Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 10
Drepfyndin
verðlaunabók
Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs
2004
Eftir að kona Matti fer frá honum með
fimm ára dóttur þeirra ákveður hann
að grípa til aðgerða til að sameina
fjölskylduna að nýju.
Frábærlega vel skrifuð og skemmtileg
saga sem farið hefur mikla sigurför
um flest lönd Evrópu og alls staðar
orðið metsölubók. Finnskur húmor
eins og hann gerist bestur.
„Ég hló svo mikið að ég var nærri
dottinn af stólnum.“
- Lasse Pöysti
KOMIN Í
VERSLANIR
10 27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
Hlé hefur verið gert á fílaflutningum í Kenía:
Bifrei›in gaf sig undan fílnum
KENÍA, AP Stærstu fílaflutningar í
sögu Kenía standa nú yfir. Hlé
hefur hins vegar verið gert á
flutningunum þar sem bifreið
sem flytja á fílana gaf sig undan
þunganum.
Kenísk yfirvöld áforma að
flytja 400 fíla frá verndarsvæðinu
í Shimba-hæðum til þjóðgarðsins í
Austur-Tsavo 350 kílómetra í
burtu. Shimba-hæðir eru heim-
kynni 600 fíla í dag en aðeins er
talið að svæðið geti borið 200 dýr
með góðu móti. Því hafa fílarnir
gert sig heimakomna í manna-
byggðum í æ ríkari mæli þar sem
þeir slasa fólk og spilla uppskeru.
Fyrsta dýrið sem átti að flytja
var 22 ára tarfur en ekki vildi
betur til en svo að flutningabíllinn
sem flytja átti skepnuna á
fimmtudaginn gaf sig undan
þunga hennar. Því hefur flutning-
unum verið frestað um óákveðinn
tíma og er þessi 200 milljóna
króna aðgerð því í uppnámi.
Hart hefur verið sótt að fílun-
um undanfarna áratugi. Árið 1972
bjuggu 25.268 fílar í Austur-Tsavo
en í dag eru þeir einungis 10.397.
Orsök fækkunarinnar er að sjálf-
sögðu veiðiþjófnaður en eftir að
alþjóðlegt bann við viðskiptum
með fílabein var sett á 1989 hefur
mjög dregið úr slíkum drápum.
- shg
Bush blandast í vi›ræ›urnar
Enn er pattsta›a í stjórnarskrárger› Íraks. Sjíar og Kúrdar hyggjast leggja plaggi› í dóm fljó›arinnar flrátt
fyrir mikla andstö›u súnnía vi› inntak fless. Sem fyrr er valddreifing ásteytingarsteinn. George W. Bush
Bandaríkjaforseti blanda›i sér í gær í vi›ræ›urnar í gær flegar hann hringdi í lei›toga heittrúa›ra sjía.
ÍRAK Íraskir sjíar og Kúrdar
munu að öllum líkindum leggja
drög að stjórnarskrá landsins í
dóm þjóðarinnar án þess að þing-
ið fjalli sérstaklega um málið.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti hringdi í gær í Abdul Aziz al-
Hakim, einn leiðtoga heittrúaðra
sjía, og bað hann um að slá af
helstu kröfum sínum.
Íraska þingið fékk ekki að
fjalla um drög að stjórnarskrá
landsins í gærkvöldi eins og búist
hafði verið við, þar sem enn ríkir
sundrung á meðal sjía og Kúrda
annars vegar og súnnía hins
vegar um inntak plaggsins. Allt
bendir því til að fyrrnefndi hóp-
urinn vísi uppkastinu til þjóðar-
atkvæðagreiðslu 15. október en
án blessunar súnnía gæti slík
ráðstöfun kynt enn frekar undir
ófriðarbálinu sem þegar logar í
landinu.
Í gær hringdi George W. Bush
Bandaríkjaforseti í Abdul Aziz
al-Hakim, leiðtoga Íslamska bylt-
ingarráðsins í Írak og einn af
oddvitum heittrúaðra sjía, og
hvatti hann til að miðla málum
svo sættir næðust. Talsmaður al-
Hakim sagði að sjíar væru til við-
ræðu um að endurskoða sínar
ítrustu kröfur um að Írak yrði
sambandsríki og um hreinsun
valdakerfisins af fyrrverandi fé-
lögum úr Baath-flokknum. Engin
viðbrögð hafa fengist frá súnní-
um um tilboð sjíanna en ólíklegt
þykir að þeir láti freistast af því.
Sem fyrr stendur aðalágrein-
ingurinn um valddreifingu í land-
inu. Í núverandi drögum er gert
ráð fyrir að átján héruð landsins
hafi umtalsverða sjálfstjórn og
engin takmörk eru sett fyrir því
hversu mörg þeirra mega hópa
sig saman og mynda stærri ein-
ingar. Slíkt hugnast súnníum afar
illa því þeir óttast að verða land-
luktir í miðju Írak án nokkurra
olíulinda. Sjíar og Kúrdar hugsa
hins vegar með hryllingi til
þeirra tíma þegar öflug einræðis-
stjórn stjórnaði öllu frá Bagdad
og vilja því ríkt sjálfræði.
Afskipti Bush af íröskum inn-
anríkismálum eru svo allrar at-
hygli verð og sýna hversu mikið
stjórnvöld í Washington leggja
upp úr að skriður komist á stjórn-
málauppbyggingu í landinu.
Hann á enda í vök að verjast
heima fyrir þar sem stuðningur-
inn við hersetuna fer stöðugt
þverrandi. sveinng@frettabladid.is
CRM markaðslausnir:
firír menn
sæta ákæru
DÓMSMÁL Þrír sæta ákæru vegna
fyrirtækisins CRM markaðs-
lausna ehf. sem tekið var til gjald-
þrotaskipta í sumar; fram-
kvæmdastjóri, stjórnarformaður
og stjórnarmaður.
Mönnunum er gefið að sök að
hafa á árunum 2001 og 2002 látið
undir höfuð leggjast að standa
skil á 756 þúsund króna virðis-
aukaskatti og fyrir að standa ekki
skil á launatengdum gjöldum upp
á rúmar 4,9 milljónir króna. Báðir
stjórnarmennirnir neituðu sök, en
framkvæmdastjórinn fór fram á
frest til að taka afstöðu til
ákærunnar. - óká
Hugsanleg sameining níu sveitarfélaga við Eyjafjörð:
Engum bæjarstarfsmanni sagt upp
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/KR
ISTJÁN
TARFURINN DREGINN Á PALL Áður en reynt var að koma skepnunni upp á vörubílinn var
hún svæfð og síðan bundin. Ekkert varð þó af ferðalaginu.
SAMEINING Enginn núverandi
starfsmaður sveitarfélaganna níu
við Eyjafjörð mun missa vinnu
sína þó sameining verði samþykkt
í kosningunum 8. október næst-
komandi. Í skýrslu vinnuhóps um
stjórnsýslu í sameinuðu sveitar-
félagi segir að í einhverjum
byggðarkjarnanna muni störfum
hugsanlega fjölga en hins vegar
sé ljóst að sumir starfsmenn verði
færðir til í starfi eða verksvið
þeirra breytast. Miðstöð stjórn-
sýslunnar verður á Akureyri en
þjónustuskrifstofur verða í flest-
um byggðarkjörnunum.
Oktavía Jóhannesdóttir, hóp-
stjóri stjórnsýsluhóps samstarfs-
nefndar sveitarfélaganna níu,
segir að æðstu stjórnendum sveit-
arfélaganna, bæjar- og sveitar-
stjórunum og einum starfandi
oddvita, verði boðin störf ef þeir
óski svo en væntanlega muni laun
þeirra lækka. „Við getum eðlilega
ekki haft fjölda manns á bæjar-
stjóralaunum en hagræðing hvað
varðar starfsmannamál felst
fyrst og fremst í því að hugsan-
lega verður ekki ráðið í störf sem
losna hjá sameinuðu sveitar-
félagi,“ segir Oktavía. - kk
OKTAVÍA JÓHANNESDÓTTIR Bæjar- og
sveitarstjórar á Eyjafjarðarsvæðinu munu
lækka í launum ef sveitarfélögin samein-
ast og þeir kjósa að starfa hjá nýju sveit-
arfélagi.
BEÐIÐ FYRIR BETRI TÍÐ Skoðanir Íraka á nýju stjórnarskránni eru mjög skiptar. Stuðnings-
menn sjíaklerksins Muqtada al-Sadr héldu mótmælafund í í Kazimiyah-hverfinu í Bagdad í
gær en þeir leggjast eindregið gegn því að landið verði gert að sambandsríki.
M
YN
D
/A
P
M
YN
D
/A
P
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Ó borg,
mín borg!
Dublin
m.v. að 2 fullorðnir ferðist saman.
Innifalið: Flug, gisting í 2 nætur
á Camden Court hótelinu,
flugvallarskattar og íslensk
fararstjórn.
í allt haust!
39.319 kr.
Netverð