrir þig
sem vinnur með óhefðbundnar lækningar, eða ert að
hugsa um að fara i Biopat-námið, sem byrjar í
Reykjavík september 2005.
Stór og breið menntun innan náttúrulækninga
• 18 eda 36 mán. MENNTUN, á hlutatíma
• Menntun í m.a..
*Næringarefnafræði *Vítamín- og steinefnafræði
*”Regulations”- og jurtameðhöndlun (urter)
*Samlífsfræði, *Ónæmisfræði
*Írisgreining *Svæðanudd og margt fleira….
SAMBAND ÍS.:
Sigurdís Hauksdóttir – TLF 5540427
Biopatskolen,
Pilegårds Vænge 44,
DK 2635 Ishøj
KONTAKT DK:
TLF +46 702879405 FAX +45 43533432
MAIL: Biopatskolen@ishoejby.dk
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Smáralind • sími 554 4242 • www.zink.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
17
8
5
1
opnunartilbo› alla helgina!
Full bú› af n‡jum vörum - komi› og geri› gó› kaup
á glæsilegum skólafatna›i!
fiÖKKUM FRÁBÆRAR VI‹TÖKUR!
DÓMSMÁL Kröfu Björns Ólafs
Hallgrímssonar, verjanda Lofts
Jens Magnússonar, um að kvaddir
yrðu til matsmenn til að fara yfir
krufningarskýrslu Þóru Steffensen
réttarmeinafræðings var vísað frá í
gær. Arnfríður Einarsdóttir
héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.
Lofti Jens er gefið að sök að
hafa með hnefahöggi banað Ragn-
ari Björnssyni á veitingahúsinu
Ásláki í Mosfellsbæ í byrjun des-
ember á síðasta ári.
Björn Ólafur kvaðst taka sér
umhugsunarfrest þar til á mánu-
dag um það hvort hann kærði úr-
skurðinn. Öðrum kosti er málinu
vísað til aðalmeðferðar þann 18.
október. - oá
Beiðni um krufningarskýrslu í Ásláksmáli:
Kröfu verjanda hafna›
BJÖRN ÓLAFUR HALLGRÍMSSON Tekur sér
umhugsunarfrest fram yfir helgi um það
hvort hann kærir úrskurð Héraðsdóms.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Fellibylurinn Katrina gekk á land á Flórída:
Sjö létust í fárvi›rinu
FLÓRÍDA, AP Að minnsta kosti sjö
létust þegar fellibylurinn Katrina
gekk á land á suðurhluta Flórída í
fyrrinótt. Tré rifnuðu upp með
rótum og yfir ein milljón heimila
varð rafmagnslaus í fellibylnum.
Vindhraði mældist yfir 40 metrar
á sekúndu. Katrina heldur svo á
haf út á Mexíkóflóa þar sem óttast
er að hún geti valdið skemmdum á
olíuborpöllum.
Rigningin sem fylgdi ofviðr-
inu olli einnig töluverðum vand-
ræðum en 380 millimetra ofan-
koma mældist á sumum mæli-
stöðvum í Miami-Dade sýslu.
Mestu skemmdirnar af völdum
fárviðrisins urðu í húsbílagörðum
þar sem heimili fólks bókstaflega
þeyttust upp í loftið. Einnig urðu
miklar skemmdir þegar brú yfir
mislæg gatnamót hrundi niður á
hraðbrautina fyrir neðan.
Jeb Bush, ríkisstjóri Flórída,
hvatti fólk í ljósi reynslunnar af
fellibyljunum Ívan, sem gekk yfir
í fyrra, og Dennis, sem blés í vor,
til að fylgjast vel með ferðum
Katarínu og yfirgefa heimili sín
ef frekari hætta steðjaði að. - oá
BRIM VIÐ FLÓRÍDA Vindhraðinn mældist yfir 40 metrar á sekúndu.
M
YN
D
/A
P
UPPBOÐ Margt óvenjulegra muna
verður á uppboði sem sýslumanns-
embættið á Keflavíkurflugvelli
efnir til í dag. Þar má nefna bif-
reið, tjaldvagn, pels, hljómflutn-
ingstæki og mótorhjól. Byssukíkir
verður einnig á uppboðinu, svo og
forláta veiðistöng, fjöldinn allur af
hátölurum, skartgripir, þar á
meðal gullkeðjur, og tískufatnaður.
Að sögn Guðmundar Kárason-
ar, starfsmanns embættisins, er
þessi varningur að mestu til kom-
inn vegna tollamála þegar reynt
var að smygla honum inn í landið,
en laganna verðir sáu við þeim til-
raunum og gerðu hann upptækan.
Ýmist var um að ræða smygltil-
raunir varnarliðsmanna, sem
voru þá teknir í hliðinu, eða far-
þega sem komu í gegnum Leifs-
stöð. Í þeim tilvikum þar sem
varnarliðsmenn voru að verki var
það einkum fatnaður sem var
gerður upptækur.
Uppboðið hefst klukkan 13 og
verður að Grænási 10 í Reykja-
nesbæ. Menn þurfa að staðgreiða
við hamarshögg, ávísanir verða
ekki teknar gildar. - jss
Sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli:
Mótorhjól, gullke›jur og pels á uppbo›i
UPPBOÐSGÓSS Starfsmenn sýslumannsembættisins með sýnishorn af því sem hægt verður bjóða í á uppboðinu í dag.
M
YN
D
/V
ÍK
U
R
FR
ÉT
TI
R/
AT
LI
M
ÁR